Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2023

Fatastíllinn | 2. maí 2023

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2023

Met Gala-hátíðin fór fram á Metropolitian safninu í New York-borg í Bandaríkjunum í gærkvöldi þar sem útvaldar stjörnur og frumkvöðlar frá hinum ýmsu sviðum gengu rauða dregilinn í klæðnaði frá fremstu tískuhúsum heims. 

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2023

Fatastíllinn | 2. maí 2023

Stjörnurnar voru hver annarri glæsilegri á Met Gala-hátíðinni sem fór …
Stjörnurnar voru hver annarri glæsilegri á Met Gala-hátíðinni sem fór fram í New York-borg í gær, mánudag. Samsett mynd

Met Gala-hátíðin fór fram á Metropolitian safninu í New York-borg í Bandaríkjunum í gærkvöldi þar sem útvaldar stjörnur og frumkvöðlar frá hinum ýmsu sviðum gengu rauða dregilinn í klæðnaði frá fremstu tískuhúsum heims. 

Met Gala-hátíðin fór fram á Metropolitian safninu í New York-borg í Bandaríkjunum í gærkvöldi þar sem útvaldar stjörnur og frumkvöðlar frá hinum ýmsu sviðum gengu rauða dregilinn í klæðnaði frá fremstu tískuhúsum heims. 

Almennt er litið á viðburðinn sem einn virtasta tískuviðburð heims, en ár hvert er ákveðið þema valið sem setur tóninn fyrir klæðnað kvöldsins. Í ár var þemað Karl Lagerfeld: A Line of Beauty til heiðurs hönnuðarins Karl Lagerfelds sem lést úr krabbameini árið 2019.

Flestir klæddust hvítu eða svörtu og sóttu innblástur til Lagerfelds sem var frægur fyrir svarthvítan klæðnað, fingralausa hanska, svört sólgleraugu og hvítt hár. Lagerfeld starfaði sem listrænn stjórnandi tískurisans Chanel en hannaði einnig undir sínu eigin merki og vann með mörgum af stærstu tískuhúsum heims.

Fjölmargar stjörnur fögnuðu verkum Lagerfelds með því að klæðast Chanel, Fendi, Chloé og Balmain svo eitthvað sé nefnt.

Tónlistarkonan Dua Lipa í Chanel Haute Couture kjól frá árinu …
Tónlistarkonan Dua Lipa í Chanel Haute Couture kjól frá árinu 1992. Það var svo 100 karata demantshálsmen frá Tiffany & Co. sem setti punktinn yfir i-ið. AFP
Rihanna stal senunni í Valentino.
Rihanna stal senunni í Valentino. AFP
Tónlistarkonan Billie Eilish í kjól frá Simone Rocha.
Tónlistarkonan Billie Eilish í kjól frá Simone Rocha. JAMIE MCCARTHY
Breska leikkonan Daisy Edgar-Jones í Gucci.
Breska leikkonan Daisy Edgar-Jones í Gucci. AFP
Tónlistardívan Jennifer Lopez í sérsaumuðum kjól frá Ralph Lauren.
Tónlistardívan Jennifer Lopez í sérsaumuðum kjól frá Ralph Lauren. MIKE COPPOLA
Leikkonan Lea Michele í kjól frá Michael Kors.
Leikkonan Lea Michele í kjól frá Michael Kors. AFP
Breska leikkonan Florence Pugh í sérsaumuðum Valentino kjól.
Breska leikkonan Florence Pugh í sérsaumuðum Valentino kjól. AFP
Fyrirsætan Gigi Hadid í sérsaumuðum kjól frá Givenchy.
Fyrirsætan Gigi Hadid í sérsaumuðum kjól frá Givenchy. JAMIE MCCARTHY
Fyrirsætan Miranda Kerr í stílhreinum kjól frá Christian Dior.
Fyrirsætan Miranda Kerr í stílhreinum kjól frá Christian Dior. AFP
Leikkonan Salma Hayek var glæsileg í Gucci.
Leikkonan Salma Hayek var glæsileg í Gucci. JAMIE MCCARTHY
Leikkonan Anne Hathaway í Atelier Versace kjól.
Leikkonan Anne Hathaway í Atelier Versace kjól. JAMIE MCCARTHY
Michaela Coel í kjól frá Chiaparelli Haute Couture.
Michaela Coel í kjól frá Chiaparelli Haute Couture. JAMIE MCCARTHY
Fyrirsætan Naomi Campbell í kjól úr vorlínu Chanel frá 2010.
Fyrirsætan Naomi Campbell í kjól úr vorlínu Chanel frá 2010. AFP
Leikkonan Michelle Yeoh með flotta útfærslu á þemanu í anda …
Leikkonan Michelle Yeoh með flotta útfærslu á þemanu í anda Lagerfelds. JAMIE MCCARTHY
Leikkonan Nicole Kidman í fallegum kjól frá Chanel.
Leikkonan Nicole Kidman í fallegum kjól frá Chanel. AFP
Fyrirsætan Gisele Bündchen í kjól úr vorlínu Chanel frá 2007.
Fyrirsætan Gisele Bündchen í kjól úr vorlínu Chanel frá 2007. AFP
Rita Ora í kjól frá Prabal Gurung.
Rita Ora í kjól frá Prabal Gurung. MIKE COPPOLA
Fyrirsætan Emily Ratajkowski í kjól frá Tory Burch.
Fyrirsætan Emily Ratajkowski í kjól frá Tory Burch. AFP
mbl.is