Hvert fer uppbyggingarfjármagnið?

Ferðamenn á Íslandi | 25. desember 2023

Hvert fer uppbyggingarfjármagnið?

Rúmlega helmingur alls gistináttaskatts sem innheimtur hefur verið hér á landi frá því að skatturinn var tekinn upp árið 2012 hefur komið til vegna gistingar á höfuðborgarsvæðinu, eða 56%. Af þeim 11 milljörðum sem varið hefur verið til uppbyggingar ferðamannainnviða á þessu tímabili hefur aðeins 2,5% fjármagnsins farið til staða sem eru innan sveitarfélagamarka höfuðborgarsvæðisins og 5,8% ef horft er til Suðvesturlands í heild sinni.

Hvert fer uppbyggingarfjármagnið?

Ferðamenn á Íslandi | 25. desember 2023

Hæsta upphæðin sem úthlutað hefur verið úr landsáætlun hefur farið …
Hæsta upphæðin sem úthlutað hefur verið úr landsáætlun hefur farið til uppbyggingar á Geysissvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Rúmlega helmingur alls gistináttaskatts sem innheimtur hefur verið hér á landi frá því að skatturinn var tekinn upp árið 2012 hefur komið til vegna gistingar á höfuðborgarsvæðinu, eða 56%. Af þeim 11 milljörðum sem varið hefur verið til uppbyggingar ferðamannainnviða á þessu tímabili hefur aðeins 2,5% fjármagnsins farið til staða sem eru innan sveitarfélagamarka höfuðborgarsvæðisins og 5,8% ef horft er til Suðvesturlands í heild sinni.

Rúmlega helmingur alls gistináttaskatts sem innheimtur hefur verið hér á landi frá því að skatturinn var tekinn upp árið 2012 hefur komið til vegna gistingar á höfuðborgarsvæðinu, eða 56%. Af þeim 11 milljörðum sem varið hefur verið til uppbyggingar ferðamannainnviða á þessu tímabili hefur aðeins 2,5% fjármagnsins farið til staða sem eru innan sveitarfélagamarka höfuðborgarsvæðisins og 5,8% ef horft er til Suðvesturlands í heild sinni.

Hlutfallslega mest á Vestfirði

Fyrir hverja krónu sem hefur verið innheimt síðustu ár í gistináttagjald á Vestfjörðum hafa um 10,5 krónur runnið til landshlutans í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða eða landsáætlun. Hins vegar hafa aðeins 0,10 krónur af hverri einni sem innheimtist á höfuðborgarsvæðinu farið í uppbyggingu á ferðamannainnviðum þar í gegnum þessa tvo útgjaldastrauma hins opinbera.

Norðurland eystra hefur fengið um 3,5 krónur til baka fyrir hverja krónu sem innheimtist af gistináttagjaldinu, Suðurland, Norðurland vestra og Vesturland á milli 5 og 6 krónur og Austurland 7,1 krónu.

Endurbætt bílastæði við eina helstu náttúruperlu Vestfjarða, Dynjanda. Styrkur kom …
Endurbætt bílastæði við eina helstu náttúruperlu Vestfjarða, Dynjanda. Styrkur kom úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingarinnar. Þegar miðað er við upphæð gistináttagjalda sem eru innheimt á Vestfjörðum fer hlutfallslega hæst upphæð til uppbyggingar á þessum hluta landsins. Vestfirðir fá þó í heildina nokkuð lægri upphæð en þeir landshluta sem hæstu upphæðirnar fá, eins og Suðurland, Norðurland-eystra og Austurland. Ljósmynd/Vegamálun GÍH

Ruglingur í svari ráðuneytisins

Þetta er meðal þess sem sjá má í nýlegum tölum frá fjármálaráðuneytinu og Ferðamálastofu, en fjármálaráðherra svaraði fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, fyrir helgi um þessi málefni.

Í svarinu var hins vegar tölum um útgreiðslu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða ruglað eftir landshlutum, en mbl.is hefur fengið réttar tölur frá Ferðamálastofu, auk ítarlegri talna frá umhverfisráðuneytinu varðandi landsáætlun og hvað af útgjöldunum heyri undir höfuðborgarsvæðið.

Eitt stærsta verkefni sem fékk úthlutun á þessu ári úr …
Eitt stærsta verkefni sem fékk úthlutun á þessu ári úr Framkvæmdasjóði ferðamanna er útsýnispallurinn Baugur Bjólfs þar sem hægt verður að horfa yfir Seyðisfjörð.

Enginn gistináttaskattur frá 2020

Í fyrirspurn sinni óskaði Diljá eftir tölum um innheimtan gistináttaskatt frá 2011 til 2022 sem og útgjöld úr ríkissjóði í uppbyggingu, viðhald og verndun fjölsóttra ferðamannastaða yfir sama tímabil. Var óskað eftir því að tölurnar yrðu sundurliðaðar niður eftir staðsetningu innheimtu og ferðamannastaða sem verja átti fjármunum í að byggja upp.

Tölur um innheimtu gistináttaskatts ná til áranna 2012 til 2020, en gistináttaskattur hefur ekki verið innheimtur frá 1. apríl 2020 til og með 31. desember á þessu ári. Var það einn liður ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við áhrif af faraldrinum. Tölur um útgjöld úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða nær frá 2012 til 2022, en landsáætlunin frá 2018 til 2022.

Tæplega fimm milljarðar innheimtir í gistináttaskatt

Samtals hefur á þessu tímabili verið innheimtur gistináttaskattur upp á 4,92 milljarða. Reykjavík er þar langt stærst með 2,5 milljarða og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu með um 220 milljónir. Hæsta upphæðin utan höfuðborgarsvæðisins er á Suðurlandi, en þar hafa verið innheimtar 837 milljónir og 540 milljónir á Norðurlandi eystra. Á Suðurnesjum og Vesturlandi er upphæðin á milli 200 og 240 milljónir, á Austurlandi 166 milljónir, en á milli 81 og 88 milljónir á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum.

Þegar gjaldið var sett á árið 2012 var horft til þess að 3/5 hlutar gjaldsins færu í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, en 2/5 þess áttu að fara til ráðuneytisins sem ráðstafaði þeim fjármunum til þjóðgarða og friðlýstra svæða.

Stuðlagil er einn þeirra staða sem hafa fengið úthlutun til …
Stuðlagil er einn þeirra staða sem hafa fengið úthlutun til uppbyggingar sem ferðamannastaðar.

Hæsta upphæðin farið á Suðurland

Samtals hefur 7,1 milljarði verið úthlutað úr Framkvæmdastjóri ferðamannastaða frá árinu 2012 til og með ársins 2022 og er það því nokkuð umfram upphafleg áform um 3/5 hluta gistináttagjaldsins, en síðan þá hafa nokkrar breytingar átt sér stað á fyrirkomulaginu. Á þessu ári var til viðbótar úthlutað 550 milljónum úr sjóðinum.

Langhæsta upphæðin úr sjóðinum hefur farið til verkefna á Suðurlandi, eða 2,4 milljarðar frá 2012 til 2022. Er það rúmlega tvöföld upphæð á við það sem hefur farið á Norðurland eystra, en þar hefur 1.156 milljónum verið úthlutað úr sjóðinum. Þá hefur Austurland fengið 1.034 milljónir og Vesturland 851 milljón.

Lægsta fjárhæðin á Suðvesturland og Norðurland vestra

Lægstu upphæðina hefur höfuðborgarsvæðið fengið, eða 213 milljónir, þar á eftir Suðurnes með 322 milljónir og Norðurland vestra með 411 milljónir.

Sambærilega sögu er að segja þegar horft er til úthlutunar úr landsáætlun, en það er horf til uppbyggingar á innviðum til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Hefur Suðurland fengið 2,1 milljarð úr áætluninni frá 2018 til 2022, en næst hæsta fjárveitingin hefur farið til Norðurlands eystra, upp á 718 milljónir og þar á eftir til Vesturlands, samtals 433 milljónir.

Lægsta upphæðin hefur farið til Suðvesturlands, utan höfuðborgarsvæðisins, samtals 50 milljónir og 61 milljón á bæði höfuðborgarsvæðið og Norðurland vestra.

Styrkur var veittur vegna uppbyggingar við Goðafoss, en honum var …
Styrkur var veittur vegna uppbyggingar við Goðafoss, en honum var varið í aukið aðgengi, gerð bílastæðis, útsýnispalls, göngustíga, upplýsingaskilta og fleira.

Mest í Geysi og Fjallabak

Meðal stærstu verkefnanna sem hafa fengið úthlutun úr landsáætlun eru fjölmörg af Suðurlandi, en þar er Geysir í Haukadal í efsta sæti. Næst mestu var úthlutað til Friðlands að Fjallabaki (en það á við um nokkra áfangastaði innan friðlandsins). 

Í þriðja sæti er Dettifoss, en í næstu sætum koma fleiri verkefni á Suðurlandi; Gullfoss, Skaftafell, Jökulsárlón og Þjórsárdalur (nokkrir áfangastaðir innan svæðisins). 

mbl.is