Guðmundur Fertram og Ólafur Ragnar orðnir nágrannar

Heimili | 6. mars 2024

Guðmundur Fertram og Ólafur Ragnar orðnir nágrannar

Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis festi kaup á 80,5 fm íbúð 12. febrúar síðastliðinn við Túngötu 3 á Ísafirði. Hann fékk íbúðina afhenta í febrúar og er hún er á fyrstu hæð í fjögurra íbúða húsi.

Guðmundur Fertram og Ólafur Ragnar orðnir nágrannar

Heimili | 6. mars 2024

Guðmundur Fertram Sigurjónsson og Ólafur Ragnar Grímsson.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Samsett mynd

Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis festi kaup á 80,5 fm íbúð 12. febrúar síðastliðinn við Túngötu 3 á Ísafirði. Hann fékk íbúðina afhenta í febrúar og er hún er á fyrstu hæð í fjögurra íbúða húsi.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis festi kaup á 80,5 fm íbúð 12. febrúar síðastliðinn við Túngötu 3 á Ísafirði. Hann fékk íbúðina afhenta í febrúar og er hún er á fyrstu hæð í fjögurra íbúða húsi.

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands á íbúð í húsinu en hann festi kaup á henni 20. júlí 2019. Íbúð Ólafs Ragnars er töluvert stærri en íbúð Guðmundar Fertrams eða 139 fm. Ólafur Ragnar á tilfinningalega tengingu við húsið sem er æskuheimili hans. 

Húsið var teiknað af Jóni H. Sigmundssyni og byggt á Hatteyri um aldarmótin 1900. Það svar svo tekið niður og endurbyggt við Túngötu og stækkað í leiðinni. Húsið er stundum nefnt Grímshús, eftir Grími Kristgeirssyni, föður Ólafs Ragnars, en hann bjó þar ásamt konu sinni Svanhildi Ólafsdóttur. Fjölskyldan fluttist frá Ísafirði 1953. 

Í húsinu eru fjórar íbúðir og eru aðrir eigendur Greipur Gíslason og Gunnar Þór Vilhjálmsson og Ásgeir Guðbjartur Guðbjartsson. 

Túngata 3 á Ísafirði.
Túngata 3 á Ísafirði.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson hefur staðið í töluverðum fasteignakaupum upp á síðkastið en Smartland greindi frá því í nóvember á síðasta ári að félag hans hefði fest kaup á glæsihúsi í 101. 

Um er að ræða hús við Lauf­ás­veg 71 sem var teiknað af Guðjóni Samú­els­syni sem teiknaði mörg fög­ur mann­virki á ferli sín­um eins og aðal­bygg­ingu Há­skóla Íslands, Hót­el Borg, Há­valla­götu 24 og Sund­höll Reykja­vík­ur svo ein­hver séu nefnd. Það er klass­ískt og í þeim anda sem var eft­ir­sótt­ur í kring­um 1928 þegar það var teiknað. Það var þó ekki byggt fyrr en nokkr­um árum seinna. Aðalhæð húss­ins er 141 fm að stærð en þar fyr­ir ofan er 105 fm ris­íbúð. Í kjall­ara eru núna tvær íbúðir sem eru 55 og 48 fm og svo er bíl­skúr meðfylgj­andi. Húsið er í heild sinni 454 fm að stærð og var reist 1936. Aðeins ein fjöl­skylda hef­ur átt húsið síðan það var byggt en það var Jón Árna­son (1885-1977), banka­stjóri Lands­banka Íslands, sem bjó í hús­inu og hef­ur því alltaf verið vel við haldið. 

Smartland óskar Guðmundi til hamingju með nýju íbúðina! 

mbl.is