Björgvin og Eva seldu raðhúsið á 181 milljón

Heimili | 14. mars 2024

Björgvin og Eva seldu raðhúsið á 181 milljón

Á dögunum settu hjónin Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi og sviðsstjóri hjá Deloitte, og Eva Halldórsdóttir, lögmaður og eigandi LLG Lögmenn, sérlega vandað raðhús við Byggakur 1 á sölu. Ásett verð var 187.500.000 kr. 

Björgvin og Eva seldu raðhúsið á 181 milljón

Heimili | 14. mars 2024

Björgvin Ingi Ólafsson og Eva Halldórsdóttir seldu raðhús sitt á …
Björgvin Ingi Ólafsson og Eva Halldórsdóttir seldu raðhús sitt á 181.000.000 kr. Samsett mynd

Á dögunum settu hjónin Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi og sviðsstjóri hjá Deloitte, og Eva Halldórsdóttir, lögmaður og eigandi LLG Lögmenn, sérlega vandað raðhús við Byggakur 1 á sölu. Ásett verð var 187.500.000 kr. 

Á dögunum settu hjónin Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi og sviðsstjóri hjá Deloitte, og Eva Halldórsdóttir, lögmaður og eigandi LLG Lögmenn, sérlega vandað raðhús við Byggakur 1 á sölu. Ásett verð var 187.500.000 kr. 

Um er að ræða 229fm raðhús sem byggt var 2010. Húsin í raðhúsalengjunni eru hönnuð af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt og eru allar innréttingar sérsmíðaðar hjá Axis. Ljósar eikarinnréttingar prýða eldhús, baðherbergi, innihurðir og fataskápa. Eldhús flæðir inn í stofu en stofa sem er á neðri hæð hússins með útgengi út í garð. 

Plássið í stofunni er vel nýtt undir fallega hluti sem …
Plássið í stofunni er vel nýtt undir fallega hluti sem gleðja augað eins og svani Arne Jacobsen og Eames Lounge stólinn sem nýtur mikilla vinsælda. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar hjá Axis.
Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar hjá Axis. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is


Húsið var selt 21. desember en verður ekki afhent fyrr en á föstudaginn kemur. Rúnar Jónsson og Brynja Rut Brynjarsdóttir keyptu húsið af Björgvini Inga og Evu og greiddu fyrir það 181.000.000 kr. 

Húsin við Byggakur eru eftirsótt. Sigurður Hallgrímsson arkitekt teiknaði raðhúsalengjuna.
Húsin við Byggakur eru eftirsótt. Sigurður Hallgrímsson arkitekt teiknaði raðhúsalengjuna. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Smartland óskar Rúnari og Brynju til hamingju með húsið! 

mbl.is