Mótmæltu stjórn Hollandes

„Frakkland er að fara í ræsið“ stóð m.a. á skiltum …
„Frakkland er að fara í ræsið“ stóð m.a. á skiltum mótmælenda í gær. AFP

Mannfjöldi safnaðist saman á götum Parísar í gær til að mótmæla stjórn Francois Hollandes, forseta landsins. 250 mótmælendur voru handteknir og 19 lögreglumenn særðust í átökum. Mótmælendur kölluðu þennan dag „dag reiði“ en bæði var stefnu forsetans í efnahagsmálum mótmælt sem og siðferði hans, en eins og kunnugt er hélt hann framhjá sambýliskonu sinni og sleit sambandi við hana um helgina.

Innanríkisráðherrann segir að þeir sem hafi mótmælt í gær hafi aðallega verið öfgasinnaðir hægrimenn sem hafi það eitt að markmiði að skapa ófrið í landinu.

Skipuleggjendur mótmælanna segja að um 120 þúsund hafi tekið þátt í þeim en lögreglan segir þá mun færri, eða um 17 þúsund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert