Fórnarlömb skotárásarinnar

Sautján féllu í árásinni, aðallega ungt fólk.
Sautján féllu í árásinni, aðallega ungt fólk.

Meirihluti sautján fórnarlamba skotárásarinnar í framhaldsskólanum í Flórída voru ungmenni. Fjórtán liggja særðir á sjúkrahúsi og eru þrír þeirra enn taldir í lífshættu.

Sky-fréttastofan er einn þeirra fjölmiðla sem birt hefur myndir af öllum fórnarlömbunum og upplýsingum um hvert og eitt þeirra. Í þeirri samantekt er m.a. fjallað um Alyssu Alhadeff. Hún lagði stund á fótbolta. „Við vini Alyssu viljum við segja: Heiðrið hana með því að gera eitthvað stórkostlegt við líf ykkar,“ sagði skilaboðum frá fjölskyldu hennar.

Jamie Guttenberg var meðal þeirra fyrstu sem féllu fyrir hríðskotariffli Nikolas Cruz. Henni er lýst sem „ótrúlegri stúlku“. 

Martin Duque Anguiano er af vinum sínum sagður hafa verið einn indælasti drengur jarðar. Hann hafi verið léttlyndur og mikill húmoristi. 

Sundmaðurinn Nicholas Dworet er einnig á meðal fórnarlambanna. „Hann var frábær náungi, hamingjusamur ungur maður,“ segir sundþjálfarinn hans.

Meðal yngstu fórnarlambanna er Alaina Petty. Hún var fjórtán ára. 

Í árásinni lést einnig fótboltaþjálfarinn Aaron Feis. Hann hafði reynt að koma nemendum til bjargar á meðan skotin dundu á þeim. Hann var 37 ára. „Þetta, dömur mínar og herrar, er hetja,“ skrifaði einn nemandinn á Facebook um Feis.

Frétt Sky í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert