Tyrkir hafa umkringt Afrin

Langar bílalestir eru nú frá Afrin-borg. Almennir borgarar hafa flúið ...
Langar bílalestir eru nú frá Afrin-borg. Almennir borgarar hafa flúið undan innrás Tyrkja á svæðið. AFP

Tyrklandsher og bandamenn þeirra úr hópi uppreisnarmanna í Sýrlandi hafa umkringt Afrin-borg í norðurhluta Sýrlands. Borgin er undir yfirráðum Kúrda sem eru fjölmennir á svæðinu. Herinn hefur þegar náð yfirráðum yfir mörgum bæjum og þorpum í Afrin-héraði en þar barðist Haukur Hilmarsson við hlið Varnarsveita Kúrda (YPG) og er sagður hafa fallið í árás Tyrkja þann 24. febrúar. 

Hermenn Tyrkja komu að borginni frá austri og vestri og í dag segist herinn hafa náð að umkringja borgina að fullu. 

Tyrkir hófu hernaðaraðgerð sína í Afrin-héraði fyrir sjö vikum. Hana kalla þeir Ólífugreinina. Markmiðið er að ná að landsvæðinu úr höndum Varnarsveita Kúrda. Varnarsveitirnar nutu hernaðarlegs stuðnings Bandaríkjamanna við að ná svæðinu á sitt vald úr höndum vígamanna Ríkis íslams. 

Bresku mannúðar- og eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að hundruð almennra borgara hafi flúið Afin síðustu daga. Þangað hafði áður mikill fjöldi fólks flúið úr bæjum og þorpum undan innrás Tyrkja. 

Samtökin segja að yfir 2.000 almennir borgarar hafi í gær flúið til Nubul sem er svæði undir yfirráðum sýrlenska stjórnarhersins. Hundruð eru enn á leið sinni þangað. 

Sýrlenskir Kúrdar hafa, líkt og Kúrdar víða um heim, mótmælt ...
Sýrlenskir Kúrdar hafa, líkt og Kúrdar víða um heim, mótmælt innrás Tyrkja í Afrin-hérað. AFP

Afrin er stærsta borgin á svæðinu sem hefur verið undir stjórn YPG-liða við landamærin að Tyrklandi. Þar bjuggu áður en aðgerðir Tyrkja hófust um 350 þúsund manns.

Enn er óljóst hver næstu skref Tyrkja verða í áhlaupi sínu. Sumir sérfræðingar telja að umsátur Tyrkja muni vara lengi og að þeir muni áfram leyfa almennum borgurum að yfirgefa borgina. 

Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök sem tengist hreyfingu Kúrda í Tyrklandi sem hefur um þriggja áratuga skeið barist fyrir sjálfstæði Kúrda á svæðinu. 

En YPG hefur verið lykilbandamaður Bandaríkjanna í stríðinu gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Ástandið í Afrin hefur því aukið mikið á spennuna milli Tyrkja, sem eru hluti af NATO, og Bandaríkjanna. 

Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti sagði á laugardag að eftir að her hans hefur náð Afrin-borg á sitt vald muni hann herja á önnur svæði sem enn eru undir stjórn YPG, allt að landamærunum að Írak. 

mbl.is
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR Glæsibær
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...