Pútín og Assad funduðu í Sochi

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Bashar al-Assad Sýrlandsforseti komu saman til …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Bashar al-Assad Sýrlandsforseti komu saman til fundar í Sochi í Rússlandi í dag. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, áttu fund í Sochi í Rússlandi í dag.

Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, segir að ítarlega samræður hafi átt sér stað milli leiðtoganna, sem hittust síðast á rússneskri herstöð í Latakia-héraði í Sýrlandi í desember.

Pútín segir að aðstæður í Sýrlandi eins og þær eru í dag geti leitt til upphafs jákvæðrar pólitískrar þróunar. Rúss­ar hafa lengi verið banda­menn stjórn­valda í Sýr­landi og hófu þátttöku í borgarastríðinu árið 2015. Stríðið hefur staðið yfir í sjö ár. Í desember á síðasta ári tók Pútín þá ákvörðun að draga  hluta rússneska hersins til baka frá Sýrlandi.

Pútín sagði í apríl að loft­árás­ir Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Frakk­lands vegna meintrar efna­vopna­árásar sem vest­ræn ríki hafa sakað sýr­lensk stjórn­völd um að hafa gert hinn 7. apríl hafi minnkað mögu­leik­ann á póli­tískri lausn í Sýr­landi. Nú virðist hann sjá möguleika á að ná sáttum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert