„Lífi mínu hefur verið snúið á haus“

Júlía Skripal í dag þegar hún flutti ávarp sitt.
Júlía Skripal í dag þegar hún flutti ávarp sitt. AFP

„Ég vonast til þess að geta snúið aftur heim til landsins míns í framtíðinni,“ sagði Júlía Skripal í ávarpi til fjölmiðla í dag. Fyrst þyrfti hún hins vegar að ná fullri heilsu. Júlía og faðir hennar Sergei urðu fyrir árás í enska bænum Salisbury í mars. Bresk stjórnvöld fullyrða að ráðamenn í Rússlandi hafi staðið á bak við árásina en því neita þeir.

„Ég var útskrifuð af sjúkrahúsi 9. apríl en ég er enn að ná bata,“ sagði Skripal enn fremur, en hún er 33 ára gömul. Ávarpið var tekið upp á ótilgreindum stað en hún er undir vernd breskra stjórnvalda. Sagði hún erfitt að sætta sig við þá tilhugsun að hún og faðir hennar hefðu orðið fyrir slíkri árás og að hún hafi síðan legið í dái í 20 daga.

„Þegar ég vaknaði var mér greint frá því að eitrað hefði verið fyrir okkur. Það var okkur áfall að vita að taugagas hafi verið notað í þessum tilgangi. Við vorum mjög lánsöm að lifa af þessa morðtilraun. Sagðist hún þakklát fyrir boð rússneska sendiráðsins í London um að vera henni innan handar en hún sagðist ekki reiðubúin að þiggja slíka aðstoð.

Sagði hún að meðferðin sem hún hefði gengist undir á sjúkrahúsinu hafi verið erfið, bæði líkamlega og andlega. „Ég reyni að taka einn dag í einu og vil hjálpa föður mínum þar til hann nær fullum bata. Lífi mínu hefur verið snúið á haus og ég er núna að reyna að sætta mig við þær breytingar sem orðið hafa á því, bæði líkamlega og andlega.“

Bað Skripal enn fremur alla að virða einkalíf þeirra feðgina og þakkaði öllum þeim sem hefðu hjálpað þeim. Forgangsatriði að þeirra mati væri að ná heilsu.

AFP
mbl.is
Reglusöm miðaldra hjón
Reglusöm miðaldra hjón óska eftir 2ja-3ja herbergja íbúð eða stúdíói í Reykjavík...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp75 95 og 110 hp bátavélar frá TD Með gír og mælabo...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Bækur til sölu
Ævintýri Stikkilsberja Finns eftir Mark Twain (á ensku) 1. útg. London, 1884. Ve...