Bandarískir hermenn áfram í Sýrlandi

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfestir að hluti bandarískra hermanna verði áfram í Sýrlandi þrátt fyrir brottflutning þeirra af svæðum í norðurhluta landsins þar sem innrás Tyrkja hófst.

Trump sagði að hermenn verði áfram í Sýrlandi með það að markmiði að vernda olíuvinnslusvæði auk þess sem einhverjir verða við landamærin að Jórdaníu og Ísrael.

Ákvörðun forsetans um að fjarlægja herlið frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hefur verið harðlega gagnrýnd, bæði af stuðningsmönnum forsetans og andstæðingum.

„Af hverju ætti ég að hafa mína hermenn milli tveggja hópa sem standa í átökum? Ég var kjörinn forseti með það markmið að koma hermönnum okkar heim,“ sagði Trump þar sem hann varði ákvörðun sína um að hætta að vernda Kúrda í norðurhluta Sýrlands.

Alls eru um 200 þúsund bandarískir hermenn á átakasvæðum í heiminum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert