Tímasetningin ekki tilviljun

Nokkur hópur fólks var við Héraðsdóm Reykjaness nú í kvöld.
Nokkur hópur fólks var við Héraðsdóm Reykjaness nú í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtökin No Borders Iceland boðuðu til mótmæla við Héraðsdóm Reykjaness í kvöld vegna þess að leiða átti þrjár konur sem eru þolendur mansals fyrir dómara klukkan hálf átta í kvöld. Stendur til að vísa þeim úr landi.

Þetta kemur fram í viðburði sem var stofnaður á Facebook vegna mótmælanna.

Samkvæmt lýsingu viðburðarins á að vísa þeim til Nígeríu.

Brot á samningum sem Ísland er aðili að

„Fyrir mér er þetta alveg klárt brot á þeim samningum sem við höfum undirgengist,“ segir Drífa Snædal talskona Stígamóta í samtali við mbl.is.

Drífa Snædal talskona Stígamóta.
Drífa Snædal talskona Stígamóta. mbl.is/​Hari

„Það hefur ekki verið samningur hingað til um að senda fólk til Nígeríu. Okkar túlkun er sú að íslenska ríkið sé að fara gegn alþjóðasamningum gegn mansali þannig að það er hætta á því að fólki sé vísað á brott og þar með sett í hættulegar aðstæður aftur,“ segir Drífa.

„Við erum að taka konur sem hafa verið misþyrmt og skipulagt nauðgað árum saman og það er sturluð staða að við skulum ekki geta veitt þeim betra skjól,“ segir hún.

Leiddar fyrir dómara í kvöld

Konurnar hafa dvalið á Íslandi í nokkur ár og segir Drífa að líta verður til þess. „Það að halda fólki í óöryggi árum saman er ómannúðlegt í sjálfu sér.“

„Ég held að það sé engin tilviljun að þetta sé gert á þessum tíma,“ segir Drífa en það átti að leiða konurnar fyrir dómara klukkan hálf átta í kvöld, en samkvæmt sjónarvotti mbl.is á staðnum voru þær ekki komnar til dóms þá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert