Jarðskjálfti í Mexíkó

Söfnun Þórs/KA hjálpaði sjö fjölskyldum

24.12. Mexí­kósku landsliðskon­urn­ar sem spila með Þór/​KA í Pepsi-deild kvenna í knatt­spyrnu, þær Bianca Sierra og Stephany Mayor, hófu söfn­un til fórn­ar­lamba jarðskjálft­ans sem varð í heimalandi þeirra í haust. Meira »

Fundu hund á lífi í rústunum

25.9. Þrátt fyrir að von leitarmanna um að finna fólk á lífi í húsarústum eftir jarðskjálftann í Mexíkó fari dvínandi glæddist vonarneisti í dag þegar lítill smáhundur fannst á lífi. Hann fannst sex dögum eftir skjálftann. Meira »

Enn einn skjálftinn í Mexíkó

23.9. Jarðskjálfti sem mældist 6,2 stig reið yfir Mexíkó í dag og olli skjálftinn mikilli skelfingu meðal íbúa í Mexíkóborg. Þar eru björgunarmenn enn að reyna að bjarga fólki undan rústum húsa eftir skjálftann á þriðjudag. Meira »

Vonin að fjara út

22.9. Vonin er að fjara út um að fleiri eigi eftir að finnast á lífi í húsarústum í Mexíkó eftir jarðskjálftann á þriðjudag. Yfirvöld hafa staðfest 272 dauðsföll en segja töluna eiga eftir að hækka. Enn er yfir 200 saknað í Mexíkóborg. Meira »

Vonast enn til að finna fólk á lífi

21.9. „Ég er mjög þreytt,“ sagði 13 ára stúlka sem liggur föst undir húsarústum í Mexíkóborg eftir að 7,1 stiga skjálfti reið þar yfir, þegar grannvaxinn sjálfboðaliði náði til hennar með vatn og súrefni. Íbúar Mexíkó bíða nú fregna af stúlkunni og fleiri sem kunna að vera á lífi. Meira »

„Þau eru á lífi! Á lífi“

21.9. Björgunarfólk keppir við tímann í Mexíkóborg þar sem reynt er að ná til fólks sem enn er fast undir húsarústum eftir jarðskjálftann sem reið yfir í fyrradag. Ein þeirra er 13 ára gömul stúlka sem talin er vera í skjóli undir borði í grunnskóla sem hrundi í skjálftanum. Meira »

Hætta við HM vegna hamfaranna

20.9. Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra, IPC, sendi í morgun frá sér tilkynningu þess efnis að ákveðið hafi verið að fresta heimsmeistaramótum fatlaðra í sundi og lyftingum um óákveðinn tíma. Meira »

„Ég vona að hún sé látin“

20.9. „Ég vona að hún sé látin þannig að hún sé ekki föst undir brakinu á lífi,“ segir Monica Saavdera, en móðir hennar, sem er 87 ára gömul, er meðal þeirra sem ekki hafa fundist eftir að hjúkrunarheimili hrundi til grunna. Vitað er að um 250 eru látnir eftir að jarðskjálfti reið yfir Mexíkó í gær. Meira »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

19.9. Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Skjálfti upp á 7,4 skekur Mexíkóborg

19.9. Jarðskjálfti sem mældist 7,4 reið yfir í Mexíkó nú síðdegis að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarísku jarðfræðistofnuninni. Skjálftans varð vel vart í höfuðborginni Mexíkó. Engar fréttir hafa enn borist af mannfalli eða skemmdum. Meira »

Að minnsta kosti 90 hafa látist

10.9. Að minnsta kosti 90 manns létust í jarðskjálfta sem var 8,1 stig af stærð í Mexíkó. 71 þeirra lést í suðvesturhluta Oaxaca, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Alls hafa verið greindir 721 eftirskjálfti frá því stóri skjálftinn reið yfir. Meira »

Fellibylurinn Katia til Mexíkó

9.9. Fellibylurinn Katia náði landi á austurhluta Mexíkó seint í gærkvöldi, að sögn bandarískra veðurfræðinga, skömmu eftir að stærsti jarðskjálftinn í heila öld gekk yfir landið. Meira »

Að minnsta kosti 58 látist

8.9. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir öflugan jarðskjálfta sem mældist 8,1 stig í Mexíkó klukk­an 23.50 að staðar­tíma. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Talið er að að minnsta kosti 50 milljónir manna hafi fundið fyrir skjálftanum. Meira »

Stærsti jarðskjálftinn í tæpa öld

8.9. „Þetta er mjög stór jarðskjálfti. Hann virðist hafa verið stærri en allir skjálftar í Mexíkó í hátt í öld. Sá síðasti sem var svipaður að stærð varð árið 1932,“ segir Vala Hjörleifsdóttir jarðskjálftafræðingur í samtali við mbl.is um jarðskjálftann sem skók Mexíkó í nótt. Meira »

Hefur ekki hætt að grafa

30.9. Það er fátt við útlit Ismael Villegas sem bendir til þess að hann sé í fríi. Hann hefur ekki farið í bað í viku og leggur sig í nokkra tíma á hverjum degi á gólfinu á strippklúbb. Restina af tíma sínum notar hann til að grafa í rústum bygginga sem hrundu í jarðskjálftanum í Mexíkó í síðustu viku. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

23.9. „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

„Það hreyfist allt“

22.9. Tjaldborg hefur nú risið suður af Mexíkóborg þar sem hluti þeirra íbúa, sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum á þriðjudag, hefur komið sér fyrir. Íbúar í Girasoles-íbúðakjarnanum, þar sem mörg hús eru illa farin, fá 20 mínútur hver heima hjá sér til að taka saman nauðsynjar. Meira »

248 látnir í Mexíkó

21.9. Tala látinna í kjölfar jarðskjálftans í Mexíkóborg er kominn upp í 248. Þetta staðfesta mexíkósk yfirvöld en ríkisstjórnin hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og innanríkisráðherra Mexíkó hefur lýst yfir sérstöku neyðarástandi. Meira »

Landsliðskonur Þórs/KA hefja söfnun eftir hamfarirnar

21.9. Mexíkósku landsliðskonurnar sem spila með Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, þær Bianca Sierra og Stephany Mayor, hafa hrundið af stað söfnun til fórnarlamba jarðskjálftans sem varð í heimalandi þeirra í fyrradag. Meira »

„Ég stóð varla í fæturna“

20.9. Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman. Meira »

Mexíkóbúar vanir mannskæðum skjálftum

20.9. Að minnsta kosti 200 eru látnir eftir að 7,1 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó í gær, rúmum þrjátíu árum upp á dag eftir að 10.000 manns létust í öðrum jarðskjálfta. Landið liggur á nokkrum stórum jarðskorpuflekum og landsmenn því vanir mannskæðum jarðhræringum. Meira »

21 barn lést þegar skóli hrundi

20.9. Að minnsta kosti 21 barn lést þegar grunnskóli hrundi í höfuðborg Mexíkó í jarðskjálftanum í gær. Yfir 240 hafa fundist látnir eftir að skjálftann. Meira »

93 látnir eftir skjálftann í Mexíkó

19.9. 93 manns hið minnsta eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Mexíkó í dag. Jarðskjálftinn mæld­ist 7,1 að að því er Reu­ters-frétta­stof­an hef­ur eft­ir banda­rísku jarðfræðistofn­un­inni og hrundi fjöldi bygginga í höfuðborginni er hann reið yfir. Meira »

Fjöldi látinna kominn í 96

11.9. Fleiri lík fundust í dag í kjölfar öflugs jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó fyrir helgi og er fjöldi látinna kominn í 96. Yfirvöld í Mexíkó sögðu í gær að talan væri komin í 90 manns. Þetta kemur fram í frétt AFP en skjálftinn var yfir 8 stig að stærð. Meira »

Björgunarstarf í fullum gangi

9.9. Björgunarstarf er í fullum gangi í Mexíkó, rúmum sólarhringi eftir jarðskjálftann mikla sem reið þar yfir.  Meira »

Heyrðu í sírenum og biðu í dyrum

8.9. Íslendingur sem er búsettur í Mexíkó segist ekki hafa orðið hræddur þegar jarðskjálftinn reið yfir þar í landi.  Meira »

Tala látinna hækkar í Mexíkó

8.9. Að minnsta kosti 27 létu lífið í jarðskjálftanum í Mexíkó í nótt. Skjálftinn sem skók Mexíkó klukkan 23.50 að staðartíma er 8,2 að stærð en búið er að gefa út flóðbylgjuviðvörun fyrir Kyrrahafsströnd Mið-Ameríku og Ekvador. Meira »

Skjálfti upp á rúm 8 stig í Mexíkó

8.9. Jarðskjálfti sem mældist 8 stig reið yfir Suður-Mexíkó í nótt og fannst hann víða, meðal annars í Mexíkóborg. Gefin hefur verið út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans. Fimm eru látnir. Meira »