Trump viðurkennir Jerúsalem

„Þetta er svívirðileg árás“

1.9. Palestínskir ráðamenn fordæma þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að binda enda á fjár­veit­ing­ar til stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir palestínskt flótta­fólk. Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyti Banda­ríkj­anna seg­ir að ástand stofn­un­ar­inn­ar sé svo slæmt að það sé óbæt­an­legt. Meira »

Hætta stuðningi við flóttafólk frá Palestínu

31.8. Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að binda endia á fjárveitingar til stofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínskt flóttafólk. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að ástand stofnunarinnar sé svo slæmt að það sé óbætanlegt. Meira »

Ivanka mætt til Jerúsalem

13.5. Ivanka Trump, dóttir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, og eiginmaður hennar, Jared Kushner, komu til Ísraels í dag. Þau fara fyrir sendinefnd Bandaríkjastjórnar sem verður viðstödd þegar sendiráð Bandaríkjanna verður opnað í Jerúsalem á morgun. Meira »

Hugsanlega viðstaddur opnun sendiráðsins

5.3. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hugsanlega ætla að vera viðstaddur opnun umdeilds nýs sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem í maí næstkomandi. Forsetinn viðurkenndi í desember á síðasta ári Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael, en ákvörðunin var fordæmd af alþjóðasamfélaginu Meira »

Bandaríkin draga úr neyðaraðstoð innan SÞ

16.1.2018 Bandarísk stjórnvöld ætla að halda eftir meira en helmingi þess fjármagns sem ríkið ætlaði upphaflega að láta renna til neyðaraðstoðar fyrir palestínska flóttamenn. Meira »

Trump hótar að stöðva aðstoð

3.1.2018 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hótar því að stöðva neyðaraðstoð til Palestínumanna en hún nemur ríflega 300 milljónum Bandaríkjadala á ári. Hann viðurkennir að friðarferlið í Miðausturlöndum sé í uppnámi. Palestínumenn neita að láta múta sér. Meira »

Skerða framlög til Sþ um 258 milljónir

26.12.2017 Bandarísk stjórnvöld ætla að skerða fjárframlög sín til Sameinuðu þjóðanna um 285 milljónir dollara að því er greint er frá á vef Guardian, en Bandaríkin leggja til um 22% af árlegum fjárframlögum Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Jól í skugga ákvörðunar Trumps

24.12.2017 Mikil spenna er í loftinu í Betlehem á sama tíma og jólahátíðin gengur í garð. Miklu færri ferðamenn eru þar í ár í kjölfar ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Meira »

„Höldum áfram að hvetja til stillingar“

21.12.2017 „Afstaða Íslands hefur verið mjög skýr, við styðjum þessa tveggja ríkja lausn þar sem staða Jerúsalems verður á endanum leyst með samningum á milli Ísraela og Palestínumanna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Meira »

Trump eyðilagði fögnuð jólanna

20.12.2017 Erkibiskupinn Pierbattista Pizzaballa, æðsti fulltrúi kaþólsku kirkjunnar í Jerúsalem, segir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa borgina höfuðborg Ísrael, hafa eyðilagt gleði jólanna og leitt til þess að hundruð manns hafi aflýst ferðum sínum til Jerúsalem. Meira »

Allsherjarþing SÞ boðar til neyðarfundar

20.12.2017 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna mun koma saman á fimmtudag á neyðarfundi. Á dagskrá fundarins er atkvæðagreiðsla um drög að ályktun gegn ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Meira »

Bandaríkin beittu neitunarvaldi

18.12.2017 Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag þegar greidd voru atkvæði um samþykkt þar sem ákvörðun Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels er synjað. Í tillögunni segir að yfirlýsing Bandaríkjastjórnar hafi ekkert lagalegt gildi og að fella verði hana úr gildi. Meira »

Sjálfsvígsmaður skotinn af lögreglu

15.12.2017 Palestínumaður, íklæddur sprengjuvesti, lést í dag eftir að ísraelska lögreglan skaut hann til bana er hann stakk einn landamæravörð í mótmælum við landamæri Palestínu og Ísraels á Vesturbakkanum. Meira »

Vilja að þjóðir heims viðurkenni Palestínu

13.12.2017 Leiðtogar 57 múslimaríkja hafa biðlað til þjóða heimsins að viðurkenna „Palestínu sem sjálfstætt ríki og austurhluta Jerúsalem sem höfuðborg þess.“ Í yfirlýsingu frá samtökum íslamskra ríkja (OIC) segir að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels sé marklaus og ógild. Meira »

Viðurkenning eykur möguleika á friði

11.12.2017 Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að með því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg landsins sé möguleiki á að friður náist á svæðinu. Meira »

Átök við bandaríska sendiráðið í Líbanon

10.12.2017 Átök brutust út við bandaríska sendiráðið í Líbanon í dag í tengslum við ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Meira »

Segja ákvörðun Trumps skapa glundroða

10.12.2017 Utanríkisráðherrar 22 Arabaríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Bandaríkin afturkalli viðurkenningu sína á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Í yfirlýsingunni er alþjóðasamfélagið einnig hvatt til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Meira »

Sakar ESB um heigulshátt

10.12.2017 Forseti Tékklands, Milos Zeman, sakaði Evrópusambandið í gær um heigulshátt vegna viðbragða sambandsins við ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Meira »

Mótmælt þriðja daginn í röð

9.12.2017 Palestínumenn mótmæltu þriðja daginn í röð á Vesturbakkanum í dag. Mótmælin snúa að ákvörðun Don­alds Trumps Bandaríkjafor­seta að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els. Meira »

Tíu særðir í loftárás á Gaza

8.12.2017 Tíu eru særðir eftir loftárás Ísraela á Gazaströndinni. Flugvél á vegum Ísraela var beint að herstöð Hamas á svæðinu. Árásins er svar við flugskeytaárásum Palestínumanna fyrr í dag, að sögn fulltrúa hjá ísraelska hernum. Meira »

„Breytingar eru erfiðar“

8.12.2017 Bandarísk stjórnvöld styðja sem fyrr tilraunir til þess að tryggja friðsamlega sambúð Ísraela og Palestínumanna. Þetta sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, í umræðum í öryggisráði SÞ í dag. Meira »

Einn látinn eftir átök á Gaza

8.12.2017 Ísraelsher skaut Palestínumann til bana í dag, en að sögn heilbrigðisráðuneytis Palestínu er maðurinn sá fyrsti sem drepinn hefur verið í átökum sem komið hefur til eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Meira »

Lögregla beitti táragasi og gúmmíkúlum

8.12.2017 Palestínumönnum lenti saman við vopnaða ísraelska lögreglumenn í Jerúsalem í dag. Palestínumenn höfðu boðað mótmæli eftir föstudagsbænir í kjölfar ákvörðunar Don­ald Trump Bandaríkjaforseta að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­el. Meira »

Viðbúnaður í Jerúsalem

8.12.2017 Stjórnvöld í Ísrael hafa bætt við hundruðum lögreglumanna á vakt í dag í kjölfar fregna um mótmæli Palestínumanna eftir föstudagsbænir í dag. Meira »

Vona að áhyggjurnar reynist óþarfar

7.12.2017 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra Íslands hefur rætt yfirlýsingu Donald Trumps Bandaríkjaforseta, sem í gær viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, við utanríkisráðherra Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Meira »

Hefur engin áhrif á flug WOW air til Ísraels

7.12.2017 Sú ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels hefur ekki haft nein áhrif á bókanir WOW air til Ísraels. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, en flugfélagið bætti Tel Aviv, höfuðborg Ísraels, á lista áfangastaða sinna nú í haust. Meira »

Leiðir til enn „myrkari tíma"

7.12.2017 Sú ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels kann að senda svæðið aftur til „myrkari tíma“ segir Federica Mogherini, sem fer með utanríkis- og öryggismál hjá Evrópusambandinu. Meira »

Fjölga hersveitum á Vesturbakkanum

7.12.2017 Ísraelski herinn greindi frá því í dag að fjölgað verði í hersveitum á Vesturbakkanum í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að Bandaríkin viðurkenni nú Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Meira »

Heimurinn fordæmir Trump

7.12.2017 Bandamenn Bandaríkjanna eru framarlega í flokki þeirra sem fordæma ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, er hins vegar ánægður og segir nafn Trumps komið á spjöld sögu borgarinnar. Meira »

„Koss dauðans“ fyrir frið?

7.12.2017 Allar líkur eru á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til aukafundar á morgun eftir að átta ríki af 15 aðildarríkjum ráðsins óskuðu eftir fundi til að ræða ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna formlega Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. Meira »