Venesúela

Trump: Maduro er að gera mikil mistök

13.2. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikil mistök af hálfu Nicolas Maduro, forseta Venesúela, að hindra að neyðaraðstoð frá Bandaríkjunum komist í hendur almennings í Venesúela. Meira »

Reyndu að koma fé frá Venesúela

13.2. Yfirvöld í Búlgaríu og Bandaríkjunum hafa stöðvað það sem þau telja ráðabrugg til að flytja peninga með ólögmætum hætti frá Venesúela. Viðskiptabönn ríkja gagnvart Venesúela vegna ólgunnar þar í landi. Meira »

Hjálpargögnin komi með sjálfboðaliðum

13.2. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela sem jafnframt hefur skipað sjálfan sig forseta landsins til bráðabirgða, hét því á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær að sjá til þess að hjálpargögn komist til landsins. Meira »

Segir Ku Klux Klan í Hvíta húsinu

12.2. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sakaði í viðtali við BBC ríkisstjórn Bandaríkjanna og Donald Trump um að vera „öfgahóp“ og um að hafa orsakað ástandið í landinu. „Þeir eru með stríðsáróður í þeim tilgangi að taka yfir landið okkar,“ sagði Maduro. Meira »

Vonsvikin með afstöðu Íslands

12.2. Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir þá ákvörðun ríkja í Norður-Ameríku og Evrópu að viðurkenna ekki umboð ríkisstjórnar Venesúela. Hún lýsir yfir sérstökum vonbrigðum með afstöðu íslenskra stjórnvalda og varar við hernaðaríhlutun í landinu. Meira »

BNA í viðræðum við herinn í Venesúela

9.2. Ríkisstjórn Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að fleiri innan hersins í Venesúela hætti að styðja Nicolas Maduro forseta þrátt fyrir að fáir hafi gert slíkt frá því að þingið lýsti Juan Guaidó forseta landsins í síðasta mánuði, samkvæmt heimildum Reuters. Meira »

„Tilbúinn og viljugur að fara í stríð“

8.2. Tugir svo nefndra colectivos hópa eru starfandi í Venesúela og líta á sig sem verndara uppreisnar Hugo Chávez. Þeir hafa líka heitið því að verja arftaka hans, Nicolás Maduro, forseta landsins í þeim erfiðleikum sem hann stendur nú frammi fyrir. Subero fer fyrir einum slíkum hópi. Meira »

Hjálpargögn enn föst við landamærin

8.2. Fyrstu flutningabílarnir hlaðnir hjálpargögnum frá Bandaríkjunum komu að landamærum Venesúela í gærkvöldi. Bílarnir eru hins vegar fastir í kólumbísku landamæraborginni Cúcuta. Meira »

Tólf tíma í röð fyrir hrísgrjónapoka

7.2. „Meginvandamálið var öryggisástandið og há glæpatíðni. Á þessum tíma var dóttir mín eins árs. Allt frá aldamótum hafði verið gríðarleg aukning í tíðni mannrána og ég óttaðist að lenda í því að einhverjum úr fjölskyldunni yrði rænt,“ segir Maikol Genovese í samtali við mbl.is. Meira »

„Fólk er að deyja eins og flugur“

6.2. „Ég væri hræddur ef þú ætlaðir ekki að skrifa þetta á íslensku,“ segir Juan E. Martínez Badillo, kvikmyndagerðarmaður í Venesúela og fyrrverandi nemandi við Menntaskólann á Egilsstöðum, í ítarlegu viðtali við mbl.is um lífið í landinu, skoðun sína á stjórnvöldum og afskiptum annarra ríkja. Meira »

Loka á komu hjálpargagna til Venesúela

6.2. Hermenn í Venesúela hafa lokað aðkomu að brú á landamærum Venesúela og Kólumbíu til að fyrirbyggja að hjálpargögn berist til landsins. Meira »

Venesúela: Hver styður hvorn?

4.2. Fjöldi Evrópuríkja, þeirra á meðal Ísland, hefur í dag lýst yfir stuðningi við venesúelska stjórnarandstöðuleiðtogann Juan Guaidó en ESB-ríki gáfu Nicolas Maduro, forseta Venesúela, frest til gærkvölds til að boða til nýrra forsetakosninga. Meira »

Íslensk stjórnvöld styðja Guaidó

4.2. Íslensk stjórnvöld styðja Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela, sem forseta landsins, þar til boðað hefur verið til frjálsra kosninga. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Kanada veitir aðstoð til Venesúela

4.2. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, kynnti í dag áform kanadískra stjórnvalda um að leggja til 53 milljónir Kanadadollara í mannúðaraðstoð til Venesúela. Meira »

Rússar fordæma afskipti ESB-ríkja

4.2. Stjórnvöld í Rússlandi fordæmdu í dag það sem þau segja vera afskipti nokkurra Evrópuríkja af innanlandsmálum Venesúela. Spánn og Bret­land bættust í morgun í hóp þeirra þjóða sem viður­kenna Juan Guaidó sem for­seta Venesúela. Meira »

Spánn og Bretland styðja Guaidó

4.2. Spánn og Bretland hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem viðurkenna Juan Guaidó sem forseta Venesúela. Fyrir hafa sjö önnur ríki Evrópusambandsins viðurkennt Guaidó sem forseta auk Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og nokkurra ríkja Suður-Ameríku. Meira »

Útilokar ekki borgarastyrjöld

4.2. Forseti Venesúela, Nicolás Maduro, segir að hann geti ekki útilokað möguleikann á að borgarastyrjöld brjótist út. Þetta segir hann á sama tíma og þrýstingur á afsögn hans eykst. Meira »

Tugþúsundir krefjast afsagnar Maduro

2.2. Juan Guaido, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Venesúela, hef­ur hvatt til frekari mót­mæla en tugir þúsunda stuðningsmanna hans hafa staðið fyrir mótmælum víða um landið í dag. Nicoals Maduro forseti landsins neitar enn að efna til nýrra forsetakosninga. Meira »

Hershöfðingi snýr baki við Maduro

2.2. Francisco Yanez, yfirmaður flughersins í Venesúela, hefur snúið baki við Nicolás Maduro forseta landsins og segir að Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstæðunnar, sé réttmætur forseti. Þetta þykja nokkur tíðindi, enda hefur Maduro notið stuðnings æðstu yfirmanna innan hersins. Meira »

Segir fjölskyldu sinni hótað

31.1. Juan Guaidó, sem lýst hefur sjálfan sig réttmætan forseta Venesúela, sagði í dag að öryggissveitir lögreglu hefðu komið á heimili hans í leit að eiginkonu hans. Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Meira »

Maduro styður þingkosningar

30.1. Forseti Venesúela, Nicolás Maduro, segir að hann muni styðja tillögu um að boða til snemmbúinna þingkosninga. Þetta kemur fram í máli forsetans í viðtali við rússneska ríkissjónvarpið. Meira »

Bandaríkin setja refsitolla á Venesúela

28.1. Bandarísk stjórnvöld ætla að setja refsitolla á venesúelska olíufyrirtækið PDVSA, sem rekið er af ríkinu. Frá þessu greindi John Bolton, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Banda­ríkj­anna, í kvöld. Meira »

Páfi óttast blóðbað í Venesúela

28.1. Frans páfi sagði í dag að hann óttaðist að stjórnmálaátök í Venesúela hefðu í för með sér „blóðbað“ í ríkinu. „Hvað hræðist ég? Blóðbað,“ sagði páfinn við blaðamenn um borð í einkaflugvél sinni, áður en hann hélt leiðar sinnar frá Mið-Ameríkuríkinu Panama til Vatíkansins. Meira »

Hvetur til frekari mótmæla

28.1. Juan Guaido, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, hefur hvatt til mótmæla næsta miðvikudag og næsta sunnudag. Annars vegar til þess „að krefjast þess að herinn taki sér stöðu með fólkinu“ og hins vegar til þess að lýsa yfir stuðningi við kröfur frá ýmsum ríkjum í Evrópu um að nýjar þingkosningar fari fram innan viku. Meira »

Bolton varar við hótunum

27.1. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hefur varað við „umtalsverðum afleiðingum“ ef bandarískum erindrekum eða leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela verður hótað eða þeim ógnað á einhvern hátt. Meira »

„Enginn setur okkur afarkosti“

27.1. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hafnaði í dag kröfum Evrópuríkja sem fóru fram á að hann boðaði til nýrra kosninga í landinu innan átta daga. Þetta sagði Maduro í samtali við fréttastöðina CNN í Tyrklandi. Meira »

Herforingi snýr baki við Maduro

27.1. José Luis Silva, hátt settur yfirmaður hersins í Venesúela, hefur snúið baki við Nicolás Maduro, forseta landsins, og lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem réttmætan forseta Venesúela. Meira »

„Ástandið er óþolandi“

26.1. Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld munu gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að vilji venesúelsku þjóðarinnar nái fram að ganga og útilokar ekki að viðskiptasambandi Íslands við ríkisstjórn Nicolas Maduro verði slitið. Meira »

ESB krefst kosninga í Venesúela

26.1. Evrópusambandið mun „grípa til frekari ráðstafana“ ef nýjar kosningar verða ekki haldnar í Venesúela á næstu dögum. Þetta segir Federica Mogherini, utanríkismálastjóri hjá ESB. Meira »

Pompeo: Ekki láta reyna á Bandaríkin

26.1. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varar Nicolas Maduro við því að taka ákvarðanir sem skilja bandaríska sendiráðið í Venesúela eftir berskjaldað. Meira »