Venesúela

Frekari þvinganir yrðu reiðarslag

28.5. Ekki er útlit fyrir að hagur Venesúelamanna vænkist í bráð. ESB, Bandaríkin og nokkur ríki í Suður- og Mið-Ameríku eru að undirbúa frekari viðskiptaþvinganir sem m.a. beinast að olíugeiranum. Slíkt yrði reiðarslag fyrir efnahag landsins. Meira »

Maduro fagnar sigri

21.5. Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, fór með sigur af hólmi í forsetakosningum í landinu í gær. Úrslitin komu ekki á óvart þar sem andstæðingar hans báðu fólk um að sniðganga kosningarnar og krefjast nýrra kosninga síðar á árinu. Meira »

Segja kosningarnar marklausar

20.5. Bandarísk stjórnvöld segja forsetakosningarnar sem fram fara í Venesúela í dag marklausar og hafna framboði Nicolas Maduro, núverandi forseta, sem leitast eftir endurkjöri á ólgutímum í landinu. Meira »

Maduro fullur sjálfstrausts

20.5. Fyrir ári hefðu fáir getað ímyndað sér að forseti hins efnahagslega hrjáða lands Venesúela myndi halda völdum annað kjörtímabil. Nú þykir hins vegar líklegt að Nicoals Maduro verði endurkjörinn í kosningunum sem fram fara í dag. Meira »

Venesúela á heljarþröm

14.5. Hvers vegna er Venesúela, sem eitt sinn var auðugasta ríki rómönsku Ameríku, nú á heljarþröm efnahagslega? Næsta sunnudag fara fram forsetakosningar í landinu þar sem verðbólgan er 13.800% og lágmarkslaun duga fyrir hálfu kílói af kjöti. Meira »

„Mér þykir það leitt elskan“

8.3. Á hverjum degi flýja þúsundir Venesúelamanna land sitt. Um 250 þúsund hafa flúið til nágrannalandsins Kólumbíu síðan í ágúst. Þangað koma nú um 3.000 flóttamenn á hverjum degi. Fólksflóttinn er einn sá mesti sem um getur í sögu Rómönsku-Ameríku. Meira »

Líffæraþegar í ótta vegna lyfjaskorts

20.2. Yasmiru Castano fannst hún öðlast nýtt tækifæri í lífinu þegar hún fékk grætt í sig nýtt nýra fyrir tæpum 20 árum. Í kjölfarið gat hún lokið menntaskólanámi og fengið vinnu sem handsnyrtir. Vegna lyfjaskorts lifa margir líffæraþegar í Venesúela nú við stöðugan ótta. Meira »

Glæpadómstóll skoðar fíkniefnastríð Dutertes

8.2. Alþjóða glæpadómstóllinn í Haag ætlar að hefja bráðabirgðarannsókn á meintum glæpum sem framdir hafa verið í tengslum við fíkniefnastríð stjórnvalda á Filippseyjaum. Þá mun dómstóllinn einnig taka til skoðunar valdbeitingu yfirvalda í Venesúela í mótmælum í landinu. Meira »

Íhuga viðskiptabann á olíu

4.2. Bandarísk stjórnvöld útiloka ekki að sett verði á viðskiptabann á olíu frá Venesúela til að beita forseta landsins, Nicolas Maduro, enn meiri þrýstingi. Óttast er þó að viðskiptabannið myndi bitna harkalega á óbreyttum borgurum. Meira »

„Auðmjúkur þjónn fólksins“

23.1. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segist vera tilbúinn að bjóða sig fram í annað sinn ef hann verði tilnefndur sem forsetaframbjóðandi flokksins síns, Sósíalistaflokksins, fyrir komandi forsetakosningar í landinu. Meira »

Myrtur eftir níu klukkustunda umsátur

16.1. Þyrluflugmaður og fyrrverandi lögreglumaður var myrtur eftir níu klukkustunda langt umsátur í nágrenni höfuðborgar Venesúela í gær. Meira »

Sleppa föngum vegna jólanna

24.12. Yfirvöld í Venesúela hafa ákveðið að sleppa um 80 föngum sem handteknir voru í mótmælum gegn Nicolas Maduro, forseta landsins og sósíalistastjórn hans. Delcy Rodriguez, sem stýrir nefndinni sem rannsakar mótmælin, sagði jólin vera tíma sátta þegar hún tilkynnti um að föngum yrði sleppt. Meira »

Stjórnarandstaðan útilokuð í Venesúela

11.12. Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningum sem fram fara á næsta ári. Aðeins þeir flokkar sem tóku þátt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í gær mega taka þátt. Meira »

Stjórnarandstöðuflokkar sniðganga kosningar

30.10. Þrír stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir í Venesúela munu ekki bjóða fram í komandi kosningum í landinu í desember. Ástæðan er sú að kosningarnar munu ekki vera gagnsæjar, að sögn talsmanna flokkanna. Meira »

Börnin líða fyrir matarskortinn

7.10. Hinn 8 ára gamli Jeremias og systir hans Victoria, voru á leið í rúmið þegar gashylkjum var skotið inn um eldhúsgluggann á íbúð fjölskyldunnar. Þeir sem skutu gashylkinu inn um gluggann voru hermenn í leit að stjórnarandstæðingum sem höfðu tekið þátt í mótmælum gegn Nicolas Maduro forseta landsins. Meira »

Frans páfi bað fyrir Venesúela

10.9. Frans páfi bað fyrir friðsamlegri lausn vegna hins „grafalvarleg ástands“ í Venesúela þar sem tugir hafa látist vegna mikils óróa í efnahags- og stjórnmálum landsins. Meira »

Maduro mætir á mannréttindaþing SÞ

4.9. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, mætir fyrir mannréttindaþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku sem fer fram í Genf í Sviss. Maduro hefur verið sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu. Ekki er reiknað með að virk skoðanaskipti munu fara fram þegar hann tjáir sig, að sögn talsmanns SÞ. Meira »

Þvertaka fyrir einræði í Venesúela

30.8. Forseti Frakklands sakar Nicolas Maduro, forseta Venesúela, um að hafa skapað „einræðisríki“ í landinu í ræðu sem hann hélt í gær. Ræðan er sögð vera mesti áfellisdómur sem evrópskur þjóðarleiðtogi hefur látið falla um Venesúela. Yfirvöld þvertaka fyrir ásakanirnar og saka Macron um að „skipta sér af“. Meira »

Ortega segir líf sitt í hættu

23.8. Luisa Ortega, fyrrverandi dómsmálaráðherra Venesúela, sem flúði nýlega land og hefur fengið hæli í Kólumbíu, segist hafa fjölda sannana um spillingu Nicolasar Maduros, forseta landsins. Ortega, sem flúði frá Venesúela til Brasilíu á föstudag, segir líf sitt enn vera í hættu. Meira »

Ortega boðið hæli í Kólumbíu

21.8. Stjórnvöld í Kólumbíu ætla að bjóða Luisu Ortega, sem var rekin sem ríkissaksóknari Venesúela, hæli í landinu ef hún óskar eftir því. Meira »

Stela dýragarðsdýrum til matar

17.8. Soltnir og örvæntingarfullir íbúar Venesúela hafa neyðst til að stela dýrum úr dýragörðum til að seðja sárasta hungrið. Lögeglan rannsakar nú grunsemdir um að dýrum hafi meðal annars verið rænt úr dýragarði í Zulia í vesturhluta landsins. Meira »

„Bera vott um brjálæði og ofstæki“

12.8. Vladimir Padrino, varnarmálaráðherra Venesúela, hefur vísað ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um mögulega hernaðaríhlutun í landinu til föðurhúsanna. Hann segir þau „bera vott um brjálæði og ofstæki“. Meira »

Trump íhugar hernað í Venesúela

11.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú íhuga hernaðaríhlutun vegna aukins hættuástands í Venesúela. Hann segir ástandið í landinu vera „mjög hættulega óreiðu.“ Meira »

Bandaríkin beita refsiaðgerðum

9.8. Bandaríkin hafa beitt átta stjórnmálamenn frá Venesúela refsiaðgerðum vegna aðildar þeirra að umdeildu stjórnlagaþingi sem er hliðhollt forsetanum Nicolas Maduro. Meira »

Olían tryggir stuðning stórvelda

9.8. Ríkisstjórn Nicolas Maduro í Venesúela verður sífellt einangraðri í alþjóðasamfélaginu en nýtur þó enn stuðnings valdamikilla ríkja á borð við Rússland og Kína. Slíkt gerir Sameinuðu þjóðunum erfiðara fyrir að beita stjórnina þrýstingi. Meira »

Tveir látnir eftir árás á herstöð

6.8. Tveir árásarmenn voru drepnir og 10 voru teknir höndum í dag eftir árás á herstöð í Venesúela. Þetta staðfesti Nicolas Maduro forseti í ríkissjónvarpi landsins. Meira »

Umsátur um skrifstofur ríkissaksóknara

5.8. Öryggissveitir í Venesúela hafa umkringt skrifstofur ríkissaksóknara í höfuðborginni Caracas. Yfirsaksóknari segir að um umsátursástand sé að ræða. Í gær kom saman stjórnlagaþing í Caracas. Meira »

Aðrar þjóðir skipti sér ekki af

4.8. Umdeilt stjórnlagaþing er komið saman í Venesúela, þrátt fyrir mikil mótmæli í landinu í framhaldi af kosningum til þingsins sem fram fóru síðasta sunnudag. Meira »

Vill stjórna án takmarkana

4.8. „Þetta snýst ekki aðeins um að breyta stjónarskránni, þetta snýst um að stjórna án allra takmarkana,“ segir Benigno Alarcon um ástandið í Venesúela. Allt er á suðupunkti og í dag hefur verið boðað til fjöldamótmæla sem óttast er að fari úr böndunum. Meira »

Skiptar skoðanir um kosningaþátttöku

3.8. Fyrirtækið sem útvegaði kosningavélarnar sem notaðar voru í umdeildum kosningum til stjórnlagaþings sem fram fóru í Venesúela á sunnudag, segir að átt hafi verið tölur yfir kosningaþátttöku. Meira »