Ecclestone leiðist ekki vandræði Ferrari

Rubens Barrichello hjá Ferrari á ferð í Sepang.
Rubens Barrichello hjá Ferrari á ferð í Sepang. ap

„Þetta er ekki slæmt,“ er haft eftir alráðnum Bernie Ecclestone er Fernando Alonso ók á mark sem sigurvegari kappakstursins í Sepang í Malasíu. Að annarri pólitík í íþróttinni slepptri er hann sagður ánægður með ófarir Ferrariliðsins.

Ecclestone var brosandi út að eyrum er Renaultbíllinn krusaði á mark en hann segir það til marks um ágæti breytinga á tímatökum og keppnisreglum. Einnig leiði breytingarnar og óvenjuleg úrslit til aukins áhuga á íþróttinni í kjölfar drottnunar Ferrari.

Hann varaði við breytingum á tímatökunum í bráð eins og kröfur hafa þegar komið fram um frá bæði ökuþórum og liðsstjórum.

Ecclestone sagði að sér virtist sem helstu keppinautar Ferrari hefði loks tekist að stilla strengi sína nógu vel til að ógna heimsmeisturum Ferrari. Og þótt Alonso hafi drottnað í Sepang í gær kvaðst hann myndu njóta þess að sjá liðsfélaga hans Giancarlo Fisichella kljást við ökuþóra Ferrari um heimsmeistaratitil ökuþóra.

„Ítaly heggur Ferrari, ímyndið ykkur slíkar fyrirsagnir. Frábært,“ sagði Ecclestone iðandi í skinninu um þá draumsýn sína að Fisichella hreppi ökuþóratignina frá Schumacher.

mbl.is