Newcastle fékk risaskell

Leikmenn úrvalsliðs A-deildar Ástralíu fagna einu af átta mörkum sínum …
Leikmenn úrvalsliðs A-deildar Ástralíu fagna einu af átta mörkum sínum í nótt. AFP/Martin Keep

Karlalið enska knattspyrnufélagsins Newcastle United er um þessar mundir statt í Ástralíu þar sem liðið hefur verið að spila vináttuleiki, örskömmu eftir að tímabilinu lauk formlega.

Newcastle gerði 1:1 jafntefli við Tottenham Hotspur, sem er í Ástralíu í sömu erindagjörðum, á dögunum og mætti svo úrvalsliði áströlsku A-deildarinnar í nótt.

Þar steinlá enska liðið, 8:0. Svo fyllstu sanngirni sé gætt stillti Newcastle upp algjöru varaliði þar sem mjög ungir leikmenn fengu að spreyta sig, margir hverjir í fyrsta skipti.

Lið Newcastle var einungis skipað ungum leikmönnum.
Lið Newcastle var einungis skipað ungum leikmönnum. AFP/Martin Keep
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert