HM í dag: Lið Englands

Harry Kane er næstmarkahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi og …
Harry Kane er næstmarkahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi og er tveimur mörkum á eftir methafanum Wayne Rooney þegar flautað er til leiks á HM. AFP/Glyn Kirk

Englendingar eru mættir á sitt sextánda heimsmeistaramót karla í knattspyrnu.

Englendingar sigruðu Íran 6:2 í fyrstu umferðinni og gerðu 0:0 jafntefli við Bandaríkin í annarri umferð. Þeir unnu loks Wales 3:0 í lokaumferð B-riðilsins. Í 16-liða úrslitum vann England sigur á Senegal, 3:0.

England er í dag í 5. sæti á heimslista FIFA, í þriðja sæti af Evrópuþjóðum, og varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið til þessa árið 1966. Þar fyrir utan er fjórða sætið árin 1990 og 2018 besti árangur Englendinga á HM en þeir hafa sex sinnum fallið úr keppni í átta liða úrslitum.

England komst á HM 2022 með því að vinna yfirburðasigur í sínum riðli. England vann átta leiki og gerði tvö jafntefli gegn Póllandi, Albaníu, Ungverjalandi, Andorra og San Marínó og skoraði 39 mörk gegn þremur.

Fyrirliðinn Harry Kane er fremstur í flokki hjá öflugu liði Englands sem fékk silfrið á síðasta Evrópumóti en hann er næstmarkahæstur í sögu enska landsliðsins með 51 mark í 75 landsleikjum. Allir leikmenn liðsins nema einn spila í ensku úrvalsdeildinni og sóknarmenn á borð við Raheem Sterling, Marcus Rashford og Phil Foden geta hæglega sett mark sitt á keppnina.

Gareth Southgate ræðir við sína leikmenn í síðasta leik enska …
Gareth Southgate ræðir við sína leikmenn í síðasta leik enska liðsins fyrir HM sem var 3:3-jafntefli gegn Þýskalandi í september. AFP/Ben Stansall

England lék tvo leiki í Þjóðadeildinni í september og enga vináttuleiki eftir það. Englendingar töpuðu þá 1:0 fyrir Ítölum í Mílanó og gerðu 3:3-jafntefli við Þjóðverja á Wembley. Enska liðið hefur ekki unnið í síðustu sex leikjum sínum fyrir þetta heimsmeistaramót.

Gareth Southgate hefur þjálfað enska landsliðið frá því í september 2016 og fór með það í úrslitaleik EM sumarið 2021. Southgate er 52 ára og lék sjálfur 57 landsleiki fyrir England. Hann stýrði liði Middlesbrough en var þjálfari enska 21-árs landsliðsins í þrjú ár áður en hann tók við A-landsliðinu.

LIÐ ENGLANDS:

Markverðir:
1 Jordan Pickford, 28 ára, Everton, 45 leikir
13 Nick Pope, 30 ára, Newcastle, 10 leikir
23 Aaron Ramsdale, 24 ára, Arsenal, 3 leikir

Varnarmenn:
2 Kyle Walker, 32 ára, Manchester City, 70 leikir
3 Luke Shaw, 27 ára, Manchester United, 23 leikir, 3 mörk
5 John Stones, 28 ára, Manchester City, 59 leikir, 3 mörk
6 Harry Maguire, 29 ára, Manchester United, 48 leikir, 7 mörk
12 Kieran Trippier, 32 ára, Newcastle, 37 leikir, 1 mark
15 Eric Dier, 28 ára, Tottenham, 47 leikir, 3 mörk
16 Conor Coady, 29 ára, Everton, 10 leikir, 1 mark
18 Trent Alexander-Arnold, 24 ára, Liverpool, 17 leikir, 1 mark
21 Ben White, 25 ára, Arsenal, 4 leikir

Miðjumenn:
4 Declan Rice, 23 ára, West Ham, 34 leikir, 2 mörk
8 Jordan Henderson, 32 ára, Liverpool, 70 leikir, 2 mörk
14 Kalvin Phillips, 26 ára, Manchester City, 23 leikir
19 Mason Mount, 23 ára, Chelsea, 32 leikir, 5 mörk
22 Jude Bellingham, 19 ára, Dortmund (Þýskalandi), 17 leikir
26 Conor Callagher, 22 ára, Chelsea, 4 leikir

Sóknarmenn:
7 Jack Grealish, 27 ára, Manchester City, 24 leikir, 1 mark
9 Harry Kane, 29 ára, Tottenham, 75 leikir, 51 mark
10 Raheem Sterling, 27 ára, Chelsea, 79 leikir, 19 mörk
11 Marcus Rashford, 25 ára, Manchester United, 48 leikir, 12 mörk
17 Bukayo Saka, 21 árs, Arsenal, 20 leikir, 4 mörk
20 Phil Foden, 22 ára, Manchester City, 18 leikir, 2 mörk
24 Callum Wilson, 30 ára, Newcastle, 4 leikir, 1 mark
25 James Maddison, 25 ára, Leicester, 1 leikur

mbl.is