Tryggvi Þór hverfur frá borði hjá hótelkeðjunni

Dr. Tryggvi Þór Herbertsson hefur haft umsjón með ýmsum verkefnum …
Dr. Tryggvi Þór Herbertsson hefur haft umsjón með ýmsum verkefnum fyrir hönd Vincent Tan. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ný stjórn Flugleiðahótela, sem á og rekur hótelkeðjuna Berjaya Iceland Hotels, hefur verið skipuð. Hótelkeðjan bar þar til nýlega nafnið Icelandair Hotels en skipti um nafn í kjölfar þess að Icelandair Group seldi eftirstæðan hlut sinn í keðjunni til meirihlutaeigandans, hin malasíska Berjaya-fjárfestingarfélags.

Athygli vekur að Tryggvi Þór Herbertsson víkur úr stjórninni en hann hefur gegnt stjórnarformennsku í félaginu og verið eins konar fulltrúi Berjaya í viðskiptunum með hótelkeðjuna. Inn í stjórnina kemur í hans stað Haukur Óskarsson ráðgjafi. Nýr stjórnarformaður er Chryseis Tan Sheik Ling.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK