Engum bætt við á heiðurslistamannalaun

Alþingi | 22. desember 2021

Engum bætt við á heiðurslistamannalaun

Engum verður bætt við á lista Alþingis yfir þá sem hljóta heiðurslistamannalaun í ár þrátt fyrir að tveir af listanum hafi fallið frá á árinu. Þetta var ákveðið á fundi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun. 

Engum bætt við á heiðurslistamannalaun

Alþingi | 22. desember 2021

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. mbl.is/Arnþór

Engum verður bætt við á lista Alþingis yfir þá sem hljóta heiðurslistamannalaun í ár þrátt fyrir að tveir af listanum hafi fallið frá á árinu. Þetta var ákveðið á fundi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun. 

Engum verður bætt við á lista Alþingis yfir þá sem hljóta heiðurslistamannalaun í ár þrátt fyrir að tveir af listanum hafi fallið frá á árinu. Þetta var ákveðið á fundi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun. 

Bryndís Haraldsdóttir, formaður nefndarinnar, segir í samtali við mbl.is að breytingar á lögum um heiðurslistamannalausn verði ræddar strax á nýju ári. 

„Heiðurslistamannalaun koma beint frá þinginu og fyrir þeim er aldargömul hefð. Núna er unnið eftir lögum frá árinu 2012. Þau heimila að veita tuttugu og fimm listamönnum heiðurslaun að hverju sinni,“ segir Bryndís. 

Hafa borist ábendingar vegna Megasar

Hún bætir því við að allir nefndarmenn í Allsherjar- og menntamálanefnd séu nýir og að fást við þetta verkefni í fyrsta skipti. Flestir í nefndinni séu sammála um að uppfæra þurfi lögin og það sé sömuleiðis hennar niðurstaða. 

Bryndís staðfestir að ábendingar hafi borist nefndinni „í báðar áttir“ varðandi veru tónlistarmannsins Megasar á listanum. Það er að bæði hafi borist ábendingar um að hann eigi heiðursnafnbótina ekki skilið vegna ásakanna um kynferðisofbeldi en sömuleiðis hafi ábendingar borist þess efnis að svipta hann nafnbótinni sé út úr kortinu. 

Bryndís segir nefndina ekki telja sig hafa heimild í lögum til að fjarlægja neinn af listanum yfir heiðurslistamenn.

Lærum af #metoo

Sjálf segir Bryndís að læra þurfi á #metoo byltingunni og nauðsynlega að þegar Alþingi Íslendinga ákveði að heiðra ákveðna listamann verði í framtíðinni horft til fleiri þátta en eingöngu framgöngu viðkomandi einstaklinga á listasviðinu. 

Bryndís segir að rætt hafi verið í nefndinni að einhverskonar ákvæði þurfi að vera í lögunum um heiðurslistamannalaun sem opni á þann möguleika að hægt sé að svipta fólki laununum.

Hallar á konur

Bryndís segir að lögin séu skýr um nokkur atriði; að heiðurslauna njóti listamaður til æviloka, að horft skuli til beggja kynja og mismunandi listgreina. „Þó er það svo að það hallar á konur á listanum og fulltrúar ýmissa lista telja að það halli á sína listgrein,“ segir Bryndís. 

Aðrar breytingar sem gera þarf á löggjöfinni er ferlið við úthlutun launanna. Lögin tali ekki við lög um opinber fjármál og hafa hingað til verið afgreidd með þeim hætti að listi yfir listamenn sem launin hljóta hefur verið lagður fram sem breytingartillaga við fjárlög. 

Bryndís segir að þrátt fyrir þessa ákvörðun nefndarinnar, sé gert ráð fyrir heimild fyrir launum tuttugu og fimm listamanna í fjárlögum um því ekki útilokað að hægt verði að bæta á listann að endurskoðun laganna lokinni. 

mbl.is