Settu á þig eye-liner og sláðu í gegn

Snyrtibuddan | 9. febrúar 2022

Settu á þig eye-liner og sláðu í gegn

Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur Yves Saint-Laurent á Íslandi, segir margt spennandi að gerast í förðunarheiminum þessa dagana. 

Settu á þig eye-liner og sláðu í gegn

Snyrtibuddan | 9. febrúar 2022

Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur Yves Saint-Laurent á Íslandi, segir margt spennandi að gerast í förðunarheiminum þessa dagana. 

Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur Yves Saint-Laurent á Íslandi, segir margt spennandi að gerast í förðunarheiminum þessa dagana. 

„Með vorinu sjáum við náttúrulega, heilbrigða og ljómandi húð koma aftur inn eins og síðustu sumur. Áherslan er á „no makeup makeup“ þar sem léttur farði er ráðandi ásamt mildum skyggingar- og kinnalitum. Þar er lykillinn að nota minna en meira af formúlunum og blanda vel svo við sjáum næstum ekki að farði sé á húðinni. Einnig væri hægt að nota eingöngu hyljara til að bera létt á þau svæði sem við viljum hylja og jafna,“ segir Björg.

Þrátt fyrir að húðin verði mjög náttúruleg og létt sjáum við bjartari liti í augn- og varaförðun.

„Eftir því sem líða tekur á vor og sumar sjáum við mikið af pastel og björtum litum í augnförðun þar sem mikið verður um listrænar línur í kringum augun. Þar fylgjum við engum reglum heldur verður tískan óreglulegar línur og skyggingar á augum og jafnvel með sanseruðum skuggum yfir hina litina, í augnkrókinn eða við augnlínu. Augnförðunin verður svo toppuð með léttum maskara og ýfðar og náttúrulegar augabrúnir halda sínu striki.“

Í varatískunni helst glossið inni og verður enn vinsælla.

„Glansandi, glossaðar og jafnvel glimmeraðar varir verða málið árið 2022 ásamt björtum varalitum. Það er svo gaman að geta leikið sér með varirnar og þá eru engar reglur; notaðu allt saman eða berðu bara létt gloss á varirnar. Þú gætir jafnvel bætt glimmeruðum augnskugga yfir varalitinn eða glossið til að fá enn meiri hreyfingu og ljóma. Rauði varaliturinn er kominn til að vera! Rautt er klassískt allan ársins hring og munum við sjá miklu meira af honum á komandi ári, sem er sérstaklega fallegt við náttúrulega húðina og skarpa eyelinerinn.“

mbl.is