Taktu á móti nýju ári með trylltri áramótaförðun

Förðunartrix | 31. desember 2022

Taktu á móti nýju ári með trylltri áramótaförðun

Áramótin eru hinn fullkomni tími til að prófa eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann í förðun, enda sjaldan meira um glimmer og glamúr en á síðasta kvöldi ársins. 

Taktu á móti nýju ári með trylltri áramótaförðun

Förðunartrix | 31. desember 2022

Glimmer og glamúr, rauðar varir og sterkir litir einkenna heitustu …
Glimmer og glamúr, rauðar varir og sterkir litir einkenna heitustu áramótatrendin í ár. Samsett mynd

Áramótin eru hinn fullkomni tími til að prófa eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann í förðun, enda sjaldan meira um glimmer og glamúr en á síðasta kvöldi ársins. 

Áramótin eru hinn fullkomni tími til að prófa eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann í förðun, enda sjaldan meira um glimmer og glamúr en á síðasta kvöldi ársins. 

Smartland tók saman nokkur skemmtileg og ólík lúkk eftir nokkra af þekktustu förðunarfræðingum heims sem ættu að geta gefið lesendum innblástur fyrir gamlárspartíið. Leyfið sköpunargleðinni að njóta sín og takið á móti nýja árinu með stæl!

Flugeldasýning og rauðar varir

Förðunarmeistarinn Patrick Ta gerði þessa fallegu förðun á fyrirsætuna Gigi Hadid sem hittir beint í mark á áramótunum. Húðin er sólkysst og ljómandi, en á augunum hefur hann komið marglitum steinum fyrir sem fljóta yfir augnlokið og minna helst á glitrandi flugelda á miðnætti. Til að setja punktinn yfir i-ið notar hann hátíðlegan rauðan varalit. 

Náttúrulegur glamúr

Ef þú ert hrifin af náttúrulegri förðun en vilt poppa hana aðeins upp er stjörnuförðunarfræðingurinn Sir John með fullkomna lausn fyrir þig. Hér er einfaldleikinn í forgrunni þar sem ljómandi og sólkysst húð fær að njóta sín, en fallegur glimmer augnskuggi er settur yfir allt augnlokið til að bæta smá glamúr við förðunina.

View this post on Instagram

A post shared by S I R J O H N (@sirjohn)

Aðeins meiri glamúr!

Ef þig langar að poppa náttúrulega lúkkið aðeins meira upp þá er tilvalið að bæta glitrandi steinum við förðunina, enda fátt jafn áramótalegt. Hér hefur förðunardrottningin Nikki Wolff tekið glamúrinn upp á aðeins hærra plan og útkoman er stórglæsileg. Náttúruleg og ljómandi húð, einfaldur eyeliner, náttúruleg augnhár og glitrandi steinar í kringum augun - það einfaldlega getur ekki klikkað!

View this post on Instagram

A post shared by Nikki_Makeup (@nikki_makeup)

Silfrið snýr aftur

Förðunarfræðingarnir Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir spáðu því fyrr í vetur að tími silfursins myndi snúa aftur um áramótin. Þær höfðu sannarlega rétt fyrir sér, enda hefur silfurlitaður fatnaður, fylgihlutir og förðun verið áberandi síðustu vikur. 

Hér má sjá fallega förðun eftir Wolff þar sem silfurlituð augnförðun fær algjörlega að njóta sín.

View this post on Instagram

A post shared by Nikki_Makeup (@nikki_makeup)

Rauður gloss aðal málið

Heiður og Ingunn spáðu því líka að rauður gloss yrði það allra heitasta yfir hátíðirnar, en hér færir Wolff athylgina frá silfruðu augunum yfir á rauðar „glossy“ varir. Útkoman er tryllt, en falleg augnhár og einfaldur eyeliner setja svo punktinn yfir i-ið. 

View this post on Instagram

A post shared by Nikki_Makeup (@nikki_makeup)

Poppaðu lúkkið upp með smá lit

Ef þig vantar smá lit í tilveruna er tilvalið að poppa áramótaförðunina upp með litríkum augnskugga. Hér hefur förðunarfræðingurinn Jenna Nicole bætt líflegum neon lit í innri augnkrók, en það er skapandi leið til að bæta lit við hvaða förðun sem er með lítilli fyrirhöfn. 

Af hverju að velja einn lit ef þú getur valið tvo?

Ef þú ert í stuði fyrir meiri litagleði og átt í erfiðleikum með að gera upp á milli tveggja lita, af hverju ekki að nota þá báða?

Förðunarfræðingurinn Katie Jane Hughes sýnir hér hvernig hægt er að leyfa uppáhaldslitunum þínum að njóta sín algjörlega á sitthvoru augnlokinu. Hún valdi fallegan appelsínugulan tón á annað augnlokið, en bleikan á hitt augnlokið - og að sjálfsögðu nóg af glimmeri!

... og af hverju ekki að velja bara alla litina?

Ef þú ert með nokkra liti sem kalla á þig fyrir áramótin, af hverju ekki að nota þá alla? Hér má sjá skemmtilega förðun eftir Sir John sem kveikir sannarlega á dópamín framleiðslunni, en hann blandar saman fljólubláum, grænum og bláum augnskugga í augnförðuninni og poppar lúkkið svo enn meira upp með rauðum varalit með appelsínugulum undirtón. 

View this post on Instagram

A post shared by S I R J O H N (@sirjohn)

Klassíkin klikkar aldrei

Rauðar varir gera alla förðun hátíðlegri. Þessi fallega förðun er fullkomin fyrir þá sem vilja ekki flækja hlutina, en ætla samt sem áður að kveðja gamla árið með stæl. Hér má sjá klassíska augnförðun og rauðar varir eftir Wolff- lúkk sem getur einfaldlega ekki klikkað!

View this post on Instagram

A post shared by Nikki_Makeup (@nikki_makeup)

mbl.is