Aldrei dottið í hug að hætta

Framakonur | 17. janúar 2023

Aldrei dottið í hug að hætta

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segist ekki hafa séð fyrir þann árangur sem hún hefur náð með líkamsræktarstöð sína Hreyfingu þegar hún stofnaði sína fyrstu heilsuræktarstöð rétt skriðin yfir tvítugt. Hún segist reyndar ekki hafa séð fyrir sér heldur að hún myndi starfa á einhverjum öðrum vettvangi en nákvæmlega þessum og hefur aldrei dottið í hug að hætta heldur. 

Aldrei dottið í hug að hætta

Framakonur | 17. janúar 2023

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, fagnar 25 ára afmæli fyrirtækisins um …
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, fagnar 25 ára afmæli fyrirtækisins um þessar mundir. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segist ekki hafa séð fyrir þann árangur sem hún hefur náð með líkamsræktarstöð sína Hreyfingu þegar hún stofnaði sína fyrstu heilsuræktarstöð rétt skriðin yfir tvítugt. Hún segist reyndar ekki hafa séð fyrir sér heldur að hún myndi starfa á einhverjum öðrum vettvangi en nákvæmlega þessum og hefur aldrei dottið í hug að hætta heldur. 

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segist ekki hafa séð fyrir þann árangur sem hún hefur náð með líkamsræktarstöð sína Hreyfingu þegar hún stofnaði sína fyrstu heilsuræktarstöð rétt skriðin yfir tvítugt. Hún segist reyndar ekki hafa séð fyrir sér heldur að hún myndi starfa á einhverjum öðrum vettvangi en nákvæmlega þessum og hefur aldrei dottið í hug að hætta heldur. 

„Ég hef alla tíð fundið mig fullkomlega vel í mínu starfi og alltaf haft gaman í vinnunni enda mikil forréttindi að starfa við aðal áhugamálið sitt og fyrir það er ég afar þakklát. Vissulega spilar þar inn í að mitt starf hefur þróast jafnt og þétt í gegnum árin,“ segir Ágústa í viðtali við Smartland. 

Hreyfing fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og setti af því tilefni í loftið auglýsingaherferð þar sem innblástur er fanginn úr málverkum ítalska meistarans Caravaggio. Ágústa segir útkomu herferðarinnar frábæra og skemmtilegt að nálgast verkefnið á annan hátt en áður.

Í nýrri herferð er innblástur sóttur í fræg málverk ítalska …
Í nýrri herferð er innblástur sóttur í fræg málverk ítalska meistarans Caravaggio. Samsett mynd

Bankahrunið mest krefjandi tímabilið

Spurð hvort það hafi ekki verið mikil áskorun að stofna sitt fyrsta fyrirtæki fyrir öllum þessum árum segir Ágústa jú, en það hafi fyrst og fremst verið skemmtilegt og lærdómsríkt verkefni. Hún var rétt yfir tvítug þegar hún stofnaði Eróbikk stúdíóið ásamt Jónínu Benediktsdóttur árið 1986. Það varð síðar Hreyfing þegar Máttur, sem grímur Sæmundsen var í forsvari fyrr, og Stúdíóið, sem þá var Stúdíó Ágúst og Hrafns sameinuðust tólf árum síðar, árið 1998. 

„Það var afar stórt skref og krefjandi verkefni að sameina Mátt og Stúdíóið, en mikið gæfuspor og Hreyfing hefur vaxið og dafnað síðan. Vegferðin hefur verið stöðugur lærdómur og sannarlega margir þröskuldar eins og gengur í lífinu og ýmsar krefjandi áskoranir á leiðinni,“ segir Ágústa.

Ágústu segir skemmtilegt að prófa nýja hluti í markaðssetningu.
Ágústu segir skemmtilegt að prófa nýja hluti í markaðssetningu.

Eins og Ágústa segir hefur lífið ekki bara verið eintómur gleðidans. Skemmtilegasta tímabilið í sögu Hreyfingar segir Ágústa hafa verið þegar þau fluttu í Glæsibæ árið 2008 og opnuðu um leið spa. „Það var algjör bylting fyrir starfsemina í alla staði og gæði aðstöðunnar tóku stökkbreytingum.“

Í kjölfarið kom svo bankahrun og var það mest krefjandi tímabilið. „Enda tók nokkur ár að vinna okkur út úr því eins og hjá mörgum fyrirtækjum, eftir fordæmalaust góðæri á árunum fyrir 2007.Covid-faraldurinn komst þó nálægt því að vera mesta hremmingin sem ég hef upplifað í mínu starfi en á annan hátt, það reyndi talsvert á andlegu hliðina að neyðast til að loka starfseminni. Vonandi endurtekur það sig aldrei aftur,“ segir Ágústa.

Ágústa í tækjasal Hreyfingar árið 2005 áður en Hreyfing opnaði …
Ágústa í tækjasal Hreyfingar árið 2005 áður en Hreyfing opnaði í Glæsibæ árið 2008.

Hefur þig einhvern tíman langað til að hætta?

„Nei mig hefur aldrei langað til að hætta, hef frá upphafi haft brennandi áhuga fyrir því að hvetja landsmenn til að stunda heilbrigt líferni og hafa hreyfingu inn í sínum lífsstíl. Sá áhugi hefur ekkert minnkað nema síður sé,“ segir Ágústa. 

Lykilatriði hver við veljum með okkur

Ágústa hefur lært mikið á löngum starfsferli sínum sem framkvæmdastjóri og hefur lagt sig eftir því að fylgjast með mörgum framúrskarandi stjórnendum og læra af þeim. Spurð hvort það sé einhver einn sem hefur haft mest áhrif hana segir hún erfitt að nefna einhvern einn. 

„En ég get með sanni sagt að fyrirlestur Jim Collins, höfund bókanna Good to Great, Built to last og Why the Mighty Fall, sem ég sat árið 2003 í San Francisco er ógleymanlegur og kenndi mér ákveðnar áherslur sem ég hef reynt að tileinka mér sem stjórnandi. Hann líkti stjórnanda við rútubílstjóra sem þarf fyrst að huga að því hverjir eru með í bílnum, skipa hvert sæti vandlega og svo að ákveða hvert á að fara. „First who, then where“ – þannig er algjört lykilatriði hver við veljum með okkur í rútuna,“ segir Ágústa. 

Hún segist sakna einskis úr fortíðinni, hvort sem það eru æfingarútínur eða æfingagallar, hún þrífst á nýjungum og fjölbreytni þó hvert tímabil hafi sinn sjarma. 

Ágústa ásamt matreiðslumeistaranum Sigga Hall, sem prófaði nýtt tæki sem …
Ágústa ásamt matreiðslumeistaranum Sigga Hall, sem prófaði nýtt tæki sem mælir brennsluhraða. Myndin er tekin árið 2003. mbl.is/Jim Smart

Hreyfing mun halda áfram að vaxa

Þú hefur lagt áherslu á sækja að þér nýja þekkingu þegar kemur að hreyfingu og mataræði. Hefur mikið breyst síðan þú fórst fyrst af stað?

„Það hafa svo sannarlega orðið gríðarlega miklar breytingar, en í grunninn er líka margt eins og var. Mér finnst til dæmis alltaf jafn skemmtilegt að sjá troðfulla hóptíma hjá okkur í Hreyfingu. Þannig hefur það verið frá upphafi, vel á annað hundrað hóptímar á viku og alltaf góð stemning og gleði. Sama hvernig tíminn líður og allt þróast þá á endanum erum við mannfólkið félagsverur og þrífumst á orkunni sem skapast þegar við erum innan um annað fólk, og það er margsannað að það er skemmtilegra og árangursríkara að æfa með öðrum. Lykillinn að því að hóptímarnir eru enn risastór þáttur í okkar starfsemi eru faglegir og framúrskarandi þjálfarar okkar sem eru síþyrstir í fylgjast með því nýjasta hverju sinni og hvetja þátttakendur áfram af eldmóði og áhuga,“ segir Ágústa og bætir við að henni þyki ánægjulegast við breytta tíma að sjá að við erum að þokast í rétta átt. 

„Sífellt fleiri stunda reglubundna heilsurækt og áhugi almennings á heilbrigðu líferni tel ég að hafi aukist jafnt og þétt,“ segir Ágústa. 

Spurð út í framtíðina segist hún ekki vera mikið að spá í hana. „En byggt á 37 ára reynslu í heilsugeiranum myndi ég ætla að „wellness“ bransinn í heild muni fara stækkandi á næstu árum og áratugum og Hreyfing muni halda áfram að vaxa og dafna vel,“ segir Ágústa að lokum. 

mbl.is