Tenerife í nýju ljósi í myndbandi Jóels

Sólarlandaferðir | 23. mars 2023

Tenerife í nýju ljósi í myndbandi Jóels

Jóel Daði Ólafsson, viðskiptafræðingur og myndbandsgerðarmaður, deildi myndbandi á samfélagsmiðlum á dögunum sem sýndi nýja og ferska hlið á Tenerife. Flestöll þekkjum við túristastrendur eyjunnar en Jóel gaf þessum vinsæla ferðastað Íslendinga nýja ásýnd. 

Tenerife í nýju ljósi í myndbandi Jóels

Sólarlandaferðir | 23. mars 2023

Myndbandsgerðarmaðurinn Jóel Daði Ólafsson og eitt af þeim óteljandi drónaskotum …
Myndbandsgerðarmaðurinn Jóel Daði Ólafsson og eitt af þeim óteljandi drónaskotum sem hann tók á Tenerífe. Hér má sjá yfir Costa Adeje sem er á suðurhluta Tenerífe.

Jóel Daði Ólafsson, viðskiptafræðingur og myndbandsgerðarmaður, deildi myndbandi á samfélagsmiðlum á dögunum sem sýndi nýja og ferska hlið á Tenerife. Flestöll þekkjum við túristastrendur eyjunnar en Jóel gaf þessum vinsæla ferðastað Íslendinga nýja ásýnd. 

Jóel Daði Ólafsson, viðskiptafræðingur og myndbandsgerðarmaður, deildi myndbandi á samfélagsmiðlum á dögunum sem sýndi nýja og ferska hlið á Tenerife. Flestöll þekkjum við túristastrendur eyjunnar en Jóel gaf þessum vinsæla ferðastað Íslendinga nýja ásýnd. 

Jóel býr í Gufunesi ásamt kærustu sinni, Brynju og kettinum Trismegistusi. Hann rekur tvö fyrirtæki, eitt sem þjónustar snjallmæla á Íslandi og annað framleiðslufyrirtæki þar sem hann býr til kynningarmyndbönd fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Til dæmis bý ég til ferðatengd kynningarmyndbönd, ekki ósvipað og þetta Tenerife-myndband.“

„Ákvað að búa til myndband með alvöru p–p–p–power!“

Hver er sagan á bakvið myndbandið?

„Ég fór í fyrsta skipti til Tenerife í október í fyrra með kærustunni og hennar fjölskyldu. Við keyrðum um alla eyjuna og skoðuðum náttúruna. Við heimkomu fóru vinir okkar að spyrja hvernig ferðin hafi verið. Við það að útskýra upplifunina áttaði ég mig á því að það væru tvær hliðar á þessari eyju. Önnur hlið eyjunnar er hálfgerð túristanýlenda en hin hliðin er sú sem færri þekkja, en á eyjunni er að finna algjörar náttúruperlur.

Ég fór aftur núna í febrúar með fjölskyldunni minni og ákvað að reyna að fanga stemninguna, þessa ólíku hlið. Ég fór og skoðaði þau myndbönd sem voru til um Tenerife á netinu og sá að það vantaði allt líf í myndböndin og ákvað því að búa til myndband með alvöru p–p–p–power!

Til þess að setja alvöru líf í skotin ákvað ég að taka þau yfir lengri tíma og spila þau hratt. Slík skot kallast „hyperlapse“ en það er í raun og veru „timelapse“ sem er á hreyfingu.“

Playa de Fanabe.
Playa de Fanabe.

Náttúran er svakaleg

Af hverju að taka upp myndband á Tenerife?

„Til þess að ná góðum „hyperlapse–skotum“ þarf æfingu. Til dæmis þarf að greina vindátt og láta drónann fljúga á réttum hraða með vindinum til að ná góðum skotum. Ekki nóg með það heldur tekur hvert skot um 10–30 mínútur og því þarf mikinn tíma. Tenerife er kjörið svæði til að æfa sig að taka „hyperlapse“ sko. Þar er gott veður en samt vindur sem gerir tökurnar krefjandi. Svo er náttúran svakaleg.“

Jóel Daði Ólafsson sendir drónann af stað.
Jóel Daði Ólafsson sendir drónann af stað.

Hvaða mynd ertu að reyna að varpa fram um Tenerife með myndbandinu?

„Ég er í raun að sýna Tenerife nákvæmlega eins og hún er nema í nýju ljósi. Þetta nýja ljós er þetta svokallað „hyperlapse–skot„. „Hyperlapse“ er að taka allt þetta hæga, umferð, ský og sjó og spila það á aðeins meiri hraða. Það og tónlistin setur líf í myndbandið.“

„Draumurinn væri að gera hyperlapse–myndband fyrir Ísland“

Ert þú einn þeirra Íslendinga sem ferðast reglulega til Tenerife?

„Ætli maður geti ekki sagt það eftir þessar tvær ferðir. Ég er búinn að lofa sjálfum mér að fara aftur í febrúar á næsta ári en hvort Tenerife verði fyrir valinu, veit ég ekki. Vonandi verð ég að taka upp svipað myndband á nýjum stað. Draumurinn væri svo að gera „hyperlapse–myndband“ fyrir Ísland.“

Hér má sjá myndband Jóels af Tenerife. 

mbl.is