Saka Rússa um að hafa skotið vélina niður

Wagner-hópurinn birti þessa mynd af staðnum þar sem vél Prigósjíns …
Wagner-hópurinn birti þessa mynd af staðnum þar sem vél Prigósjíns hrapaði til jarðar. Telegram/Grey Zone

Jev­gení Prigó­sjín, leiðtogi Wagner-málaliðahóps­ins, var á meðal skráðra farþega sem voru um borð í flugvél sem hrapaði skammt frá Moskvu í dag. Tíu voru um borð í vélinni og komst enginn lífs af. 

Grey Zone, upplýsingaveita málaliðahópsins á Telegram-forritinu, sakaði rússnesk stjórnvöld um að hafa skotið vélina niður í Tver-héraði sem staðsett er norðan við Moskvu. Flugvélin var á leið frá St. Pétursborg til Moskvu þegar hún var brotlenti. Önnur einkaþota á vegum hópsins lenti í Moskvu skömmu eftir að vél Prigósjíns hrapaði.

Prigósjín, sem eitt sinn var bandamaður Rússlandsforseta, fór fyrir misheppnaðri valdaránstilraun gegn Pútín í júní og hefur andað köldu milli foringjanna tveggja undanfarin misseri. 

 

Prigósjín er látinn samkvæmt heimildum bresku fréttastofunnar BBC.
Prigósjín er látinn samkvæmt heimildum bresku fréttastofunnar BBC. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert