Nýjar kartöflur koma í verslanir

Seljavallabændur eru byrjaður að taka upp kartöflur.
Seljavallabændur eru byrjaður að taka upp kartöflur. Ljósmynd/Oddleifur Eiríksson

Fyrsta kartöfluuppskera sumarsins er komin í verslanir á Höfn og kartöflur frá Hornafirði eru væntanlegar í verslanir á höfuðborgarsvæðinu strax eftir helgi.

Bændur á Seljavöllum hófu að taka upp kartöflur í vikunni. „Ég tók örlítið upp á mánudag til að prófa nýjar vélar og þær fóru í Nettó á Höfn. Ég tók meira upp í dag og um helgina tek ég upp kartöflur til að senda til dreifingar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hjalti Egilsson í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er með fyrra fallinu. Ég hef þó áður tekið upp á þessum tíma. Ég setti snemma niður í vor og ræktaði undir plasti. Þetta eru fljótsprottin afbrigði, Premier,“ segir kartöflubóndinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert