Opna veginn um Kjalarnes í júní

Framkvæmdir við fyrsta áfanga nýs Kjalarnesvegar eru nú á lokametrunum.
Framkvæmdir við fyrsta áfanga nýs Kjalarnesvegar eru nú á lokametrunum. mbl.is/Hákon

Framkvæmdir við hringveginn um Kjalarnes hafa nú staðið yfir í um þrjú ár. Fyrsti áfangi verksins verður opnaður í næsta mánuði. Heildarverkefnið snýr að því að breikka hringveginn frá Kollafirði að Hvalfjarðarvegi, en fyrsti áfanginn nær frá Kollafirði að Grundarhverfi. Enn er ekki ljóst hvenær annar áfangi verður boðinn út. Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn mbl.is.

Fyrsti áfangi verkefnisins er að sögn Vegagerðarinnar vel heppnaður þrátt fyrir ýmis flækjustig sem upp hafa komið. Erfitt reyndist að afla aðfanga vegna kórónaveirufaraldursins og vegna mikils iðnaðar á svæðinu skapaðist flækjustig þegar í ljós kom fjöldi lagna. Þrátt fyrir það hefur tekist að halda áætlun en samkvæmt samningi um verklok átti verkinu að ljúka í lok maí 2023.

Á kaflanum sem opna á í byrjun júní hefur verið unnið að því að breikka hringveginn í 2+2-veg frá Varmhólum við Kollafjörð langleiðina að Grundarhverfi, með hringtorgi við Móa, undirgöngum við Varmhóla og Saltvík auk hliðarvega, ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Að öllum líkindum verður einhver frágagnsvinna og vinna við hliðarvegi eftir þó vegurinn opni í júní, en þær framkvæmdir klárast þó í sumar. 

Gert er ráð fyrir að fyrsti áfanginn frá Varmhólum að …
Gert er ráð fyrir að fyrsti áfanginn frá Varmhólum að Vallá komi til með að líta svona út. Vegurinn verður opnaður í byrjun júní þó einhver frágangur verði líklega eftir. Mynd/Vegagerðin
Kort af fyrri áfanga verkefnisins sem til stendur að opna …
Kort af fyrri áfanga verkefnisins sem til stendur að opna í byrjun júní. Kort/Vegagerðin

Enn á eftir að bjóða út annan áfanga framkvæmdarinnar en þó er ljóst að sá áfangi snýr að breikkun hringvegar í 2+1-veg frá Vallá að Hvalfjarðarvegi með tveimur hringtorgum. Annars vegar við Brautarholtsveg og hins vegar við Hvalfjarðarveg. Þá á einnig að lengja undirgöng undir Vallá, koma fyrir nýjum undirgöngum við Esjuskála og Arnarhamar sem og lengingu steypts stokks yfir Blikadalsá, ásamt hliðarvegum og stígum. 

Seinni áfanginn frá Vallá að Hvalfjarðarvegi kemur til með að …
Seinni áfanginn frá Vallá að Hvalfjarðarvegi kemur til með að líta svona út. Ekki hefur enn verið farið í útboð á áfanganum. Mynd/Vegagerðin
Kort af seinni áfanga verkefnisins.
Kort af seinni áfanga verkefnisins. Kort/Vegagerðin

Verkið í heild sinni er samstarfsverkefni Vegargerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Veitna og Gagnaveitu Reykjavíkur.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Í upprunalegu fréttinni kom fram að opnun vegarins væri ári á eftir áætlun, en upphaflega var ráðgert að ljúka framkvæmdum árið 2022.

Rétt er að tekist hefur að halda áætlun en samkvæmt samningi um verklok átti verkinu að ljúka í lok maí 2023.

Fyrri áfangi verkefnisins er að sögn Vegagerðarinnar vel heppnaður þrátt …
Fyrri áfangi verkefnisins er að sögn Vegagerðarinnar vel heppnaður þrátt fyrir ýmis flækjustig sem upp hafa komið. mbl.is/Hákon
Framkvæmdir hafa staðið yfir í um þrjú ár.
Framkvæmdir hafa staðið yfir í um þrjú ár. mbl.is/Hákon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka