Ný íbúðabyggð í Garðabæ

Hnoðraholt norður. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð fjölbýlis og …
Hnoðraholt norður. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð fjölbýlis og sérbýlis.

Garðabær er að fara í söluferli með lóðir fyrir íbúðabyggð sem kölluð er Hnoðraholt norður. Deiliskipulag gerir ráð fyrir íbúðabyggð í fjölbýlis-, rað- og einbýlishúsum á landi sem hallar til vesturs og norðurs og afmarkast af Reykjanesbraut og Arnarnesvegi. Gert er ráð fyrir að íbúðarhúsin verði á bilinu ein til fjórar hæðir.

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir byggðina verða í Garðabæjaranda; blöndu fjölbýlis og sérbýlis. Hann segir að nýja byggðin verði sérstaklega vel í sveit sett. Hún muni henta þeim sem vilja komast fljótt og örugglega í snertingu við náttúruna til hvers kyns útivistar en sé á sama tíma í hjarta höfuðborgarsvæðisins og tengd stórum umferðaræðum eins og Reykjanesbraut og Arnarnesvegi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert