Styrki flutningsnetið

Sigríður Mogensen hjá Samtökum iðnaðarins og Björg Eva Erlendsdóttir hjá …
Sigríður Mogensen hjá Samtökum iðnaðarins og Björg Eva Erlendsdóttir hjá Landvernd mættu til leiks. mbl.is/Brynjólfur Löve

„Við höfum alltaf verið fylgjandi því að flutningskerfið virki og orka fari ekki til spillis. Síðan hefur verið rætt um hvernig þessi flutningskerfi eru, hvað fer í jörð og hvað ekki. Sumt getur ekki farið í jörð. Eins og ég segi þá leggst Landvernd ekki gegn því að virkjuð orka úr kerfinu nýtist.“

Þetta segir Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í nýjasta þætti Spursmála sem aðgengilegur er á mbl.is. Segir hún vont til þess að hugsa að mikil orka tapist hér á landi vegna þess hvernig staðið hefur verið að uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Á sama tíma ítrekar hún að Landvernd sé á móti fyrirhuguðum framkvæmdum í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun sem flest bendir til að hafist verði handa við uppbyggingu á innan tíðar.

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það mikil og góð tíðindi að Landvernd styðji við hugmyndir um uppbyggingu flutningsnets raforku umhverfis landið og bendir á að samtökin hafi lagt stein í götu slíkrar uppbyggingar fyrr á tíð.

Umræðan um orkuskort er áberandi um þessar mundir. Í blaðinu í dag hafnar Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, ásökunum Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar um að raforka leki á milli markaða frá heimilum og til stórnotenda.

Varar Árni Hrannar við fyrirætlunum um aukna miðstýringu á raforkumarkaði. Segir hann að þær útfærslur sem fyrst hafi birst í frumvarpi til laga þar um hafi verið mjög til þess að hygla Landsvirkjun og að raunar hafi frumvarpsdrögin komið frá fyrirtækinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert