Grjótskriða í Hítardal

Náttúruöflin áþreifanleg í Hítardal

15.8. Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal, segir óvissuna sem sprungan í Fagraskógarfjalli veldur vera óþægilega. Best væri, að hans sögn, ef hrunið færi af stað sem fyrst til þess að uppbygging geti hafist sem fyrst eftir náttúruhamfarirnar 7. júlí. Meira »

Gætu verið ár í að klöppin hrynji

14.8. Ár gætu liðið þar til klöpp á Fagraskógarfalli, þar sem sprunga myndaðist á dögunum, hrynur. Þetta segir Sveinn Brynjólfsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við mbl.is. Ómögulegt sé að segja til um hvenær hún gefur sig. Meira »

Stór sprunga í skriðusárinu

13.8. Stór sprunga hefur myndast innan við skriðusárið í Fagradalsfjalli í Hítardal. Efnið mun líklega falla ofan á framhlaupsurðina sem myndaðist þegar skriðan féll 7. júlí. Þetta kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar. Meira »

Enn ekki tímabært að meta skaðann

23.7. „Það varð land undir skriðunni og það þarf ekki að meta það neitt nánar, það er bara ónýtt,“ segir Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal. Rúmar tvær vikur eru liðnar síðan geysilega stór grjótskriða féll úr Fagraskógafjalli skammt frá bæ Finnboga. Meira »

Svæðið á hreyfingu fyrir skriðu

21.7. Fyrstu athuganir gefa til kynna að um sjö milljónir rúmmetra „vanti“ í hlíðar Fagraskógarfjalls ofan skriðtungunnar og dalbotnsins. Útbúið hefur verið landlíkan af skriðunni byggt á ljósmyndum sem teknar voru úr þyrlu, GPS mælingum og mælingum með TLS-leysitæki. Meira »

Upplifði sig alltaf öruggan í Hítardal

10.7. „Það er erfitt að lýsa því,“ segir Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal um hvernig það var að upplifa hamfarir svo nálægt heimili hans. Stór grjótskriða féll úr Fagraskógarfjalli á laugardagsmorgun og endaði aðeins örfáum kílómetrum frá bæ Finnboga. Meira »

Vegurinn að skriðunni opnaður

10.7. Búið er að aflétta lokun á veginum meðfram Hítará sem lokað var í kjölfar skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli og ofan í Hítardal á laugardagsmorgun. Þetta staðfestir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi. Meira »

Löxum í Hítará gæti fækkað um 20%

10.7. Sigurður Már Einarsson hjá Hafrannsóknarstofnun hefur metið það sem svo að heildarframleiðslugeta vatnasvæðis Hítarár minnki um 20% vegna skriðunnar úr Fagraskógarfjalli sem stíflaði ána. Áhrifin koma þó ekki fram enn um sinn þó að áhrif á laxveiði komi fram í strax sumar. Meira »

Húsfyllir á íbúafundi í Hítardal

9.7. Íbúafundur var haldinn vegna náttúruhamfaranna í Hítardal í félagsheimilinu Lyngbrekku í kvöld. Á fundinum voru íbúar sem tengjast hamfarasvæðinu með einhverjum hætti upplýstir um stöðu mála, þ.e.a.s. hvað vitað væri um skriðuna og hvernig vöktun yrði háttað í framhaldinu. Meira »

Slembilukka að ekki varð manntjón

9.7. „Þarna átti náttúrulega enginn von á neinu og var í sjálfu sér slembilukka að þarna varð ekki manntjón,“ segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í samtali við fréttastofu mbl.is um skriðuna sem féll í Hítará um helgina. Meira »

Framleiðslugeta Hítarár minnkar verulega

9.7. „Við reynum að gera okkur grein fyrir stöðunni og hvaða áhrif þetta hefur á laxastofninn,“ segir Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, sem nú rannsakar áhrif grjótskriðunnar úr Fagraskógarfjalli á Hítará. Meira »

Veiði í Hítará gengur illa vegna gróðurs

9.7. „Það rigndi mikið í gærkvöldi og í nótt og áin er að rífa meira með sér af gróðri og svoleiðis. Veiðimönnum gengur ver að veiða í augnablikinu, það festist í önglinum hjá þeim,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður veiðifélags Hítarár. Meira »

Rannsókn á vettvangi lokið í bili

9.7. Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands hafa lokið vinnu sinni við mælingar og rannsóknir í Hítardal í bili og fer dagurinn í dag, sem og næstu dagar, í úrvinnslu gagna. Þetta staðfestir Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur á vakt, í samtali við mbl.is. Meira »

Ein stærsta skriða á sögulegum tíma

9.7. Skriðan sem féll í Hítardal á laugardag er hátt í jafn stór og skriða sem féll í Öskju árið 2014. Fyrstu mælingar benda til þess að skriðan í Hítardal hafi verið um 10-20 milljónir rúmmetra, en skriðan í Öskju var 20 milljónir rúmmetra. Meira »

Fræðimenn skönnuðu skriðuna í dag

8.7. Nokkrir sérfræðingar Veðurstofunnar hafa verið við mælingar og rannsóknir í Hítardal í dag, bæði við að mæla skriðuna sem fór niður Fagraskógarfjall og svo vatnamælingamenn sem skoða rennsli Hítarár eftir að skriðan stíflaði árfarveginn. Meira »

Kattarfoss fyrir og eftir hamfarirnar

8.7. Vatnsmagn hefur aukist á nýjan leik í Hítará eftir að áin braut sér leið yfir í hliðarána Tálma. Má segja að Hítará sameinist því sínum gamla farvegi þar sem áður voru ármót Tálma og Hítarár. Meira »

Nakið sár í fjallinu

8.7. Eftir skriðuna úr Fagraskógarfjalli í Hítardal í gær blasir við nakið sár í fjallinu, enda skreið heil fjallsöxl niður í hamförunum. Ljósmyndari sem var á ferð í morgun náði myndum af fjallinu skýjalausu og þar sést vel hversu gríðarlegir kraftar hafa verið þarna á ferð. Meira »

Hítará hefur fundið nýjan farveg

8.7. Hítará hefur fundið sér nýjan farveg eftir að skriða féll úr Fagraskógarfjalli og stíflaði ána í gærmorgun. Lón myndaðist fyrir ofan skriðuna, en eftir því sem það fylltist fór að renna suður með skriðunni í þverána Tálma. Sú á rennur svo um 10-12 kílómetrum neðar aftur í gamla farveg Hítarár. Meira »

Úrkoma í Hítardal 260 mm frá því í maí

8.7. Úrkoma í Hítardal, þar sem stór grjótskriða féll í gær, hefur mælst um 260 mm frá 1. maí. Þetta kemur fram í bloggfærslu Trausta Jónssonar veðurfræðings þar sem hann veltir meðal annars fyrir sér orsökum skriðunnar. Meira »

Skriðan greinanleg á gervitunglamynd ESA

8.7. Skriðan sem féll úr Fagra­skóg­ar­fjalli við Hít­ar­dal í gærmorg­un sést greinilega á gervitunglamynd frá Evrópsku geimvísindastofnuninni, ESA. Skriðan er senni­lega ein sú stærsta sem hef­ur fallið frá land­námi. Meira »

Sennilega stærsta skriðan

7.7. Skriðan sem féll úr Fagraskógarfjalli við Hítardal í morgun er sennilega ein sú stærsta sem hefur fallið frá landnámi.   Meira »

Ekki vitað hvað olli skriðunni

7.7. Sérfræðingur Veðurstofu Íslands segir það óvíst hvað olli grjótskriðunni úr Fagraskógarfjalli við Hít­ar­dals­velli við Hítará á Mýr­um. Líklegast mun það taka nokkra daga fyrir Veðurstofu og Landhelgisgæsluna að vinna úr þeim upplýsingum sem safnað var í dag. Meira »

Áhrifin eiga eftir að koma í ljós

7.7. „Það er ómögulegt að átta sig á þessu,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár, um áhrif grjótskriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í nótt. Um miklar hamfarir er að ræða þar sem nokkur hundruð metra breið skriðan dreifir úr sér yfir dalinn og Hítará. Meira »

Enn hrynur úr fjallinu

7.7. „Þetta er algjör leðja og maður getur lítið skoðað þetta, en skriðan stíflaði ána alveg.“ Þetta segir Erla Dögg Ármannsdóttir, bóndi á bænum Hítardal, þar sem skriða féll úr Fagraskógarfjalli fyrr í dag. Hún segir að enn hrynji úr fjallinu. Meira »

Skriðan stíflar Hítará

7.7. Gísli Friðjónsson, bóndi á Helgastöðum við Hítárdal, flaug í morgun dróna yfir skriðuna sem féll úr Fagraskógarfjalli og yfir Hvítá. Eins og sjá má á myndinni er um miklar hamfarir að ræða þar sem nokkur hundruð metra breið skriðan dreifir úr sér yfir dalinn og Hítará. Meira »

Sérfræðingar kanna skriðuna

7.7. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands eru á leið að Fagraskógarfjalli við Hítardal þar sem stór grjótskriða féll í morgun. Sérfæðingur ofanflóðadeildar sagði í samtali við mbl.is að orsakir skriðunnar væru óþekktar. Meira »

Stór grjótskriða féll í Hítará

7.7. Stór grjótskriða féll í morgun úr Fagraskógarfjalli við Hítardalsvelli við Hítará á Mýrum. Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal, greinir frá þessu á facebooksíðu sinni. Í umfjöllun Skessuhorns segir að skriðan hafi stíflað ána. Lón hefur myndast einn kílómetra inn með ánni. Meira »