Rannsókn Robert Muellers

Vilja gefa skýrslu Muellers út

4.3. Bókaútgefendur eru nú í startholunum og eru reiðubúnir að gefa út skýrslu Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI, þegar og ef hún verður gerð opinber, að því er Guardian greinir frá. Meira »

Cohen segir Trump bæði ljúga og pretta

27.2. Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donald Trumps Bandaríkjaforseta, er sagður ásaka forsetann um að vera „svikari“ í opnunarorðum að vitnisburði sínum sem hann mun flytja fyrir Bandaríkjaþingi í dag. Guardian segist hafa séð ræðu Cohen sem innihaldi ýmsar eldfimar ásakanir í garð forsetans. Meira »

Stone fyrir dómara vegna Instagram-færslu

19.2. Roger Stone, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafi Donald Trumps Bandaríkjaforseta, var gert að koma fyrir dómara í dag vegna færslna sem hann birti á samskiptamiðlinum Instagram og skilja mátti sem hótun gegn dómaranum sem dæmir í máli hans. Meira »

Hættir sem varadómsmálaráðherra í mars

19.2. Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun láta af embætti um miðjan mars. Þetta fullyrða fjölmiðlar vestanhafs. Meira »

Teymi Muellers ræddi við Sanders

16.2. Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, er í hópi þeirra sem rætt hefur verið við vegna rannsóknar Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Sanders staðfesti þetta í samtali við CNN í gær. Meira »

Vilja allt að 24 ára dóm yfir Manafort

16.2. Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar, fer fram á allt að 24 ára fangelsi yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Krafan er sett fram vegna þess að Manafort braut gegn samningi sínum við Mueller með því að ljúga að saksóknaranum. Meira »

Manafort laug að FBI og kviðdómi

14.2. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump Bandaríkjaforseta, braut gegn samningi sínum við Robert Mueller, sérstakan saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI, með því að ljúga að saksóknurum. Bandarískur dómari úrskurðaði í gær að Manafort hafi komið með „fjölda falskra fullyrðinga“. Meira »

Trump: Tímasóun að ræða múrinn

1.2. Donald Trump Bandaríkjaforseti gefur lítið fyrir rannsókn Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI, og sagði viðræður við demókrata um múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó „tímasóun“. Trump lét þessi orð falla í viðtali við New York Times. Meira »

Segir rannsókn Muellers á lokametrunum

29.1. Rannsókn Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI í meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2018 og tengslum þeirra við framboð Donald Trumps Bandaríkjaforseta, er nú á lokametrunum, að sögn Matthew Whitaker, setts dómsmálaráðherra. Meira »

Ætlar ekki að vitna gegn Trump

25.1. Roger Stone, fyrr­ver­andi ráðgjafi Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, sem handtekinn var á Flórída fyrr í dag hefur nú verið látinn laus gegn greiðslu tryggingagjalds sem nemur hálfri milljón dollara. Stone hélt yfir sakleysi sínu og segist neita að vitna gegn forsetanum. Meira »

Fyrrverandi ráðgjafi Trump handtekinn

25.1. Roger Stone, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var handtekinn í Flórída í dag að beiðni Roberts Mueller, sérstaks saksóknara. Meira »

Mueller er vofan yfir Washington

23.1. Hann vofir yfir stjórnmálalífinu í Washington eins og vofan í söngleik Andrew Loyd Webbers, Phantom of the Opera. Enginn virðist nokkurn tímann sjá Robert Mueller, sérstakan saksóknara, og hann heyrist heldur aldrei tjá sig, en hver er Mueller eiginlega? Meira »

Trump ánægður og fer mikinn á Twitter

19.1. „Þetta er sorgardagur fyrir blaðamennsku en góður dagur fyrir landið,“ skrifaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter eftir að Robert Mueller, sérstakur saksóknari, greindi frá því að frétt Buzzfeed um að Trump hefði sagt fyrrverandi lögmanni sínum að ljúga fyrir þingi væri ekki nákvæm. Meira »

Fréttin ekki nákvæm

19.1. Sérstakur saksóknari, Robert Mueller, segir frétt Buzzfeed, um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt lögmanni sínum til margra ára, Michael Cohen, að bera ljúgvitni fyrir þingi, ekki nákvæma. Meira »

Lofar að stöðva ekki rannsóknina

14.1. William P. Barr, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í embætti dómsmálaráðherra, hét því í dag að hann myndi ekki stöðva rannsókn saksóknarans Roberts Mueller á meintum tengslum náinna samstarfsmanna Trumps í kosningateymi hans 2016 við ráðamenn í Rússlandi yrði hann skipaður í embættið. Meira »

FBI hóf að rannsaka Trump 2017

12.1. Örfáum dögum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James B. Comey úr embætti forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, fóru starfsmenn stofnunarinnar að hafa áhyggjur af hegðun forsetans og hófu að rannsaka hvort hann hefði verið að vinna með Rússum gegn rússneskum hagsmunum. Meira »

Cohen ber vitni fyrir þinginu

10.1. Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donald Trumps Bandaríkjaforseta, mun bera vitni fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í næsta mánuði að því er nýkjörinn formaður nefndarinnar, Elijah Cummings, greinir frá. Meira »

Dómsuppkvaðningu yfir Flynn frestað

18.12. Dómsuppkvaðningu yfir Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var frestað í dag í kjölfar þess að dómarinn í málinu, Emmet Sullivan, veitti honum val á milli þess að hljóta þungan fangelsisdóm strax eða að dómur yrði kveðinn upp síðar þegar rannsókn saksóknarans Roberts Mueller væri komin lengra á veg og Flynn hefði veitt rannsakendum frekari aðstoð í störfum þeirra. Meira »

Afskipti Rússa hófust 2015

8.12. Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa ljóstrað því upp að Rússi hafi boðið aðstoð sína við kosningabaráttu Donalds Trump strax árið 2015. Segja saksóknararnir að fyrrverandi lögfræðingur Trumps, Michael Cohen, hafi veitt „trausta“ aðstoð við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum vestanhafs. Meira »

Flynn sleppur við fangelsi

5.12. Ekki verður farið fram á fangelsisrefsingu yfir fyrr­ver­andi þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa forseta Bandaríkjanna, Michael Flynn. Sérstakur saksóknari, Robert Mueller, greindi frá þessu í gærkvöldi. Meira »

Játar að hafa logið að þingmönnum

29.11. Michael Cohen, fyrr­ver­andi lög­maður Don­alds Trump Banda­ríkj­aforseta játaði fyrir alríkisdómi í morgun að hafa logið að bandarískri þingnefnd þegar hann var spurður um meint afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016. Meira »

Manafort heimsótti Assange í sendiráðið

27.11. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta, fundaði með Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, í sendiráði Ekvador í London fjórum mánuðum áður en WikiLeaks birti tölvupósta frá Demókrataflokknum sem rússneskir tölvuþrjótar höfðu stolið. Meira »

Auðvelt að svara spurningum Muellers

16.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann hefði „mjög auðveldlega“ svarað skriflega spurningum Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016. Meira »

Segir rannsóknina „þjóðarskömm“

15.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum sé „þjóðarskömm“. Meira »

Augljós tilraun til að hefta rannsóknina

8.11. Rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016 er ekki vandamál Rússa. Þetta er mat rússneskra ráðamanna, en dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lét af störfum í gær að beiðni Donald Trump Bandaríkjaforseta. Meira »

Andstæðingur Rússarannsóknar tekur við

7.11. Sá sem tekur við starfi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tímabundið heitir Matthew Whitaker. Hann hefur lýst því yfir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á tengslum Donalds Trumps við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna haustið 2016 hafi gengið allt of langt. Meira »

Reynt að koma höggi á Mueller?

31.10. Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur til skoðunar meintar tilraunir til þess að greiða konum háar fjárhæðir fyrir að saka saksóknarann Robert Mueller um kynferðislega áreitni í þeim tilgangi að grafa undan trúverðugleika hans. Meira »