Rannsókn Robert Muellers

Undirbúa sig fyrir birtingu skýrslunnar

Í gær, 22:33 Starfsmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafa átt fjölmörg samtöl við lögfræðinga Hvíta hússins um hvaða niðurstöður er hægt að draga af skýrslu Roberts S. Mueller, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar, um meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016. Meira »

Skýrsla Mueller gerð opinber á skírdag

15.4. Ritskoðuð útgáfa af skýrslu Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI, um meint afskipti rússneskra ráðamanna af bandarísku forsetakosningunum 2016 verður gerð opinber á skírdag. Meira »

Þingið bíður meðan Barr strikar út

7.4. Rannsakendur Robert Muellers, sérstaks saksóknara FBI eyddu mánuðum í að reyna að fá svör frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Skýrslan hefur ekki enn verið gerð opinber og vinna Barr og aðstoðarmenn hans nú að því að strika yfir þá hluta hennar sem ekki má gera opinbera. Meira »

Trump ekki búinn að lesa skýrslu Muellers

6.4. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á Twitter í dag að hann sé ekki búinn að lesa rannsóknarskýrslu Robert Muellers sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar. „Ég þekki þekki bara niðurstöðuna, þá stóru, ekkert samsæri,“ sagði forsetinn. Meira »

Trump vitnar í Stalín á ný

26.3. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir ríkjandi fjölmiðla vera óvini fólksins og andstæðinga í stjórnmálum. Þetta skrifar forsetinn á Twitter í dag en líkt og fram hefur komið var nafn hans hreinsað af ásökunum um að hafa haft rangt við í kosningabaráttunni 2016. Meira »

Vilja Barr í vitnaleiðslu hjá þingi

25.3. Þingmenn Demókrataflokksins búa sig nú undir að krefjast þess að skýrsla Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI, verði gerð opinber. Segir CNN þingmenn setja spurningarmerki við ákvörðun dómsmálaráðherrans að ákæra ekki fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Meira »

Neita afskiptum af kosningum

25.3. Stjórnvöld í Rússlandi ítrekuðu í dag að þau hafi ekki reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Þrátt fyrir að í skýrslu Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, komi fram að sterkar vísbendingar séu um að svo hafi verið. Meira »

„Alger og fullkomin hreinsun af áburði“

24.3. „Ekkert samráð, engin hindrun, alger og fullkomin hreinsun af áburði,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í kjölfar þess að niðurstöður skýrslu Roberts Mueller um aðkomu Rússa að forsetakosningum í Bandaríkjunum voru gerðar opinberar. Meira »

Áttu ekki óeðlileg samskipti við Rússa

24.3. Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta og rússnesk stjórnvöld áttu ekki í óeðlilegum eða ólögmætum samskiptum við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna 2016. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Roberts S. Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakað hefur ásakanir um slík tengsl. Meira »

Verður skýrslan kynnt á morgun?

23.3. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna fór í dag yfir skýrslu Robert S. Mueller sem hefur rannsakað hvort framboð Donalds Trumps hafi átt í ólögmætum samskiptum við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna 2016. Barr stefnir að því að kynna helstu niðurstöður fyrir þingmönnum og Trump á morgun. Meira »

Mueller hefur afhent skýrsluna

22.3. Robert Mueller hefur skilað skýrslu sinni um afskipti Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 til dómsmálaráðherra landsins og er rannsókn málsins þar með formlega lokið. Frá þessu er greint á vef Washington Post. Meira »

Comey: Vonar að Trump verði ekki ákærður

22.3. James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, kveðst vona að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ekki ákærður fyrir embættisbrot. Kveðst Comey frekar vilja að Trump bíði afhroð í forsetakosningunum 2020. Meira »

Vilja gefa skýrslu Muellers út

4.3. Bókaútgefendur eru nú í startholunum og eru reiðubúnir að gefa út skýrslu Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI, þegar og ef hún verður gerð opinber, að því er Guardian greinir frá. Meira »

Cohen segir Trump bæði ljúga og pretta

27.2. Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donald Trumps Bandaríkjaforseta, er sagður ásaka forsetann um að vera „svikari“ í opnunarorðum að vitnisburði sínum sem hann mun flytja fyrir Bandaríkjaþingi í dag. Guardian segist hafa séð ræðu Cohen sem innihaldi ýmsar eldfimar ásakanir í garð forsetans. Meira »

Stone fyrir dómara vegna Instagram-færslu

19.2. Roger Stone, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafi Donald Trumps Bandaríkjaforseta, var gert að koma fyrir dómara í dag vegna færslna sem hann birti á samskiptamiðlinum Instagram og skilja mátti sem hótun gegn dómaranum sem dæmir í máli hans. Meira »

Hættir sem varadómsmálaráðherra í mars

19.2. Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun láta af embætti um miðjan mars. Þetta fullyrða fjölmiðlar vestanhafs. Meira »

Teymi Muellers ræddi við Sanders

16.2. Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, er í hópi þeirra sem rætt hefur verið við vegna rannsóknar Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Sanders staðfesti þetta í samtali við CNN í gær. Meira »

Vilja allt að 24 ára dóm yfir Manafort

16.2. Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar, fer fram á allt að 24 ára fangelsi yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Krafan er sett fram vegna þess að Manafort braut gegn samningi sínum við Mueller með því að ljúga að saksóknaranum. Meira »

Manafort laug að FBI og kviðdómi

14.2. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump Bandaríkjaforseta, braut gegn samningi sínum við Robert Mueller, sérstakan saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI, með því að ljúga að saksóknurum. Bandarískur dómari úrskurðaði í gær að Manafort hafi komið með „fjölda falskra fullyrðinga“. Meira »

Trump: Tímasóun að ræða múrinn

1.2. Donald Trump Bandaríkjaforseti gefur lítið fyrir rannsókn Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI, og sagði viðræður við demókrata um múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó „tímasóun“. Trump lét þessi orð falla í viðtali við New York Times. Meira »

Segir rannsókn Muellers á lokametrunum

29.1. Rannsókn Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI í meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2018 og tengslum þeirra við framboð Donald Trumps Bandaríkjaforseta, er nú á lokametrunum, að sögn Matthew Whitaker, setts dómsmálaráðherra. Meira »

Ætlar ekki að vitna gegn Trump

25.1. Roger Stone, fyrr­ver­andi ráðgjafi Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, sem handtekinn var á Flórída fyrr í dag hefur nú verið látinn laus gegn greiðslu tryggingagjalds sem nemur hálfri milljón dollara. Stone hélt yfir sakleysi sínu og segist neita að vitna gegn forsetanum. Meira »

Fyrrverandi ráðgjafi Trump handtekinn

25.1. Roger Stone, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var handtekinn í Flórída í dag að beiðni Roberts Mueller, sérstaks saksóknara. Meira »

Mueller er vofan yfir Washington

23.1. Hann vofir yfir stjórnmálalífinu í Washington eins og vofan í söngleik Andrew Loyd Webbers, Phantom of the Opera. Enginn virðist nokkurn tímann sjá Robert Mueller, sérstakan saksóknara, og hann heyrist heldur aldrei tjá sig, en hver er Mueller eiginlega? Meira »

Trump ánægður og fer mikinn á Twitter

19.1. „Þetta er sorgardagur fyrir blaðamennsku en góður dagur fyrir landið,“ skrifaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter eftir að Robert Mueller, sérstakur saksóknari, greindi frá því að frétt Buzzfeed um að Trump hefði sagt fyrrverandi lögmanni sínum að ljúga fyrir þingi væri ekki nákvæm. Meira »

Fréttin ekki nákvæm

19.1. Sérstakur saksóknari, Robert Mueller, segir frétt Buzzfeed, um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt lögmanni sínum til margra ára, Michael Cohen, að bera ljúgvitni fyrir þingi, ekki nákvæma. Meira »

Lofar að stöðva ekki rannsóknina

14.1. William P. Barr, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í embætti dómsmálaráðherra, hét því í dag að hann myndi ekki stöðva rannsókn saksóknarans Roberts Mueller á meintum tengslum náinna samstarfsmanna Trumps í kosningateymi hans 2016 við ráðamenn í Rússlandi yrði hann skipaður í embættið. Meira »

FBI hóf að rannsaka Trump 2017

12.1. Örfáum dögum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James B. Comey úr embætti forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, fóru starfsmenn stofnunarinnar að hafa áhyggjur af hegðun forsetans og hófu að rannsaka hvort hann hefði verið að vinna með Rússum gegn rússneskum hagsmunum. Meira »

Cohen ber vitni fyrir þinginu

10.1. Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donald Trumps Bandaríkjaforseta, mun bera vitni fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í næsta mánuði að því er nýkjörinn formaður nefndarinnar, Elijah Cummings, greinir frá. Meira »

Dómsuppkvaðningu yfir Flynn frestað

18.12. Dómsuppkvaðningu yfir Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var frestað í dag í kjölfar þess að dómarinn í málinu, Emmet Sullivan, veitti honum val á milli þess að hljóta þungan fangelsisdóm strax eða að dómur yrði kveðinn upp síðar þegar rannsókn saksóknarans Roberts Mueller væri komin lengra á veg og Flynn hefði veitt rannsakendum frekari aðstoð í störfum þeirra. Meira »