Skotárás í skóla í Flórída

Púkar sögðu honum að drepa

7.8. Nikolas Cruz, sem ákærður er fyrir að skjóta sautján til bana í Parkland-menntaskólanum í Flórída, segist hafa heyrt raddir sem sögðu honum að „brenna, drepa, eyðileggja“ að því er fram kemur í gögnum lögreglu úr yfirheyrslum yfir honum. Meira »

Eftirlifendur skotárásar skrifa bók

19.4. Systkini sem lifðu af skotárás í menntaskóla í Flórída í febrúar eru að skrifa bók um baráttuna fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Meira »

„Ég veit ekki af hverju ég lifði af“

7.4. „Ég veit ekki af hverju ég lifði af en ég vil að þið vitið að ég og fjölskylda mín munum helga lífi okkar því að reyna að koma í veg fyrir að eitthvað í líkingu við þetta komi fyrir aftur.“ Þetta segir Anthony Borges, 15 ára nemandi við Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólann í Parkland í Flórída. Meira »

Þáttastjórnandi Fox í frí

1.4. Þáttastjórnandinn Laura Ingraham mun taka sér viku frí frá störfum á Fox-sjónvarpsstöðinni. Tilkynnti hún þetta sjálf í lok þáttar síns á föstudagskvöldið en hún hefur verið gagnrýnd harðlega síðustu daga vegna ummæla sem hún lét falla um nemanda sem komst lífs af úr skortárásinni í Portland í Flórída. Meira »

Byssusmiðurinn Remington gjaldþrota

26.3. Bandaríski byssusmiðurinn Remington óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í gær. Fyrirtækið, sem hefur starfað í yfir 200 ár, hefur safnað upp gífurlegum skuldum. Meira »

„Heyrir hvernig valdhafarnir skjálfa“

24.3. Hundruð þúsunda tóku þátt í fjöldafundum víðsvegar um Bandaríkin í dag til að hvetja til hertrar byssulöggjafar. „Maður heyrir hvernig valdamennirnir skjálfa,“ sagði David Hogg einn þeirra sem lifði árásina í Parkland af og uppskar mikið lófatak fyrir. Meira »

„Þessu lýkur núna!“

24.3. Tugir þúsunda hafa þegar komið saman á götum bandarískra borga vegna fjöldafunda sem halda á vítt og breitt um landið í dag til að kalla eftir hertari byssulöggjöf. „Þessu lýkur núna!“ sagði Adam Buchwald, einn þeirra sem lifði af árásina í Parkland, við fundargesti í Fort Lauderdale. Meira »

Fjölmenni berst fyrir hertri byssulöggjöf

24.3. Búist er við að mörg hundruð þúsund muni koma saman á fjöldafundum vítt og breitt um Bandaríkin í dag til að kalla eftir hertari byssulöggjöf í landinu. Búið er að skipuleggja göngu sem ber yfirskriftina March For Our Lives, en gangan verður einnig gengin í Reykjavík. Meira »

Eina mínútu fyrir hvert fórnarlamb

14.3. Námsmenn víðsvegar um Bandaríkin gengu út úr kennslustundum í dag og léðu þar með stuðning við baráttu þeirra krefjast þess að eitthvað verði gert til að sporna við skotárásum landinu. Meira »

Fara fram á dauðarefsingu yfir Cruz

13.3. Saksóknarar munu fara fram á dauðarefsingu yfir Nikolas Cruz sem myrti 17 nemendur við framhaldsskóla í Flórída í síðasta mánuði. BBC greinir frá. Meira »

Kennarar fá skotvopnakennslu

12.3. Ríkisstjórn Donald Trump mun nota fjármagn sem dómsmálaráðneytið hefur til umráða til að þjálfa kennara og starfsfólk skóla í notkun skotvopna til að reyna að sporna gegn skotárásum í skólum. Meira »

Byssulöggjöf Flórída breytt

8.3. Byssulöggjöfinni var breytt á þingi Flórída í gærkvöldi og lágmarksaldur til þess að kaupa byssu hækkaður í 21 ár úr 18 árum. Jafnframt var ákveðið að setja fjárveitingu í verkefni sem miðar að því að heimila sumum kennurum og starfsfólki skóla að vopnast. Meira »

Hækka byssukaupaaldur í Flórída

6.3. Öldungadeild Flórídaríkis samþykkti í dag að herða byssulöggjöf ríkisins, en stutt er frá því að 17 manns létust í árás á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í ríkinu að því er BBC greinir frá. Meira »

Árásarmaður hrósar Parkland-nemendum

4.3. Maður sem dæmdur var fyrir skotárás í skóla hrósar þeim sem lifðu af árásina í skólanum í Parkland í Flórída fyrir að berjast fyrir hertri byssulöggjöf í landinu. Meira »

Tilfinningarík endurkoma nemenda

28.2. Miklar tilfinningar voru í spilinu þegar nemendur Marjory Douglas Stoneman-menntaskólans í Flórída sneru aftur til kennslustofa sinna eftir að fyrrverandi skólafélagi þeirra skaut sautján manns til bana fyrir tveimur vikum. Meira »

Vilja breyta byssulöggjöfinni

28.2. Þingmenn í Flórída hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingar á byssulöggjöf ríkisins en tvær vikur eru síðan ungur maður skaut 17 til bana í framhaldsskóla í ríkinu. Meira »

Upphaflega talið að Maddy væri dáin

27.2. Madeleine Wilford þurfti að fara í þrjár stórar aðgerðir vegna sáranna sem hún fékk eftir kúlur AR-15 hríðskotariffilsins. Hún var eitt fórnarlamba Nicholas Cruz, sem myrti 17 í árás á Mar­jory Stonem­an Douglas-fram­halds­skól­ann í Flórída á Valentínusardag, en hefur síðan náð undraverðum bata. Meira »

Hefði hlaupið inn í skólann óvopnaður

26.2. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann hefði hlaupið inn í framhaldsskólann í Flórída þar sem 17 manns voru skotnir til bana, jafnvel þó að hann hefði verið óvopnaður. Meira »

Vilja ekki hertar reglur

26.2. Félag bandarískra byssueigenda, NRA, er andsnúið því að reglur verði hertar varðandi skotvopnaeign í kjölfar skotárásar í bandarískum framhaldsskóla nýverið. Meira »

Fleiri fyrirtæki slíta tengsl við NRA

24.2. Enn fleiri fyrirtæki bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa slitið öll tengsl við Sam­tök byssu­eig­enda í land­inu, NRA, eftir skotárásina í Flórída í Bandaríkjunum. Flugfélögin United og Delta bættust í hóp bíla­leig­anna Hertz og Enterprise sem buðu báðar upp á af­slætti fyr­ir fé­lags­menn sam­tak­anna. Meira »

Lögreglumaður við hvern skóla

24.2. Lögreglumaður verður framvegis staðsettur við hvern einasta almenningsskóla í Flórída. Þetta tilkynnti Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, sem hluta af áætlun um að efla öryggi í skólum eftir að sautján voru skotnir til bana í síðustu viku. Meira »

Fyrirtæki slíta tengsl sín við NRA

24.2. Nokkur fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa slitið tengsl sín við Samtök byssueigenda í landinu, NRA.  Meira »

„Krakkarnir eru það sem hefur breyst“

23.2. Nemendur Mar­jory Stonem­an Douglas-fram­halds­skól­ans í Flórída þykja hafa hleypt nýju lífi í baráttuna um herta byssulöggjöf. En hverjir eru þessir skeleggu krakkar sem sumir binda nú vonir við að komi í gegn langþráðri breytingu á bandarísku byssulöggjöfinni? Meira »

Aðhafðist ekkert er árásin var í gangi

23.2. Vopnaður lögreglumaður sem hafði það hlutverk að hafa eftirlit með Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Flórída stóð fyrir utan skólahúsið og aðhafðist ekkert er árásin átti sér þar stað. Meira »

Segir gagnrýni á NRA skammarlega

22.2. Yfirmaður hjá Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hefur gagnrýnt þá harðlega sem vilja herða reglur um byssueign og sakar þá um að notfæra sér skotárásina í Flórída í síðustu viku á skammarlegan hátt. Meira »

Tossalisti Trumps vekur athygli

22.2. „Ég skil ykkur,“ stóð á tossalista sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt á á fundi sínum í gær með þeim sem komust lífs af úr skólaárásinni í Flórída. Samfélagsmiðlar hafa logað eftir að mynd af listanum var birt. Meira »

„Hún var myrt í síðustu viku“

22.2. „Ef þú ert með kennara sem er lunkinn með byssu þá gæti [hann] bundið enda á árás mjög fljótt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær. „Ég skil ekki hvers vegna ég get gengið inn í búð og keypt mér stríðsvopn,“ sagði ungur maður sem missti vin sinn í skólaárásinni í Flórída. Meira »

Kennarar beri skotvopn

21.2. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera að íhuga að veita leyfi fyrir því að kennarar beri skotvopn í von um að koma í veg fyrir enn eina skotárásina í skólum landsins. Meira »

Vill banna búnað fyrir riffla

20.2. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun um að banna búnað sem er hannaður til að hálfsjálfvirkir hríðskotarifflar virki eins og sjálfvirkir rifflar. Meira »

Cruz mætti fyrir dómara í dag

19.2. Árásarmaðurinn sem er grunaður um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Flórída mætti fyrir dómara í dag í yfirheyrslu í tengslum við málsmeðferð hans fyrir dómstólum. Sautján manns létu lífið í skotárásinni á fimmtudag. Meira »