Strawberries

Skilorð og risasekt í Strawberries-máli

25.9. Landsréttur dæmdi á föstudag Viðar Má Friðfinnsson í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og gerði honum að greiða 242 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot á skattalögum og almennum hegningarlögum í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félags sem rak kampavínsklúbbinn Strawberries. Þá var veitingahúsinu Læk, sem var í hans eigu, gert að greiða 158 milljóna króna sekt. Meira »

Vita ekki hvað varð um munina

10.1.2018 Munir, sem gerðir voru upptækir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en héraðsdómur dæmdi að ekki skyldi gera upptæka, finnast ekki hjá lögreglunni og rannsókn héraðssaksóknara hefur ekkert leitt í ljós um afdrif þeirra. Þá virðist enginn bera ábyrgð á hvarfi munanna. Meira »

Misst öll tengsl við fjölskyldu og vini

2.5.2017 Verjandi fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries gagnrýndi „óeðlilegan drátt“ á rannsókn málsins gegn honum og sagði að ekkert geti réttlætt þessar tafir. Hann sagði að samfelld blaðaumfjöllun hjá stærstu fjölmiðlunum, að meðaltali á 18 daga fresti í 4 ár, hafi haft mikil áhrif á ákærða. Meira »

Lögðu milljónir inn á reikning eiganda

2.5.2017 Vitni í aðalmeðferð embættis héraðssaksóknara gegn fyrrverandi eiganda Strawberries greindu frá því að þau hafi lagt háar upphæðir inn á einkareikning hans er þau sóttu staðinn. Meira »

Partíklúbbur, ekki vændishús

2.5.2017 Fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries segir að þar hafi fólk komið saman til að skemmta sér. Þar hafi ekki verið stundað vændi. Ég myndi kalla þetta partíklúbb,“ sagði hann. „Ekki vændishús.“ Aðalmeðferð í máli hans fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira »

Skartgripir hurfu úr fórum lögreglu

21.9.2016 Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar hvarf skartgripa sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði lagt hald á vegna máls Viðars Más Friðfinnssonar, fyrrverandi eiganda skemmtistaðarins Strawberries. Meira »

Neitar sök í skattamáli

7.9.2016 Fyrrverandi eigandi Strawberries neitar sök í máli embættis héraðssaksóknara gagnvart sér og félögum sem hann var í forsvari fyrir. Var hann ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á um 80 milljóna skattgreiðslu. Þá sakaði lögmaður hans lögreglu um að hafa týnt erfðagripum fyrir milljónir. Meira »

Eigandi Strawberries ákærður

27.7.2016 Fyrrverandi eigandi Strawberries hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þetta kemur fram á vef RÚV. Að því er fram kemur í ákærunni var velta rekstrarfélags kampavínsklúbbsins vantalin um tæplega 231 milljón króna áirn 2010 til 2013. Þá leikur grunur á um að eigandinn hafi vantalið eigin tekjur á sama tímabili. Meira »

Grunur um skattsvik á Strawberries

5.7.2016 Kyrrsetning eigna eiganda Strawberries tengist rannsókn á stórfelldum skattsvikum eiganda staðarins, en fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur kom fram að talið væri að hann hefði vantalið tekjur sínar um rúmar 64 milljónir og virðisaukaskattskylda veltu og útskatt um rúmar 230 milljónir króna. Meira »

Rannsókn á Strawberries að ljúka

25.11.2015 Hæstiréttur hefur staðfest kyrrsetningu á eignum sem tengjast kampavínsklúbbnum Strawberries en hann hafði áður ómerkt úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur vegna dráttar á honum. Rannsókn á stórfelldum skattalagabrotum og peningaþvætti sem sagt er hafa tengst staðnum á að ljúka í byrjun næsta árs. Meira »

Kyrrsetning á eignum Strawberries ómerkt

22.10.2015 Úrskurður héraðsdóms um kyrrsetningu á eignum sem tengjast kampavínsklúbbnum Strawberries var ómerktur í Hæstarétti í gær. Dómari í héraði tók lengri tíma en lög gera ráð fyrir til að úrskurða um kyrrsetninguna og því þarf að taka kröfuna fyrir aftur. Grunur er um stórfelld skattalagabrot og peningaþvætti sem tengist staðnum. Meira »

Staðfesti kyrrsetningu á eignum Strawberries

23.6.2015 Hæstiréttur staðfesti kyrrsetningu sýslumannsins í Reykjavík á eignum sem tengjast rekstri Strawberries sem lögreglan hefur rannsakað vegna ítrekaðra upplýsinga um að þar færi fram vændisstarfsemi. Um er að ræða fasteignir, ökutæki og fleiri hluti að andvirði rúms hálfs milljarðs króna. Meira »

Strawberries opnaður á ný

25.11.2013 Kampavínsklúbburinn Strawberries í Lækjargötu var opnaður aftur á laugardagskvöld, en hann hefur verið lokaður síðan lögregla greip til aðgerða þar aðfaranótt 26. október. Eigandi staðarins sat í gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Meira »

Eigandinn laus úr haldi

11.11.2013 Enginn situr nú í gæsluvarðahaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintu vændi á skemmtistaðnum Strawberries í Reykjavík, en síðastliðinn föstudag var eigandanum sleppt úr haldi. Að sögn lögreglu stendur rannsókn málsins enn yfir. Meira »

Eigandi Strawberries einn í haldi

6.11.2013 Aðeins einn maður er enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á ætlaðri sölu og milligöngu vændis á skemmtistaðnum Strawberries. Sex voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald en fimm þeirra hefur verið sleppt og sætir nú aðeins eigandi staðarins varðhaldi. Meira »

Gert að segja sig frá vændismáli

5.11.2013 Nafn lögmanns forsvarsmanns Strawberries við Lækjargötu kom upp við rannsókn lögreglu á því hvort fram færi sala og milliganga vændis af hálfu forsvarsmanns og starfsmanna staðarins. Var lögmanninum því gert að segja sig frá málinu enda hugsanlegt að hann verði kvaddur til að gefa skýrslu. Meira »

Áfram í haldi vegna vændismáls

1.11.2013 Fjórir karlar, sem handteknir voru í Strawberries málinu um liðna helgi, voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. nóvember, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fimm í gæsluvarðhald

26.10.2013 Fimm hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ætlaða sölu og milligöngu vændis af hálfu forsvarsmanns og starfsmanna veitingastaðar í miðbæ Reykjavíkur, en fram hefur komið í fjölmiðlum að umræddur staður sé kampavínsklúbburinn Strawberries. Meira »

Handteknir grunaðir um vændiskaup

26.10.2013 Lögreglan lét til skarar skríða á kampavínsklúbbnum Strawberries við Lækjargötu í nótt og voru nokkrir gestir staðarins handteknir vegna gruns um vændiskaup. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meira »