Úrvalslið Evrópu átti ekki vandræðum með Asíu

Seve Ballesteros með sigurverðlaunin.
Seve Ballesteros með sigurverðlaunin. Reuters

Úrvalslið Evrópu í golfi undir stjórn Spánverjans Seve Ballesteros átti ekki í vandræðum með að leggja úrvalslið Asíu að velli í Konungsbikarnum sem fram fór í Bangkok á Taílandi. Á lokakeppnisdeginum sigraði Evrópa í 5 tvímenningsleikjum af alls 8 og tveimur þeirra lauk með jafntefli. Samtals fékk Evrópa 12 ½ stig gegn 3 ½ stigi Asíu en japanski kylfingurinn Joe Ozaki var fyrirliði Asíu.

Evrópuliðið var þannig skipað: Lee Westwood (England), Darren Clarke (N-Írland), Paul McGinley (Írland), Johan Edfors (Svíþjóð), Henrik Stenson (Svíþjóð), Anthony Wall (England), Robert Karlsson (Svíþjóð) og Niclas Fasth (Svíþjóð).

Toru Taniguchi (Japan), Meesawat (Taíland), Thaworn Wiratchant (Taíland), Hur Suk-ho (S-Kóreu), Yang Yong-eun (S-Kóreu), Tetsuji Hiratsuka (Japan), Jeev Milkha Singh (Indland), Thongchai Jaidee (Taíland).

Úrvalslið Evrópu.
Úrvalslið Evrópu. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka