QuizUp á Android í byrjun mars

Starfsmenn Plain Vanilla. Stefnt er að því að QuizUp-spurningaleikurinn komi …
Starfsmenn Plain Vanilla. Stefnt er að því að QuizUp-spurningaleikurinn komi út fyrir Android í byrjun mars.

Frá því að QuizUp-spurningaleikurinn náði góðum árangri á heimsmælikvarða hefur stefna stjórnenda Plain Vanilla, útgefanda leiksins, verið að gefa hann út á Android-stýrikerfinu. Hingað til hefur hann aðeins verið fáanlegur á iOs-kerfi Apple, en stefnt er því að leikurinn komi út núna í byrjun mars á nýju stýrikerfi. Þetta staðfestir Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri félagsins, í samtali við mbl.is

Upphaflega áætlunin gerði ráð fyrir útgáfu á Android-kerfið um áramótin, en seinna var því frestað þangað til í janúar og nú er gert ráð fyrir að hann verði aðgengilegur á komandi vikum, en Ýmir segir að horft sé til fyrstu vikunnar í mars. Aðspurður hvort um endanlega dagsetningu sé núna að ræða segir Ýmir að eftir að fyrirtækið hafi byrjað í samstarfi við Google um þróun og kynningu leiksins sé nokkuð mikilvægt að dagsetningar standist. 

Á síðustu misserum hefur fjölgað töluvert í starfsmannahópi fyrirtækisins, en Ýmir segir að í síðustu viku hafi þrír nýir starfsmenn verið ráðnir. Allt í allt séu því starfsmenn komnir upp í 40 í dag.

Mikil þróunarvinna er framundan hjá fyrirtækinu, en Ýmir segir að eftir Android-útgáfuna verði horft til þess að þýða leikinn á 10 tungumál og útgáfuherferð í nokkrum löndum. Ýmir og Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóri og stofnandi Plain Vanilla, eru nú staddir í Kína, en þar eru þeir einmitt í viðræðum við þarlenda aðila um næstu skref. Ýmir segir að þá sé einnig horft til markaða í Japan og Suður-Kóreu, en þetta eru tugmilljóna markaðir fyrir leik sem þennan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK