Komu heim eftir að hafa verið fastir 158 daga á sjó

Einar P. Pálsson, Flosi Arnórsson og Þórir Hálfdánarson nutu sólarinnar …
Einar P. Pálsson, Flosi Arnórsson og Þórir Hálfdánarson nutu sólarinnar við Ómanstrendur, en eru nú komnir heim eftir sjóferð sem var mun lengri en upphaflega gert var ráð fyrir. Ljósmynd/Aðsend

Flosi Arnórsson skipstjóri, Einar Þ. Pálsson vinnslustjóri og Þórir Hálfdánarson vélstjóri voru um borð í fiskveiðiskipinu Victoríu undan ströndum Ómans þegar settar voru á ferðatakmarkanir til þess að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. Þeir voru búnir að vera 158 daga á sjó þegar loks var hægt að koma þeim heim og lentu þeir í Keflavík síðdegis á þriðjudag.

„Þetta varð auðvitað yndislegra eftir því sem liðu fleiri dagar,“ svarar Flosi spurður um hvernig hafi verið að koma heim eftir svona langa fjarveru. „Nú er ég bara að fara að skella mér í nudd og ætla bara að slaka á. Fæ mér kannski bjór í kvöld,“ bætir hann við.

Hann segir bjórinn í kvöld ekki vera þann fyrsta frá því að komið var í land þar sem þeir félagar gátu fengið sér einn þegar þeir millilentu í Minsk í Hvíta-Rússlandi.

Það þurfti að vera vel varinn á ferðalaginu.
Það þurfti að vera vel varinn á ferðalaginu. Ljósmynd/Aðsend

„Eftir þrjá mánuði var maður farinn að sjá í hillingum séríslenskan mat eins og steiktan fisk í raspi, lærissneiðar og læri með Ora grænum og svona. Eftir fjóra mánuði þá var maður farinn að sjá í hillingum sjálfan sig út í náttúrunni með konunni og einhver voðaleg rómantík. En eftir fimm mánuði var það eina sem maður sá fyrir sér vodki og bjór,“ segir skipstjórinn og hlær.

Flosi kveðst hafa fengið neikvætt svar úr skimuninni á flugvellinum og nú sé stefnt að því að njóta íslenska sumarsins.

Gat ekki kysst konuna

„Það er alltaf gott að koma heim,“ svarar Þórir, spurður um heimkomuna. Hann segir það fyrsta sem hann hafi gert hafi verið að leggjast upp í rúm. „Ekki gat maður kysst konuna, hún kemst ekki,“ segir hann og hlær, en Þórir er alla jafna búsettur ásamt eiginkonu og dóttur á Möltu.

Hann kveðst búast við því að mæðgurnar komi til landsins í dag og hyggst fjölskyldan ferðast um Ísland í sumar en leggja leið sína til Möltu í ágúst.

Það var ekki lítið mál að komast frá Óman að sögn Þóris, enda hafi landið verið með öllu lokað. Stjórnvöld þar í landi gerðu hins vegar sitt til þess að hjálpa félögunum að komast í vél sem flaug til Minsk í Hvíta-Rússlandi og síðan þaðan til Amsterdam, en þaðan fékkst beint flug til Íslands.

Ljósmynd/Aðsend

Þórir telur gott fyrir sjómenn að prófa svona langa dvöl á sjó og kynnast því hvernig það sé, enda eru langar sjóferðir raun margra sjómanna um heim allan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.8.20 378,85 kr/kg
Þorskur, slægður 7.8.20 345,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.8.20 380,47 kr/kg
Ýsa, slægð 7.8.20 253,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.8.20 100,29 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.20 124,21 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 7.8.20 348,34 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Kristján HF-100 Lína
Keila 471 kg
Hlýri 231 kg
Karfi / Gullkarfi 102 kg
Þorskur 66 kg
Steinbítur 52 kg
Samtals 922 kg
7.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 2.663 kg
Þorskur 1.998 kg
Steinbítur 325 kg
Langa 150 kg
Skarkoli 72 kg
Hlýri 45 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Keila 12 kg
Ufsi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 6 kg
Samtals 5.298 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.8.20 378,85 kr/kg
Þorskur, slægður 7.8.20 345,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.8.20 380,47 kr/kg
Ýsa, slægð 7.8.20 253,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.8.20 100,29 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.20 124,21 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 7.8.20 348,34 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Kristján HF-100 Lína
Keila 471 kg
Hlýri 231 kg
Karfi / Gullkarfi 102 kg
Þorskur 66 kg
Steinbítur 52 kg
Samtals 922 kg
7.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 2.663 kg
Þorskur 1.998 kg
Steinbítur 325 kg
Langa 150 kg
Skarkoli 72 kg
Hlýri 45 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Keila 12 kg
Ufsi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 6 kg
Samtals 5.298 kg

Skoða allar landanir »