Undarleg hótelsvíta hönnuð af stílista Katy Perry

Stjörnur á ferð og flugi | 30. ágúst 2019

Undarleg hótelsvíta hönnuð af stílista Katy Perry

Hótelherbergi og svítur eru vanalega í sama stílnum en ekki hótelsvíta í London sem stílisti söngkonunnar Katy Perry, Johnny Wujek, hannaði með tískubloggaranum Kaitlyn Ham. Svítan er fullkomin fyrir pör með mjög ólíkan smekk en tveir mjög ólíkir stílar ráða ríkjum. 

Undarleg hótelsvíta hönnuð af stílista Katy Perry

Stjörnur á ferð og flugi | 30. ágúst 2019

Johnny Wujek og Kaitlyn Ham hönnuðu hótelherbergi.
Johnny Wujek og Kaitlyn Ham hönnuðu hótelherbergi. Ljósmynd/The Curtain Hotel

Hótelherbergi og svítur eru vanalega í sama stílnum en ekki hótelsvíta í London sem stílisti söngkonunnar Katy Perry, Johnny Wujek, hannaði með tískubloggaranum Kaitlyn Ham. Svítan er fullkomin fyrir pör með mjög ólíkan smekk en tveir mjög ólíkir stílar ráða ríkjum. 

Hótelherbergi og svítur eru vanalega í sama stílnum en ekki hótelsvíta í London sem stílisti söngkonunnar Katy Perry, Johnny Wujek, hannaði með tískubloggaranum Kaitlyn Ham. Svítan er fullkomin fyrir pör með mjög ólíkan smekk en tveir mjög ólíkir stílar ráða ríkjum. 

Perry er þekkt fyrir að skemmtilegan og ögrandi stíl og er Wujek maðurinn á bak við útlit hennar. Það þarf því ekki að koma á óvart að hans helmingur svítunnar er mjög litríkur. Hinn helmingurinn er einfaldur og klassískur. Svo nákvæm er skiptingin í svítunni að rúminu er meira að segja skipt í tvo ólíka stíla. 

Katy Perry.
Katy Perry. mbl.is/AFP

Verkefnið er unnið í samstarfi við Hotels.com og í yotubemyndbandi kemur fram að þau Wujek og Ham hafi fengið það verkefni að hanna fyrstu hótelsvítuna sem skipt er í tvennt. Svítan er á hótelinu The Curtain í hinu vinsæla Shoreditch-hverfi í London. Nú er bara spurningin: Hvorn helminginn myndir þú velja?

Ljósmynd/The Curtain Hotel
mbl.is