Sigmar gekk á Bjarkeyju

Alþingi | 15. desember 2022

Sigmar gekk á Bjarkeyju

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, tókust á á þingi í dag um 100 milljón króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. 

Sigmar gekk á Bjarkeyju

Alþingi | 15. desember 2022

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Arnþór

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, tókust á á þingi í dag um 100 milljón króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. 

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, tókust á á þingi í dag um 100 milljón króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. 

Sigmar spurði Bjarkey hvort styrkurinn hefði upphaflega verið hugsaður framhjá hinum almenna potti sem fer til einkarekinna fjölmiðla. 

Bjarkey svaraði neitandi og sagði að fjárhæðin hefði verið sett á sama lið og fjármunir vegna fjölmiðlastyrkja til einkarekinna fjölmiðla.

„Meirihlutinn var að beina ráðherra í þann farveg sem við stöndum með – við viljum – í meirihlutanum og ég ber engan kinnroða fyrir því. Við viljum í meirihlutanum efla framleiðslu sjónvarpsefnis í hinum dreifðu byggðum.“

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þú ert að snúa út úr Bjarkey!

Sigmar sagði þá að um eftiráskýringar væru að ræða vegna umræðu fjölmiðla um málið. Hann spurði hvernig ætti að skipta 100 milljónum á milli tveggja lítilla fjölmiðla. 

„Hvernig er hægt að réttlæta skekkjuna þarna á milli?“

Þá benti Sigmar á að Byggðastofnun væri einn af hluthöfum N4. „Hvernig fer það heim og saman að þessi sama Byggðastofnun á að gera einhverskonar úttekt á því hvernig fjölmiðlaumhverfið er á landsbyggðinni þegar að hagsmunir stofnunarinnar eru augljóslega samofnir því svari sem kæmi út úr slíkri skoðun.“

Bjarkey sagði það vera skondið að þingmenn hafi ekki tekið eftir málinu fyrr, þar sem fjárlögin hafa verið rædd síðustu daga á þinginu.

Sigmar kallaði þá fram að um útúrsnúning væri að ræða.

„Má ég fá að svara?“ kallaði Bjarkey úr ræðustól og sagði að Byggðastofnun komi að verkefninu eins og hún hafi komið að mörgum verkefnum.

„Og það að ætla segja að hún sé vanhæf, vanhæf! Til að taka út dreifbýlismiðla finnst mér svo ósanngjarn málflutningur gagnvart þeirri stofnun.“

„Þú ert að snúa út úr Bjarkey!“ kallaði Sigmar þá.

Sagðist hún þá vera svara spurningu hans um hæfni Byggðarstofnunar. 

Samband á milli beiðninnar og styrksins

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagðist í ræðustól ekki skilja málið.

Hann sagði að 4. desember hafi fjárlaganefnd fengið tillögur frá meirihluta nefndarinnar um 2,7 milljarða, þar á meðal 100 milljónir til einkarekinna fjölmiðla.

„Hvergi annars staðar kemur fram nein fjárbeiðni á þennan fjárlaga lykil. Þannig að það er augljóst að það er samband á milli þeirra 100 milljóna sem beðið var um í þessari beiðni frá N4 og þeirra 100 milljóna sem fjárlaganefnd leggur til. Því ekki er fjárlaganefnd að búa til eitthvað upp úr eigin hatti hvað það varðar,“ sagði hann. 

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óheppilegt að nefndin öll vissi ekki af tengslunum

Þá nefndi Björn, sem er einnig nefndarmaður í fjárlaganefnd, að meirihlutinn hafi ekki gert grein fyrir tengslum Stefáns Vagns Stefánssonar við N4, en mágkona hans er framkvæmdastjóri miðilsins, á fundum nefndarinnar 5. og 7. desember er málið var rætt og afgreitt. 

Bjarkey svaraði Birni og sagði að starfsemi RÚV hafi verið mikið til umræðu í meirihlutanum og fjölmiðlar almennt. 

„Niðurstaðan var sú að leggja til aukin framlög í þennan sjóð sem ráðherra hefur til umráða,“ sagði Bjarkey. 

Hún sagði að Stefán Vagn hafi gert grein fyrir tengslunum og tók þar af leiðandi ekki þátt í ákvörðun er verið var að fara yfir styrkina. 

„Það er alveg rétt að það láðist að gera það í nefndinni allri. Ég bara hugsaði það ekki og ég get ekki gert neitt annað en að biðjast velvirðingar á því, að háttvirtur þingmaður gerði ekki grein fyrir því. Það er bara óheppilegt að slíkt hafi ekki verið gert,“ sagði Bjarkey og bætti við að það breyti því ekki að Stefán Vagn geti staðið að þessari tillögu, það sé ekkert sem banni það.

Stefán Vagn ekki vanhæfur

Björn sagði þá að 7. desember hafi hann sent fyrirspurn á fjárlaganefnd hvort hagsmunaárekstrar hafi verið kannaðir meðal þingmanna. 

Svarið sem hann fékk var einfalt nei. 

Björn sagði að málið í heild sinni bendi til þess að það „sé einfaldlega verið að hlaupast undan því sem upprunalega var ákveðið og reynt að fela að það væri í raun einn beinn styrkur til N4 á Akureyri.“

Bjarkey sagðist þá ekki bera ábyrgð á meirihlutanum og fólk verði að gera grein fyrir sér sjálft. 

„Það var ekki mitt að svara fyrir alla hina,“ sagði hún og ítrekaði að Stefán Vagn hafi ekki verið vanhæfur.

mbl.is