Óvenjumikið um að sölukeðjur slitni

Vextir á Íslandi | 6. febrúar 2024

Óvenjumikið um að sölukeðjur slitni

Kristján Snorrason húsasmíðameistari segir nú óvenjumikið um að fasteignasala gangi til baka vegna þess að einn hlekkur í sölukeðjunni slitnar. Hann hafi ekki séð það gerast jafn oft og síðustu mánuði.

Óvenjumikið um að sölukeðjur slitni

Vextir á Íslandi | 6. febrúar 2024

Kristján Snorrason við íbúðir sem hann er að reisa á …
Kristján Snorrason við íbúðir sem hann er að reisa á Nónhæð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Snorrason húsasmíðameistari segir nú óvenjumikið um að fasteignasala gangi til baka vegna þess að einn hlekkur í sölukeðjunni slitnar. Hann hafi ekki séð það gerast jafn oft og síðustu mánuði.

Kristján Snorrason húsasmíðameistari segir nú óvenjumikið um að fasteignasala gangi til baka vegna þess að einn hlekkur í sölukeðjunni slitnar. Hann hafi ekki séð það gerast jafn oft og síðustu mánuði.

„Ég hef ekki upplifað svona tíð keðjuslit en maður upplifði það vissulega á árum áður að það gekk ekkert að selja. Maður seldi bara ekki neitt,“ segir Kristján sem hefur eftir fasteignasala að jafnvel önnur hver sala hafi að undanförnu gengið til baka af þessari ástæðu.

Sala á nýjum íbúðum á Nónhæð hefur ítrekað gengið til …
Sala á nýjum íbúðum á Nónhæð hefur ítrekað gengið til baka. Teikning/ONNO

Veita vísbendingu

Spurður hvað skýri keðjuslitin segir Kristján þau veita vísbendingu um að viss kaupendahópur eigi mjög erfitt með að kaupa íbúðir.

Þá fyrst og fremst fólk með takmarkað eigið fé sem komist ekki í gegnum greiðslumat eftir að Seðlabankinn herti reglur um lánshlutföll sumarið 2022.

Sömuleiðis hafi vaxtahækkanir haft í för með sér að margir standist ekki kröfur um greiðslugetu.

Ekki aðeins fyrstu kaupendur

Kristján segir aðspurður ekki eingöngu vera um að ræða fyrstu kaupendur í þessu efni. Til dæmis hafi hann selt allar minnstu íbúðirnar á Nónhæð í fyrra en meðal kaupenda hafi verið fyrstu kaupendur.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is