Grindvíkingar ekki endilega verðbólguhvetjandi

Vextir á Íslandi | 7. febrúar 2024

Grindvíkingar ekki endilega verðbólguhvetjandi

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir ekki ráð fyrir því að kaup Grindvíkinga á húsnæði muni hafa mikil áhrif á þróun verðbólgu. Helst hefur hann áhyggjur af aðgerðum stjórnvalda, hvernig þær verða fjármagnaðar og framkvæmdar.

Grindvíkingar ekki endilega verðbólguhvetjandi

Vextir á Íslandi | 7. febrúar 2024

Í peningastefnunefnd sitja þrír af fjórum bankastjórum Seðlabankans. Ásgeir Jónsson …
Í peningastefnunefnd sitja þrír af fjórum bankastjórum Seðlabankans. Ásgeir Jónsson (formaður), auk varaseðlabankastjóranna Gunnars Jakobssonar og Rannveigar Sigurðardóttur. Þá eiga í sætinni tveir utanaðkomandi nefndarmenn, þær Herdís Steingrímsdóttir og Ásgerður Ósk Pétursdóttir. Ljósmynd/Seðlabanki Íslands

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir ekki ráð fyrir því að kaup Grindvíkinga á húsnæði muni hafa mikil áhrif á þróun verðbólgu. Helst hefur hann áhyggjur af aðgerðum stjórnvalda, hvernig þær verða fjármagnaðar og framkvæmdar.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir ekki ráð fyrir því að kaup Grindvíkinga á húsnæði muni hafa mikil áhrif á þróun verðbólgu. Helst hefur hann áhyggjur af aðgerðum stjórnvalda, hvernig þær verða fjármagnaðar og framkvæmdar.

Þetta kom fram í máli hans á fundi peningastefnunefndar Seðlabankans.

Ásgeir segir að það virðist vera í umræðunni hjá sumum að ríkissjóður væri á framfæri einhverra annarra en skattgreiðenda.

„Það er ekki hægt að eyða sömu peningunum tvisvar,“ sagði Ásgeir á fundinum um aðgerðir fyrir Grindavík.

Hann útskýrir að varðandi aðgerðir ríkissins í kjarasamningum og Grindavík þá þurfi að huga að forgangsröðun útgjöldum. Það sé hlutverk stjórnmálamanna

„Hvort sem peningum er eytt í tekjumillifærslur eða hvort þeim sé eytt í uppbygginu innviða - Það er ekki hægt að gera allt í einu,“ sagði Ásgeir.

Segir nóg til af húsnæði

Varðandi það hvort að kaup Grindvíkinga á fasteignum muni hafa áhrif á verðbólgu sagði Ásgeir að nóg væri til af húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og því það ólíklegt.

Sagði hann að núna væru 3.500 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Sölutími fasteigna væri farinn úr því að vera einn mánuður yfir í 3-4 mánuði.

„Það er ekkert skortur á eignum hér. Það liggur alveg fyrir.“

Ásgeir gerir ráð fyrir því áhrifin muni helst finnast á fasteignamarkaðnum á Suðurnesjum.

„Mér finnst nú líklegt að áhrifin á fasteingamarkaðinn verði aðallega merkjanleg á þarna á Reykjanesi eða þar í kring.“

Orð Seðlabankastjóra virðast í nokkurri andstöðu við nýja greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var á mánudaginn, en þar kom fram að tæplega eitt þúsund íbúðir hafi vantað á landinu öllu í fyrra til að uppfylla íbúðaþörf síðasta árs og útlit sé fyrir að enn muni draga úr framboði á nýju húsnæði á næstu árum.

Eins og greint var frá í morgun þá hefur pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að halda vöxt­um bank­ans óbreytt­um. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því áfram 9,25%. 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is