Íslendingar hrifnastir af Louis Vuitton á endursölumarkaði

Fatastíllinn | 7. mars 2024

Íslendingar hrifnastir af Louis Vuitton á endursölumarkaði

Ýr Guðjohnsen, framkvæmdastjóri verslunarinnar Attikk, segir tískuhúsið Louis Vuitton vera langvinsælasta merkið hjá versluninni, en hjá Attikk er fólki boðið upp á öruggan vettvang til þess að selja og versla notaðar lúxus merkjavörur á Íslandi. 

Íslendingar hrifnastir af Louis Vuitton á endursölumarkaði

Fatastíllinn | 7. mars 2024

Ýr Guðjohnsen, framkvæmdastjóri verslunarinnar Attikk, segir Louis Vuitton vera langvinsælasta …
Ýr Guðjohnsen, framkvæmdastjóri verslunarinnar Attikk, segir Louis Vuitton vera langvinsælasta merkið. Samsett mynd

Ýr Guðjohnsen, framkvæmdastjóri verslunarinnar Attikk, segir tískuhúsið Louis Vuitton vera langvinsælasta merkið hjá versluninni, en hjá Attikk er fólki boðið upp á öruggan vettvang til þess að selja og versla notaðar lúxus merkjavörur á Íslandi. 

Ýr Guðjohnsen, framkvæmdastjóri verslunarinnar Attikk, segir tískuhúsið Louis Vuitton vera langvinsælasta merkið hjá versluninni, en hjá Attikk er fólki boðið upp á öruggan vettvang til þess að selja og versla notaðar lúxus merkjavörur á Íslandi. 

Á dögunum birti Ýr fróðlegt myndband á TikTok-síðu Attikk þar sem hún deildi skemmtilegum staðreyndum um Neverfull-töskuna frá Louis Vuitton. 

Ýr segir Neverfull-töskuna vera mest selda taskan í endursölu frá Louis Vuitton í heiminum, en Íslendingar virðast þó halda meira upp á aðra tösku frá merkinu þó Neverfull-taskan sé líka vinsæl hér á landi. 

„Neverfull er mest selda taskan í endursölu frá þessu merki en hún er líka ofarlega á lista yfir vinsælustu töskurnar hjá Attikk. Hins vegar eru Keepall-töskurnar frá Louis Vuitton heldur vinsælli hjá okkur,“ segir Ýr. 

Ýr segir að Keepall-taskan frá Louis Vuitton sé sú vinsælasta …
Ýr segir að Keepall-taskan frá Louis Vuitton sé sú vinsælasta um þessar mundir. Ljósmynd/Louisvuitton.com

Taska sem selst fljótt og örugglega á endursölumarkaði

Aðspurð segir Ýr kostina við Neverfull-töskuna vera hve rúmgóð hún er, en þar að auki passi hún við allt og að flestir þekki þessa týpu. „Það er hægt að stilla böndin á hliðum töskunnar og breyta löguninni á henni, en eins og sýnt er í myndbandinu þá er líka hægt að snúa henni á röngunni! Ég myndi segja að Neverfull-taskan væri svolítið „safe bet“ fyrir þá sem eru að versla sína fyrstu tösku frá Louis Vuitton, enda selst hún fljótt og örugglega á endursölumarkaði,“ segir hún. 

„Taskan er sívinsæl og er hætt í fjöldaframleiðslu, en mér skilst að verið sé að tæma lagerinn af Neverfull-töskunum og að hún verði héðan í frá aðeins fáanleg eftir pöntunum þar sem kaupandi fer á lista, að minnsta kosti í einhverjum litum,“ bætir hún við. 

Neverfull-taskan er vinsælasta taskan í endursölu frá merkinu.
Neverfull-taskan er vinsælasta taskan í endursölu frá merkinu. Ljósmynd/Louisvuitton.com

Hvaða merki er vinsælast heilt yfir hjá ykkur?

„Við erum með svo ótrúlega fjölbreytt úrval af bæði gömlum og nýjum týpum af töskum að það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hvaða týpa selst mest. En langvinsælasta merkið hjá okkur er Louis Vuitton. Þar á eftir er Gucci, en um þriðja sætið keppast svo Prada, Chanel og Burberry.“

Hvaða töskur eru mest seldar hjá ykkur?

„Mest seldu töskurnar hjá okkur eru held ég Keepall-taskan frá Louis Vuitton og þar á eftir Nylon-töskurnar frá Prada.“

Næst vinsælustu töskurnar hjá Attikk eru Nylon-töskurnar frá Prada.
Næst vinsælustu töskurnar hjá Attikk eru Nylon-töskurnar frá Prada. Ljósmynd/Prada.com

Hver er draumataskan þín?

„Þær eru svo margar og allar frekar einstakar – ég sækist voða lítið í þessar vinsælu og eftirsóttu töskur í dag. Eina sígilda taskan sem ég óska mér er Double Flap-taska frá Chanel sem er að minnsta kosti 16 til 17 ára gömul. Fyrir árið 2008 voru þær nefnilega með 24 karata gullhúðuðum málmi, sem þær skarta ekki í dag.“

@attikk.is Skemmtileg staðreynd dagsins frá Attikk 🤌🏽 nældu þér í eina ekta og geysivinsæla tösku hjá okkur! #ísland #íslenskt ♬ original sound - ATTIKK
mbl.is