Aðstæðunum líkt við helvítisvist

AFP

Farandverkamenn og hælisleitendur sem teknir eru höndum í Grikklandi eru látnir búa við ólíðandi aðstæður sem hafa oft skelfilegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra. Þetta er niðurstaða skýrslu hjálparsamtakanna Lækna án landamæra.

Læknar samtakanna sem hafa heimsótt búðir þar sem fólkinu er haldið, lögreglustöðvar og byggingar strandgæslunnar víða um landið lýsa aðstæðunum sem „helvíti“ fyrir þá sem eru látnir hírast þar. Í einum fangabúðunum sem læknarnir heimsóttu sáu þeir saur úr mönnum leka úr ónýtum pípulögnum á milli hæða.

„Ég hélt að aðstæður á borð við þessar væru ekki mögulegar á evrópskri grundu. Aðalumkvörtunarefni farandverkamannanna er að það sé ekki komið fram við þá eins og manneskjur og að þeir séu látnir hafast við í víti. Þeir hafa rétt fyrir sér,“ segir Marietta Provopoulou, yfirmaður Lækna án landamæra í Grikklandi, við breska blaðið The Guardian.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert