633 mótmælendur handteknir

Lögreglumenn sjást hér handtaka mótmælanda í Minsk í gær.
Lögreglumenn sjást hér handtaka mótmælanda í Minsk í gær. AFP

Alls voru 633 handteknir í mótmælum í Hvíta-Rússlandi í gær en talið er að um 100 þúsund hafi tekið þátt í atburðum  þar sem endurkjöri Alexanders Lúkasjenkós sem setið hefur í embætti forseta landsins í 26 ár, var mótmælt.

AFP

Talskona innanríkisráðuneytisins segir að fólkið hafi verið handtekið fyrir brot á lögum um fjöldasamkomur. Af þeim eru 363 í varðhaldi og verða í fangelsi þangað til dómur hefur fallið í máli þeirra.

Mótmælaaldan hófst eftir umdeildar forsetakosningar 9. ágúst sem Lúkasjenkó sigraði með miklum yfirburðum ef marka má opinber kosningaúrslit. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert