Mikill áhugi á hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi

Hjúkrunarheimilið Seltjörn var vígt árið 2019, en húsið er nú …
Hjúkrunarheimilið Seltjörn var vígt árið 2019, en húsið er nú til sölu. mbl.is/Hari

„Við höfum orðið vör við mjög mikinn áhuga. Það hafa margir haft samband,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Bærinn auglýsti í lok síðasta mánaðar fasteignina Safnatröð 1 til sölu. Í húsnæðinu er rekið hjúkrunarheimilið Seltjörn og boðið upp á þjónustu fyrir aldraða Seltirninga.

Tilboðsfrestur rennur út hinn 20. nóvember næstkomandi en óskað var eftir skuldbindandi tilboðum í eignina og skilyrt að tilboðsgjafi sé sérhæfður í rekstri fasteigna.

Þór segir við Morgunblaðið að það komi sér ekki á óvart að margir sýni fasteigninni áhuga enda sé um glæsilega eign að ræða. Hann vill ekki gefa upp hvaða verðhugmyndir séu á lofti. „Við horfum bara á hvað hæstbjóðandi segir. Við tökum boltannn eftir 20. nóvember og sjáum hvað setur. Það er engin leiðandi tala í þessu efni.“

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. mbl.is/Sigurður Bogi

Vaxtastigið er þungt

Þessa dagana er unnið að gerð fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir næsta ár og kveðst Þór ekki reikna með að salan náist fram áður en þeirri vinnu lýkur. „Þetta kemur bara fram sem söluhagnaður en ég veit ekki hvort það náist innan ársins.“

Ekki á teikniborðinu að hækka

Ekki standi þó til að hækka útsvarsprósentuna. „Við erum að horfa á hvað er að gerast í kringum okkur og vega og meta en það stefnir í að við verðum lægst. Það hefur ekki verið á teikniborðinu að hækka. Við eigum það þá inni ef við þyrftum mögulega á því að halda á næsta ári. Það stefnir að óbreyttu í að útsvarsprósentan verði 14,31 eins og hún er í dag. Og svo verðum við að vona að það fari að horfa til betri vegar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert