Eldur í einbýlishúsi á Selfossi 31. október

Óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi

16.4. Héraðssaksóknari hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karl­manni sem ákærður er fyr­ir mann­dráp á Sel­fossi í október 2018. Gæsluvarðhald yfir manninum á að renna út í dag. Úrskurður Landsréttar liggur fyrir seinna í dag. Meira »

Gæsluvarðhald staðfest

27.3. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að karlmaður sem ákærður hefur verið fyrir manndráp á Selfossi sæti áfram gæsluvarðhaldi allt þar til dómur fellur í máli hans en þó eigi lengur en til 16. apríl. Meira »

Krefjast 25 milljóna í bætur

24.1. Aðstandendur konu sem fórst í eldsvoðanum á Kirkjuvegi á Selfossi í fyrra krefja karlmann sem er ákærður fyrir að hafa banað henni og karlmanni um 25 milljónir króna í bætur. Meira »

Ákærður fyrir eldsvoðann á Selfossi

24.1. Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara vegna bruna í einbýlishúsi við Kirkjuveg 11 á Selfossi 31. október. Í brunanum lést par og var maðurinn handtekinn á vettvangi. Var hann húsráðandi, en kona sem var gestkomandi var einnig handtekin á staðnum. Meira »

Rannsókn brunans á borði saksóknara

7.1. Rannsókn brunans á Selfossi í lok október á síðasta ári, sem kostaði tvær manneskjur lífið, er lokið og málsgögn eru kominn inn á borð héraðssaksóknara. Landsréttur staðfesti á fimmtudag í síðustu viku gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa valdið eldsvoðanum. Meira »

Framlengja gæsluvarðhald vegna brunans

27.12. Héraðsdómur Suðurlands samþykkti í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa valdið eldsvoðanum á Selfossi sem varð tveimur að bana, segir Grímur Hergeirsson saksóknari í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn brunans að ljúka

27.12. Lögreglan á Suðurlandi fer fram á að Héraðsdómur Suðurlands framlengi gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem er grunaður um að hafa valdið eldsvoða að Kirkjuvegi 18 á Selfossi 31. október, um fjórar vikur. Tveir einstaklingar létu lífið í brunanum. Krafan verður tekin fyrir í héraðsdómi í dag. Meira »

Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

29.11. Héraðsdómur Suðurlands hefur að framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið eldsvoða að Kirkjuvegi 18 á Selfossi 31. október um fjórar vikur. Tvennt lést í eldsvoðanum. Meira »

Sagðist vera morðingi

23.11. Karlmaðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi, greindi lögreglu frá því að eigin frumkvæði á vettvangi að hann hafi kveikt í og að hann „væri bara morðingi“. Meira »

Landsréttur staðfestir gæsluvarðhald

22.11. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að karlmaður á sextugsaldri skuli sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember. Maðurinn er grunaður um aðild að eldsvoða í einbýlishúsi á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

15.11. Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Byrjað að rífa húsið á Kirkjuvegi

15.11. Byrjað er að rífa húsið á Kirkjuvegi á Selfossi sem brann í lok október. Þetta staðfestir samskiptastjóri VÍS. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, er rannsókn á málinu í fullum gangi. Krafist hefur verið sakhæfismats á meintum geranda í málinu. Meira »

Húsráðandi sagður valdur að brunanum

10.11. Karlmaður, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna eldsvoðans á Selfossi í lok síðasta mánaðar, er sagður hafa kveikt eldinn með því að bera eld að pizzakössum og gluggatjöldum í húsinu. Meira »

Kveikti í pizzakössum og gardínum

9.11. Karlmaður, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna eldsvoðans á Selfossi í lok síðasta mánaðar þar sem kona og karl létu lífið, er sagður hafa komið eldinum af stað með því að kveikja í pizzakössum og gardínum í húsinu. Meira »

Vilja ekki móta sögu vitna

9.11. Lögreglunni á Suðurlandi berast enn upplýsingar frá vitnum í tengslum við brun­ann í ein­býl­is­húsi á Kirkju­vegi 18 á Sel­fossi í síðustu viku. Lögregla hefur tekið skýrslu af manni og konu sem grunuð eru um aðild að eldsvoðanum. Meira »

Í gæsluvarðhald vegna brunans

8.11. Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að karlmaður á sextugsaldri skuli sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember, en maðurinn er grunaður um aðild að elds­voða í ein­býl­is­húsi á Sel­fossi í lok október. Meira »

Sagður valdur brunans

8.11. Íslenskur karlmaður, fæddur árið 1965, var í gær færður fyrir Héraðsdóm Suðurlands þar sem lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði kröfu um að hann sætti framlengdu gæsluvarðhaldi til klukkan 16 þann 29. nóvember næstkomandi. Meira »

Fólkið verður yfirheyrt í dag

7.11. Karl og kona, sem handtekin voru í tengslum við brunann í einbýlishúsi á Kirkjuvegi 18 á Selfossi í síðustu viku, verða yfirheyrð í dag. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Úr gæsluvarðhaldi í fangelsi

6.11. Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir konunni sem grunuð er um aðild að eldsvoða að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í síðustu viku. Frá þessu er greint á vef lögreglunnar. Meira »

Rökstuðningi skilað til Landsréttar

6.11. Lögreglan á Suðurlandi hefur skilað rökstuðningi til Landsréttar vegna gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir konu sem handtekin var á vettvangi brunans að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í síðustu viku. Konan kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Meira »

Kæra hefur engin áhrif á rannsóknina

5.11. Kæra gæsluvarðhaldsúrskurðar vegna brunans í einbýlishúsi við Kirkjuveg 18 á Selfossi síðastliðinn miðvikudag hefur engin áhrif á rannsókn málsins. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Kærir gæsluvarðhald til Landsréttar

5.11. Konan sem handtekin var í tengslum við bruna í einbýlishúsi við Kirkjuveg 18 á Selfossi síðastliðinn miðvikudag, og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald, hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Í einangrun vegna rannsóknarhagsmuna

2.11. Fólkið sem handtekið var í tengslum við bruna í einbýlishúsi á Selfossi í fyrradag sætir einangrun í gæsluvarðhaldi til þess að koma í veg fyrir að það geti haft áhrif á rannsókn málsins. Skýrslur verða ekki teknar af fólkinu yfir helgina. Meira »

Íbúar í nágrenninu loki gluggum

2.11. Vegna óhagstæðrar veðurspár telur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands rétt að íbúar í nágrenni rústanna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi hafi glugga á húsnæði sínu lokaða og að gangandi umferð verði sem minnst um nágrennið meðan rústirnar hafa ekki verið fjarlægðar. Meira »

Væntir niðurstöðu eftir helgina

2.11. Rannsókn stendur enn yfir á eldsvoðanum á Selfossi þar sem eldur kom upp í einbýlishúsi við Kirkjuveg með þeim afleiðingum að kona og karlmaður týndu lífi. Þrír einstaklingar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Meira »

Flókið að rífa húsið vegna asbests

1.11. Flókið mál verður að rífa húsið sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi í gær vegna þess hversu mikið asbest var í því. Ekki má rífa húsið fyrr en heimild hefur fengist frá bæði Heilbrigðis- og Vinnueftirlitinu. Þetta segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu. Meira »

Úrskurðuð í gæsluvarðhald

1.11. Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað karlmann og konu í gæsluvarðhald í eina viku.  Meira »

Nöfn þeirra sem létust í eldsvoðanum

1.11. Konan sem lést í brunanum á Kirkjuvegi á Selfossi í gær hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Hún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Hún lætur eftir sig þrjá syni. Kristrún var gestkomandi í húsinu. Karlmaðurinn sem einnig lést hét Guðmundur Bárðarson. Hann var fæddur 1969 og búsettur á Selfossi. Meira »

Farið fram á vikulangt gæsluvarðhald

1.11. Búið er að yfireyra báða einstaklingana sem handteknir voru vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi í gær. Um er að ræða húsráðanda og gestkomandi konu. Lögregla hefur gert kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að þau sæti hvort um sig gæsluvarðhaldi í viku vegna rannsóknarhagsmuna. Meira »

Eldsupptök líklega af mannavöldum

1.11. Lögregla telur sig hafa rökstuddan grun um að eldsupptök vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi í gær hafi verið af mannavöldum. Búið er að taka skýrslu af öðrum þeirra sem er í haldi lögreglu vegna brunans og skýrslutökur yfir hinum aðilanum standa yfir. Meira »