Flóttafólk í Bandaríkjunum

Stjórnvöld hvött til að þrýsta á Pompeo

12.2. Félagar í fimm ungliðahreyfingum skora á íslensk stjórnvöld að þrýsta á Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að beita sér fyrir því að mannréttindabrot gegn börnum á landamærum þarlendis verði stöðvuð. Meira »

„Við erum fjölskylda“

16.8. Ástæðan fyrir því að fjölskylda Pilar, sem er 15 ára, flúði frá Hondúras var ógn sem steðjaði að stúlkunni af hálfu glæpasamtaka. Hún átti að selja líkama sinn í fjáröflunarskyni fyrir samtökin. Fjölskyldan seldi heimilið og flúði land því eins og pabbi hennar segir: „Við erum fjölskylda“. Meira »

Komnar aftur til Bandaríkjanna

10.8. Alríkisdómari í Bandaríkjunum fyrirskipaði í gær að flogið yrði með mæðgur aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa komist að því að þeim var vísað úr landi á meðan umsókn þeirra um hæli var enn til skoðunar hjá yfirvöldum. Mæðgurnar eru frá El Salvador. Meira »

„Ríkisstjórn Bandaríkjanna rændi börnunum okkar“

16.7. Hópur fullorðinna, sem er í haldi í búðum innflytjenda í Texas, skrifar í opnu bréfi að börn þeirra þekki ekki lengur raddir þeirra, þeim finnist þau yfirgefin og án ástar og umhyggju. Meira »

Fá lengri frest til að sameina fjölskyldur

10.7. Bandarísk stjórnvöld hafa fengið lengri frest til þess að sameina fjölskyldur á flótta sem hefur verið tvístrað á landamærunum. Meira »

Susan Sarandon handtekin fyrir mótmæli

29.6. Leikkonan Susan Sarandon, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum Thelma & Louise og Dead Man Walking, var handtekin ásamt um 600 öðrum konum vegna friðsamlegra mótmæla til stuðnings innflytjenda í Bandaríkjunum. Meira »

Nýjum innflytjendalögum hafnað

27.6. Málamiðlunartillaga repúblikana um breytingar á löggjöf í innflytjendamálum Bandaríkjanna var kolfelld á löggjafarþingi landsins í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti studdi tillöguna, en höfnunin hefur mikil áhrif á tilraunir hans til þess að leysa krísuna sem uppi er við landamærin við Mexíkó. Meira »

Höfða mál gegn stjórn Trumps

27.6. Sautján ríki Bandaríkjanna hafa höfðað mál gegn ríkisstjórn Donalds Trump vegna „grimmlegs og ólöglegs“ aðskilnaðar flóttafjölskyldna. Meðal ríkjanna eru Washington, New York og Kalifornía. Meira »

Ákærum hætt tímabundið

26.6. Hætt er að ákæra fjölskyldur sem koma með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna segir yfirmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna, Kevin McAleenan, en um tímabundna ákvörðun er að ræða. Meira »

„Hvar eru börnin?“

24.6. „Hvar eru börnin?“ hrópa nokkrar konur í kór í gegnum veggi klefa sinna í búðunum. „Við viljum að börnin fái frelsi!“  Meira »

Undirbúa búðir fyrir tugþúsundir

23.6. Bandaríski herinn er að undirbúa opnun fjölmargra búða fyrir meinta ólöglega innflytjendur. Búðirnar verða í herstöðvum og eiga þær að vera „íburðarlausar“ eins og segir í minnisblaði um málið. Meira »

Skokkaði óvart yfir landamærin

23.6. Ung, frönsk kona sem var að heimsækja móður sína í vesturhluta Kanada eyddi tveimur vikum í fangabúðum eftir að hafa óvart farið yfir landamærin til Bandaríkjanna er hún var að skokka eftir ströndinni. Meira »

Börnin enn í biðstöðu

23.6. Örlög 2.300 barna sem tekin voru frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó eru enn óljós, þremur dögum eftir að Bandaríkjaforseti skrifaði undir tilskipun þess efnis að ekki ætti að sundra fjölskyldum við landamærin. Trump hefur sakað demókrata um að búa til „falskar“ frásagnir af þjáningum til að auka við fylgi sitt. Meira »

„Hvers konar móðir ól Trump upp?“

22.6. Hundruð mótmælenda kom saman fyrir utan bandaríska sendiráðið í Mexíkóborg í dag til að mótmæla innflytjendastefnu Bandaríkjanna sem felur í sér aðskilnað fjölskyldna sem koma yfir landamærin með ólöglegum hætti. Meira »

Flýja ofbeldi og mæta helvíti

22.6. Donald Trump telur að repúblikanar eigi ekki að eyða tíma í málefni innflytjenda fyrr en eftir kosningar í nóvember. Í fimm vikur vissi Evelin ekkert hvar börnin hennar tvö væru. Þau voru öll skilin að, hún í Texas og þau á sitthvorn staðinn í Michigan. Hún hefur ekki enn hitt þau. Meira »

Misvísandi túlkanir á texta

22.6. Texti á jakka sem Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, var í þegar hún fór um borð í flugvélina sem flutti hana til að landamærum Mexíkó í Texas hefur vakið mikla athygli. Talskona Melaniu segir að engin skilaboð séu falin í textanum en forsetinn er ekki á sama máli. Meira »

„Mér er alveg sama, hvað með þig?“

21.6. Fataval Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, þegar hún heimsótti búðir fyrir börn ólöglegra innflytjenda í Texas við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó í dag, hefur verið harðlega gagnrýnt. Meira »

Börnum haldið í fangelsum á hjólaleiðinni

21.6. Jón Eggert Guðmundsson, þríþrautakappi, segist hafa brugðið allverulega þegar fangabúðum fyrir börn var komið upp á hjólreiðaleið hans í Miami. Jón Eggert hefur nú sett heimsmet í þríþraut en hann hefur hjólað ríflega 5000 kílómetra á síðustu misserum. Meira »

Útvega rúm fyrir 20 þúsund börn

21.6. Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur falið bandaríska varnarmálaráðuneytinu að undirbúa móttöku allt að 20 þúsund barna sem hafa komið til landsins með ólöglegum hætti án fylgdarmanns. Meira »

Melania Trump heimsótti landamærabúðir

21.6. „Ég vil þakka ykkur fyrir að leggja hart að ykkur, fyrir samkennd ykkar og góðvild,“ sagði Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, í óvæntri heimsókn sinni í búðir fyrir börn ólöglegra innflytjenda í Texas við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó í dag. Meira »

Börn eigi ekki heima í fangelsi

21.6. Nokkur fjöldi fólks kom saman til fundar á Austurvelli kl. 17 í dag og gekk svo að bandaríska sendiráðinu, til þess að sýna flóttamönnum og innflytjendum samstöðu. Kveikjan að göngunni voru aðgerðir Bandaríkjastjórnar á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Meira »

Hvað verður um börnin?

21.6. Hvað verður um börnin sem þegar hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum á landamærum Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun um að binda enda á aðskilnaðinn? Spurning sem ekki enn hefur verið svarað en alls voru 2.342 börn tekin frá 2.206 foreldrum 5. maí til 9. júní. Meira »

Ómannúðleg framkvæmd

21.6. „Þessi framkvæmd sem hefur verið við landamæraeftirlit í Bandaríkjunum að undanförnu, þar sem börn eru skilin frá foreldrum sínum, er ómannúðleg og samræmist ekki þeim gildum sem við aðhyllumst,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Bindur enda á aðskilnað fjölskyldna

20.6. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað forsetatilskipun sem felur í sér að hætt verði að aðskilja foreldra og börn ólöglegra innflytjenda. Með undirskriftinni er Trump að bregðast við afar umdeildri stefnu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Páfinn gagnrýnir Trump

20.6. Frans páfi hefur nú bæst í sístækkandi hóp gagnrýnanda á landamærastefnu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Samkvæmt stefnunni skal handtaka og rétta yfir hverjum þeim sem fer ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Þá segir Trump að nauðsynlegt sé að aðskilja börn og foreldra þar sem börnin geti ekki fylgt foreldrum sínum í fangelsi. Alls hafa um 2.400 börn verið tekin frá foreldrum sínum og komið fyrir í sérstökum búðum. Meira »

„Ég mun skrifa undir eitthvað“

20.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að fjölskyldur innflytjenda verði aðskildar við komuna til Bandaríkjanna. „Ég mun skrifa undir eitthvað innan tíðar sem mun tryggja það,“ sagði Trump við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag. Meira »

Lítil samúð með aðskilnaði móður og stúlku með Downs

20.6. Corey Lewandowski, fyrrum framboðsstjóri Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki ætla að biðjast afsökunar eftir að hafa gert lítið úr sögu tíu ára stúlku með Downs heilkenni sem var aðskilin frá móður sinni eftir að hafa farið ólöglega yfir landamæri Mexikó og Bandaríkjanna. Meira »

Veist að Nielsen á mexíkóskum stað

20.6. Mótmælendur púuðu á og æptu að Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, þar sem hún snæddi á mexíkóskum veitingastað nærri Hvíta húsinu í Washingtonborg í gærkvöld. Meira »

Repúblikanar reyna að draga úr skaðanum

20.6. Þingmenn Repúblikanaflokksins funduðu í gær með Donald Trump Bandaríkjaforseta í því skyni að ræða mögulegt frumvarp sem myndi afturkalla hluta þeirra stefnu Bandaríkjanna sem skilur börn ólöglegra innflytjenda við foreldra sína. Þá sagði talsmaður Hvíta hússins að forsetinn styddi frumvarp þeirra færi það í gegn án allra skilyrða. Meira »

Brast í grát við fréttaflutninginn

20.6. Fréttir af aðskilnaði barna frá foreldrum sínum á landamærum Bandaríkjanna hafa vakið hrylling og sorg meðal fólks um allan heim. Fréttakona AP reyndi að segja slíka frétt í gærkvöldi en brast í grát. Meira »