Náttúruhamfarir á indónesísku eyjunni Sulawesi

Segir samkynhneigða bera ábyrgð á náttúruhamförum

23.10. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Malasíu segir að jarðskjálftinn og flóðbylgjan sem fylgdi í kjölfarið á indónesísku eyjunni Sulawesi hafi verið refsing frá Allah vegna framferðis samkynhneigðs fólks. Meira »

Hverfandi líkur á að finna fólk á lífi

6.10. Átta dögum eftir hræðilegar náttúruhamfarir leitar björgunarfólk að eftirlifendum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem reið yfir indónesísku-eyjuna Sulawesi. Tala látinna er nú komin upp í 1.649 og hafa yfirvöld nærri gefið upp alla von um að finna fleiri á lífi í húsarústum á eyjunni. Óttast er að þúsundir til viðbótar séu í rústunum. Leit hefur ekki verið blásin af. Meira »

Yfir þúsund saknað eftir skjálftann

5.10. Talið er að yfir þúsund manns sé enn saknað eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna í Indónesíu. Ljóst er að í það minnsta 1.558 létust. Meira »

Mörg börn alein og hrædd

4.10. Mörg börn hafa orðið viðskila við foreldra sína og fjölskyldur og eru í áfalli eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem honum fylgdi í Indónesíu. Þetta segja starfsmenn hjálparstofnana á vettvangi. Gríðarleg þörf er á aukinni neyðaraðstoð á svæðinu. Meira »

Ég horfði á nágranna mína grafna lifandi

3.10. „Þetta var eins og í myndinni 2012: Dómsdagur,“ segir Joshua Michael, íbúi þorpsins Petobo á Sulawesi-eyju í Indónesíu. Hann á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa eyðileggingunni eftir hamfarir síðustu viku. „Það var eins og húsin soguðust niður í jörðina og svo kom aurinn og lokaði á þau.“ Meira »

Engin aðstoð borist til afskekktari byggða

3.10. Björgunarsveitir í Indónesíu hafa enn ekki komist á afskekkt svæði á eyjunni Sulawesi sem misst hafa samband við umheiminn í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem reið yfir síðasta föstudag. Vaxandi óánægju gætir í þeim byggðum þar sem engin aðstoð hefur borist. Meira »

Eldgos í kjölfar jarðskjálftans

3.10. Eldfjallið Soputan hóf í dag að gjósa á indónesísku eyjunni Sulawesi en eyjan sú varð illa úti vegna flóðbylgju sem myndaðist í kjölfar jarðskjálfta fyrir nokkrum dögum. Gosmökkur fjallsins nær nú í um 4.000 metra hæð. Meira »

Ólíklegt að einhver finnist á lífi

3.10. Staðfest er að um 1.400 hafa látist í náttúruhamförunum á indónesísku eyjunni Sulawesi og er talið nánast óhugsandi að nokkur finnist á lífi héðan í frá. Jarðskjálfti upp á 7,5 stig reið yfir eyjuna á föstudaginn og fylgdi sex metra há flóðbylgja í kjölfarið. Meira »

Stærð flóðbylgjunnar veldur heilabrotum

2.10. Á meðan björgunarfólk etur kappi við tímann til að finna fólk á lífi í rústum á eyjunni Sulawesi á Indónesíu klóra vísindamenn sér í höfðinu yfir því hvernig skjálftinn gat valdið jafnstórri flóðbylgju og raun bar vitni. Meira »

Engar fregnir af Íslendingum í Indónesíu

2.10. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa ekki borist fyrirspurnir vegna náttúruhamfaranna á indó­nes­ísku eyj­unni Sulawesi. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, hefur enginn óskað eftir aðstoð, hvorki fólk á svæðinu né ættingjar þeirra sem kunna að vera þar. Meira »

Tala látinna komin yfir 1.200

2.10. Tala látinna eftir náttúruhamfarirnar á indónesísku eyjunni Sulawesi er komin yfir 1.200 manns. Stjórnvöld í Indónesíu hafa staðfest að alls hafi 1.234 hafi látist og búist er við að fjöldinn aukist áfram. Í gær var staðfestur fjöldi 834. Fjórir dagar eru frá því að jarðskjálft­i sem mæld­ist 7,5 stig reið yfir eyjuna með flóðbylgj­u sem fylgdi í kjöl­farið. Meira »

Óttast að þúsundir hafi látist

2.10. Stjórnvöld á Indónesíu segja að staðfest sé að 1.234 hafi látist en óttast er að tala látinna skipti þúsundum eftir náttúruhamfarirnar á indónesísku eyjunni Sulawesi. Í dag fundust lík 34 námsmanna í biblíuskóla í Sigi Biromau. Meira »

Deilt um viðvaranir vegna flóðbylgju

1.10. Hundruð hafa látist og margra er enn saknað á indó­nes­ísku eyj­unni Sulawesi á Indónesíu eft­ir nátt­úru­ham­far­irn­ar þar á föstu­dag. Kröftug flóðbylgja kom þá í kjölfarið á jarðskjálfta af stærðinni 7,5. Meira »

Hinir látnu fluttir í fjöldagröf

1.10. Indónesískir sjálfboðaliðar eru byrjaðir að setja þá sem hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann í landinu ofan í fjöldagröf þar sem yfir eitt þúsund lík komast fyrir. Meira »

1.200 fangar á flótta

1.10. Talið er að um 1.200 fangar séu á flótta úr þremur fangelsum á indónesísku eyjunni Sulawesi eftir náttúruhamfarirnar þar á föstudag. Meira »

Staðfest að 832 hafi látist í hamförum

30.9. Yfirvöld í Indónesíu hafa staðfest að 832 séu látnir eftir að jarðskjálfti upp á 7,5 stig reið yfir eyjuna Sulawesi og flóðbylgja, sem náði allt að sex metra hæð, fylgdi í kjölfarið. Óttast er að mun fleiri hafi látist. Meira »

Örvæntingin skín úr andlitum þeirra

30.9. Örvæntingarfullir foreldrar leita barna sinna á svæðum þar sem líkum hefur verið komið fyrir í borginni Palu á eyjunni Sulawesi. Einn þeirra er búinn að skoða tugi líka þennan daginn. Hann á einn son sem hann sá síðast þegar hann kyssti hann bless áður en drengurinn fór í skólann á föstudag. Meira »

Harmleikur sem bara versnar

30.9. Afleiðingar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar á indónesísku eyjunni Sulawesi eru enn verri og hryllilegri en talið var þar sem fórnarlömb náttúruhamfaranna eru að finnast víðar en áður var talið. Alls eru 832 lík fundin og óttast er að talan eigi eftir að hækka enn frekar. Meira »

Hafast við undir berum himni

29.9. Öflugir eftirskjálftar hafa riðið yfir indónesísku eyjuna Sulawesi í dag. Rúmlega sólarhringur er frá því að jarskjálfti, sem mældist 7,5 stig. Á eft­ir skjálft­an­um reið flóðbylgja yfir strönd eyj­unn­ar og var öldu­hæðin um 3 metr­ar. Í myndskeiði sem fylgir fréttinni má sjá þegar flóðbylgjan skall á strönd Palu, þar sem ástandið eftir skjálftann og flóðbylgjuna er verst. Meira »

384 látnir eftir skjálfta og flóð

29.9. Hryllingurinn blasir við alls staðar í borginni Palu á indónesísku eyjunni Sulawesi eftir harðan jarðskjálfta og flóðbylgju sem fylgdi í kjölfarið í gær. Staðfest er að 384 eru látnir og liggja lík eins og hráviði út um allt. Óttast er að talan eigi eftir að hækka enn frekar. Meira »

Kröftug flóðbylgja í kjölfar jarðskjálfta

28.9. Kröftug flóðbylgja skall á Sulawesi-eyju í Indónesíu í kjölfar jarðskjálfta að stærðinni 7,5 sem reið yfir Indónesíu klukkan 10:02 að ís­lensk­um tíma. Meira »

Fjöldi húsa hrundi í skjálftanum

28.9. Fjöldi húsa hrundi í kjölfar jarðskjálfta sem reið yfir Indónesíu fyrr í dag, en skjálftinn var 7,5 að stærð. Talsmaður almannavarna í landinu staðfesti þetta í yfirlýsingu. Meðal annars eru myndir af verslunarmiðstöð sem er illa skemmd í borginni Palu. Meira »

Skjálfti upp á 7,5 við Indónesíu

28.9. Skjálfti upp á 7,5 reið yfir Indónesíu nú klukkan 10:02 að íslenskum tíma. Fjórir aðrir skjálftar af stærð 4,9 upp í 6,1 urðu á svipuðum slóðum fyrr í morgun. Meira »