Valdarán í Taílandi

Haldið án ákæru í 132 daga

29.12.2016 Einn helsti skáldsagnahöfundur Tyrklands var leiddur fyrir dómara í dag sakaður um hryðjuverkaáróður. Þetta er í fyrsta skipti sem Asli Erdogan, 49 ára, kemur fyrir dómara en hún hefur setið á bak við lás og slá í 132 daga. Meira »

Útgöngubanni aflétt á ferðamannastöðum

3.6.2014 Herforingjastjórnin í Taílandi hefur aflétt útgöngubanni á þremur vinsælum ferðamannastöðum í þeirri von að ferðamenn láti sjá sig á ný eftir valdarán hersins í síðasta mánuði. Meira »

Neita að hafa lokað samfélagsmiðlum

28.5.2014 Orðrómur hefur verið um að stjórnvöld í Taílandi hafi látið loka samfélagsmiðlum, svo sem Facebook og Twitter, en þau neita því. Mjög erfitt hefur verið að komast inn á Facebook það sem af er degi í Taílandi. Meira »

Mótmæltu valdaráni hersins

25.5.2014 Margir Taílendingar fjölmenntu á götur Bangkok, höfuðborg landsins, í morgun og mótmæltu harðlega valdaráni hersins, þrátt fyrir að yfirmenn hersins hafi krafist þess að öllum kröfu- og mótmælagöngum yrði hætt. Meira »

Þingið leyst frá störfum

24.5.2014 Herinn í Taíland leysti í dag þingið frá störfum og fól yfirmanni hersins alla lagasetningu í landinu, að því er segir í frétt AFP. Þá staðfesti herinn einnig að Yingluck Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, hefði verið handtekin. Meira »

Herinn handtók Yingluck Shinawatra

23.5.2014 Yingluck Shinawatra, fyrrverandi forseti Taílands, nokkrir fjölskyldumeðlimir hennar og stjórnmálamenn voru í dag hantekin af taílenska hernum. Shinawatra ásamt yfir hundrað stjórnmálamönnum var í dag gert að mæta á fund herforingjaráðsins en í kjölfarið var hún handtekin. Meira »

Slá hernaðaraðstoð til Taílands á frest

23.5.2014 Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að veita Taílendingum 3,5 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir um 397 milljónum króna, í hernaðaraðstoð eftir að herinn þar í landi hrifsaði til sín völdin í fyrradag. Meira »

„Skemmtum okkur inni á hóteli í staðinn“

23.5.2014 „Það er útgöngubann eftir klukkan 22 en hér er það ekki mjög strangt. Allt sem við gerum á milli klukkan 5 á morgnana til klukkan 22 á kvöldin er alveg eðlilegt,“ segir Fríða Björk Gunnarsdóttir, sem er stödd á taílensku eyjunni Koh Samui ásamt hópi Íslendinga. Meira »

Herinn með öll völd á hendi sér

23.5.2014 Herforingjaráðið í Taílandi sem nú fer með völd í landinu kallaði fráfarandi ríkisstjórn landsins á sinn fund í dag bannaði henni að yfirgefa landið. Meira »

Bannað að yfirgefa Taíland

23.5.2014 Herinn í Taílandi hefur bannað 155 manns, þar á meðal fyrrverandi leiðtogum landsins, að yfirgefa það.   Meira »

Valdaránið ekki réttlætanlegt

22.5.2014 Valdarán taílenska hersins er á engan hátt réttlætanlegt. Þetta sagði John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag og varaði við því að valdaránið myndi hafa slæm áhrif á samband Bandaríkjanna og Taílands. Meira »

Fundir fleiri en fimm bannaðir

22.5.2014 Forystumenn valdaráns hersins í Taílandi fyrirskipuðu fyrrum ráðherrum í ríkisstjórn landsins að gefa sig fram við herinn fyrir lok dagsins. Þetta kom fram í tilkynningu sem lesin var upp á sjónvarpsstöðum landsins. Meira »

Herinn hrifsar til sín völdin

22.5.2014 Yfirmaður taílenska hersins sagði í sjónvarpsávarpi í dag að herinn hefði tekið yfir stjórn landsins. Fréttir af yfirvofandi valdaráni hafa verið háværar að undanförnu og nú hafa þær verið staðfestar. Herforinginn sagði í ávarpinu að herinn myndi koma á stöðugleika og pólitískum umbótum í Taílandi. Meira »

Stjórnarandstæðingar fagna herlögum

20.5.2014 Fjölmargir stjórnarandstæðingar í Taílandi fagna setningu nýrra herlaga í landinu. Þeir segjast þó ætla að halda áfram baráttu sinni við að koma núverandi ríkisstjórn landsins frá völdum. Meira »

Herlög sett í Taílandi

20.5.2014 Taílenski herinn hefur komið á herlögum í landinu og segja forsvarsmenn hersins að þetta sé gert til þess að vernda lög og rétt í landinu. Ákvörðunin hefur vakið mikla undrun en völd hersins hafa verið aukin til muna. Meira »

Réðust á búðir mótmælenda

15.5.2014 Þrír eru látnir og yfir 20 særðust í árás sem var gerð á mótmælabúðir stjórnarandstæðinga í Bangkok, höfuðborg Taílands.  Meira »

Setjast að samningsborðinu í Taílandi

22.4.2014 Fulltrúar stjórnmálaflokkanna í Taílandi munu setjast að samningsborðinu í dag, þriðjudag, og ræða um nýjar kosningar.  Meira »