Banna byggingarvinnu í Urriðaholti

Byggingakranar við Urriðaholt.
Byggingakranar við Urriðaholt. mbl.is/Árni Sæberg

Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarframkvæmdir í Mosagötu 4-12 í Urriðaholti í Garðabæ þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin. 

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á byggingarvinnustað kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur.

Vinnueftirlitið taldi fallvarnir á vinnupöllum, bæði utanhúss og innanhúss, ófullnægjandi. Þá voru verkamenn á staðnum hvorki með hjálma né í öryggisskóm. 

Bannið gildir uns búið er að gera úrbætur og Vinnueftirlitið hefur leyft vinnu þar á ný. Þrátt fyrir framangreint bann er heimilt að vinna að úrbótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK