Bandaríkjaferð ekki háð bóluefni

Kórónuveiran COVID-19 | 17. maí 2021

Bandaríkjaferð ekki háð bóluefni

Nokkuð hefur borið á frásögnum og hviksögum af því að fólk, sem bólusett hafi verið með bóluefni AstraZeneca, hafi ekki komist inn til Bandaríkjanna og verið snúið við á landamærunum á þeim forsendum.

Bandaríkjaferð ekki háð bóluefni

Kórónuveiran COVID-19 | 17. maí 2021

Í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Í flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Nokkuð hefur borið á frásögnum og hviksögum af því að fólk, sem bólusett hafi verið með bóluefni AstraZeneca, hafi ekki komist inn til Bandaríkjanna og verið snúið við á landamærunum á þeim forsendum.

Morgunblaðinu hefur ekki tekist að staðfesta slíka frásögn, enda ganga þær þvert á hið almenna ferðabann sem Bandaríkin hafa sett, þar á meðal á Íslendinga. Á því eru þó ýmsar undanþágur, en bólusetning skiptir þar ekki máli.

„Ferðatakmarkanir til Bandaríkjanna eru enn í gildi, óháð því hvort fólk er bólusett eða ekki,“ segir Patrick Geraghty, talsmaður bandaríska sendiráðsins í Reykjavík, í svari í Morgunblaðinu í dag.

„Hins vegar eru ýmsar undanþágur á almenna banninu, þar á meðal til maka bandarískra borgara,“ segir hann og bætir við að allir ferðamenn til landsins, hvort sem þeir hafi verið bólusettir eða ekki, þurfi að framvísa nýju neikvæðu PCR-prófi eða vottorði um yfirstaðin veikindi.

mbl.is