„Ég hef aldrei séð svona tölur áður“

Vextir á Íslandi | 1. júní 2022

„Ég hef aldrei séð svona tölur áður“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að verulegar hækkanir á fasteignamati hafi verið fyrirséðar miðað við það hvernig fasteignamarkaðurinn hafi þróast. Þá séu hækkanirnar afleiðing langvarandi aðgerðarleysis.

„Ég hef aldrei séð svona tölur áður“

Vextir á Íslandi | 1. júní 2022

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur trú á því að …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur trú á því að sveitarfélögin komi til móts við heimili og fyrirtæki vegna hækkunar fasteignamats. mbl.is/Hari

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að verulegar hækkanir á fasteignamati hafi verið fyrirséðar miðað við það hvernig fasteignamarkaðurinn hafi þróast. Þá séu hækkanirnar afleiðing langvarandi aðgerðarleysis.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að verulegar hækkanir á fasteignamati hafi verið fyrirséðar miðað við það hvernig fasteignamarkaðurinn hafi þróast. Þá séu hækkanirnar afleiðing langvarandi aðgerðarleysis.

„Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir verkalýðshreyfingarinnar við að gripið sé til aðgerða. Þetta fáum við í fangið,“ segir Ragnar Þór í samtali við mbl.is.

Heild­armat fast­eigna á Íslandi hækk­ar að meðaltali um 19,9% frá yf­ir­stand­andi ári og verður 12.627 millj­arðar króna, sam­kvæmt nýju fast­eigna­mati Þjóðskrár Íslands fyr­ir árið 2023. Þetta er mesta hækk­un fast­eigna­mats frá hruni.

„Ég á ekki von á öðru en að næsti meirihluti í borginni muni fylgja fordæmi annarra sveitarfélaga og lækka skattprósentu til mótvægis við þessa hækkun vegna þess að það yrði afleitt veganesti fyrir næsta meirihluta sem er að taka við ef að í því ætti að felast einhver meiriháttar kostnaðarauki fyrir heimilin miðað við allt sem er í pípunum varðandi verðlag og vexti,“ segir Ragnar Þór.

„Þessi aðferðarfræði við útreikninga á fasteignasköttum er úreld. Það þyrfti mögulega að finna aðrar aðferðir til að reikna þetta út, einhverja fasta tölu til dæmis,“ bætir Ragnar við.

Mörg sveitarfélög hafa gefið það út að þau muni koma til móts við almenning þar sem fasteignagjöld ættu að öðrum kosti að hækka í takt við fasteignarmat. Ef Reykjavíkurborg lækkar ekki skattaprósentu sína gæti það þýtt yfir fjögurra milljarða króna aukinn kostnað fyrir íbúa borgarinnar.

Gríðarleg áhrif á kjarasamninga

„Ef að sveitarfélögin velta þessum kostnaðarauka til heimilanna þá mun þetta að sjálfsögðu hafa gríðarleg áhrif á kjaraviðræður og mun hafa mjög alvarlega afleiðingar,“ segir Ragnar Þór.

„Við þurfum að sækja kjarabætur fyrir öllum þeim kostnaðarhækkunum sem framundan eru. Bæði vegna þeirra gríðarlegu hækkunar á verðlagi á dagvörumarkaði, og líka vegna þess sem er í pípunum.“

Ógnvænlegar tölur

„Þessar tölur sem við erum með fyrir framan okkur eru ógnvægilegar. Ég hef aldrei séð svona tölur áður. Tilkynningar um hækkanir frá birgjum og framleiðendum hafa verið að hellast yfir dagvöruverslanirnar frá því í september í fyrra. Þetta er bæði vegna áhrifa heimsfaraldursins og vegna stríðsátakanna í Úkraínu,“ segir Ragnar og bætir við að þessi hækkun sé ekki komin inn í verðlagið.

„Allt ofan á þetta mun gera stöðuna enn flóknari og erfiðari í haust. Ef að sveitarfélögin þurfa einhvern tíman að sýna ábyrgð þá er það einmitt núna.“

Viðbrögð stjórnvalda verið í mýflugumynd

„Verðbólguhorfur eru mjög slæmar. Seðlabankinn hefur nú þegar hótað áframhaldandi vaxtahækkunum. Ef við förum að fá mikinn kostnaðarauka í formi hækkunar fasteignagjalda og svo framvegis þá er staðan bara skelfileg fyrir okkur sem ætlum að búa til kjarasamning sem eitthvað mótvægi við þá þróun sem hefur verið að gerast. Við kölluðum eftir aðgerðum síðast í haust við þessari þróun og höfum verið að kalla eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum sem hafa verið í mýflugumynd og virðist ekki vera mikill skilningur á stöðunni miðað við aðgerðarleysið,“ segir Ragnar Þór og jafnframt:

„Síðan fasteignamatið var tilkynnt sýnist mér stefna í það að sveitarfélögin muni vinna með heimilunum að koma með mótvægisaðgerðir sem gera það að verkum að þessi gjöld hækki ekki. Ég leyfi mér að vona það þangað til annað kemur í ljós.“

mbl.is